Staðfestir að tölvupóstum hafi verið eytt Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. janúar 2019 14:59 Bragginn í Nauthólsvík er ein umdeildasta bygging síðari ára. Vísir/Vilhelm Innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar hefur staðfest að tölvupóstum í tengslum við braggamálið hafi verið eytt. Þó beri að varast að túlka það þannig að slíkt hafi verið gert í annarlegum tilgangi. Þetta kemur fram í nýju minnisblaði frá innri endurskoðanda. Ágreiningur hefur verið um málið innan borgarstjórnar síðustu daga. Í minnisblaðinu bendir Hallur Símonarson innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar á að fram komi í braggaskýrslunni að farið hafi fram „tiltekt í tölvupósthólfum.“ Það geti falið í sér að tölvupóstar hafi verið færðir í skjalavörslukerfi eða að þeim hafi verið eytt varanlega.Sjá einnig: „Minnihlutinn heldur áfram að tefja og afvegaleiða umræðuna með popúlisma og rangfærslum“ Þetta er útskýrt frekar í minnisblaðinu. Í tilefni af rannsókn á framkvæmdum við braggann að Nauthólsvegi 100 hafi innri endurskoðun kallað eftir afriti af tölvupósthólfum verkefnastjóra hjá Skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar og fyrrverandi skrifstofustjóra skrifstofunnar. Komið hafi í ljós að í afritunum er ekki að finna alla tölvupósta viðkomandi aðila á tímabilinu frá árinu 2012 til október ársins 2017.Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík.Vísir/VilhelmÞannig hafi útsendum tölvupóstum verið eytt úr pósthólfi skrifstofustjórans en ekki sé hægt að meta hvort einhverjum innkomnum tölvupóstum hafi verið eytt. Þá var öllum tölvupóstum í pósthólfi verkefnastjórans á ofangreindu tímabili eytt. Innri endurskoðun getur þó ekki staðfest að á meðal hinna eyddu pósta hafi verið tölvupóstar varðandi Nauthólsveg 100. Sérstaklega er tekið fram í minnisblaðinu að þó að tölvupóstum hafi verið eytt skuli varast að túlka það svo að þeim hafi verið eytt í annarlegum tilgangi, einkum í ljósi þess að í reglum um tölvunotkun Reykjavíkurborgar segir að starfsmönnum beri að taka til í tölvupósthólfum sínum. Eins og áður segir hefur meirihluta og minnihluta í borgarstjórn greint á um þessi atriði Braggaskýrslunnar. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata og forseti borgarstjórnar, hélt því til að mynda fram í Silfrinu á RÚV um helgina að tölvupóstum vegna Braggamálsins hafi ekki verið eytt. Eyþór Arnalds borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er á meðal þeirra sem hefur haldið því fram að lög um skjalavörslu hafi verið brotin þegar tölvupóstum í braggamálinu hafi verið eytt. Dóru og Eyþór virðist enn greina á um málið en þau ræða það sín á milli í athugasemdum við Facebook-færslu þeirrar fyrrnefndu um tölvupóstana sem sjá má hér að neðan. Þar krefur Eyþór Dóru m.a. um afsökunarbeiðni vegna ummæla hennar í Silfrinu, ræðu á borgarstjórnarfundi og greinar sem hún skrifaði í Fréttablaðið um braggamálið. Braggamálið Tengdar fréttir Leggja til að braggamálinu verði vísað áfram í dag Fulltrúi Flokks fólksins er ekki bjartsýn á að tillaga hennar og fulltrúa Miðflokksins um að vísa braggamálinu til þar til bærra yfirvalda verði samþykkt í borgarstjórn í dag. Oddviti Pírata í borginni segir rangfærslur af ýmsum toga hafa komið fram í málflutningi þessar fulltrúa. Borgarstjóri segir að ef eitthvað saknæmt hefði farið fram hefði Innri endurskoðun vísað málinu áfram. 15. janúar 2019 13:00 Felldu tillögu Vigdísar og Kolbrúnar á átakafundi Borgarstjórn Reykjavíkur felldi í kvöld tillögu Flokks fólksins og Miðflokksins um að vísa Braggamálinu svokallaða til „þar til bærra yfirvalda“. Þess í stað var samþykkt að vísa tillögu Sjálfstæðisflokksins um bætta stjórnsýslu inn í yfirstandandi vinnu við endurskoðun á skipulagi stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. 15. janúar 2019 21:01 Segir Vigdísi magalenda „algjörlega út í skurði“ og skilja Eyþór þar eftir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var nokkuð harðorður í garð Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, á borgarstjórnarfundi nú í dag í sérstakri umræðu um Braggamálið svokallaða. 15. janúar 2019 15:15 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira
Innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar hefur staðfest að tölvupóstum í tengslum við braggamálið hafi verið eytt. Þó beri að varast að túlka það þannig að slíkt hafi verið gert í annarlegum tilgangi. Þetta kemur fram í nýju minnisblaði frá innri endurskoðanda. Ágreiningur hefur verið um málið innan borgarstjórnar síðustu daga. Í minnisblaðinu bendir Hallur Símonarson innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar á að fram komi í braggaskýrslunni að farið hafi fram „tiltekt í tölvupósthólfum.“ Það geti falið í sér að tölvupóstar hafi verið færðir í skjalavörslukerfi eða að þeim hafi verið eytt varanlega.Sjá einnig: „Minnihlutinn heldur áfram að tefja og afvegaleiða umræðuna með popúlisma og rangfærslum“ Þetta er útskýrt frekar í minnisblaðinu. Í tilefni af rannsókn á framkvæmdum við braggann að Nauthólsvegi 100 hafi innri endurskoðun kallað eftir afriti af tölvupósthólfum verkefnastjóra hjá Skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar og fyrrverandi skrifstofustjóra skrifstofunnar. Komið hafi í ljós að í afritunum er ekki að finna alla tölvupósta viðkomandi aðila á tímabilinu frá árinu 2012 til október ársins 2017.Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík.Vísir/VilhelmÞannig hafi útsendum tölvupóstum verið eytt úr pósthólfi skrifstofustjórans en ekki sé hægt að meta hvort einhverjum innkomnum tölvupóstum hafi verið eytt. Þá var öllum tölvupóstum í pósthólfi verkefnastjórans á ofangreindu tímabili eytt. Innri endurskoðun getur þó ekki staðfest að á meðal hinna eyddu pósta hafi verið tölvupóstar varðandi Nauthólsveg 100. Sérstaklega er tekið fram í minnisblaðinu að þó að tölvupóstum hafi verið eytt skuli varast að túlka það svo að þeim hafi verið eytt í annarlegum tilgangi, einkum í ljósi þess að í reglum um tölvunotkun Reykjavíkurborgar segir að starfsmönnum beri að taka til í tölvupósthólfum sínum. Eins og áður segir hefur meirihluta og minnihluta í borgarstjórn greint á um þessi atriði Braggaskýrslunnar. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata og forseti borgarstjórnar, hélt því til að mynda fram í Silfrinu á RÚV um helgina að tölvupóstum vegna Braggamálsins hafi ekki verið eytt. Eyþór Arnalds borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er á meðal þeirra sem hefur haldið því fram að lög um skjalavörslu hafi verið brotin þegar tölvupóstum í braggamálinu hafi verið eytt. Dóru og Eyþór virðist enn greina á um málið en þau ræða það sín á milli í athugasemdum við Facebook-færslu þeirrar fyrrnefndu um tölvupóstana sem sjá má hér að neðan. Þar krefur Eyþór Dóru m.a. um afsökunarbeiðni vegna ummæla hennar í Silfrinu, ræðu á borgarstjórnarfundi og greinar sem hún skrifaði í Fréttablaðið um braggamálið.
Braggamálið Tengdar fréttir Leggja til að braggamálinu verði vísað áfram í dag Fulltrúi Flokks fólksins er ekki bjartsýn á að tillaga hennar og fulltrúa Miðflokksins um að vísa braggamálinu til þar til bærra yfirvalda verði samþykkt í borgarstjórn í dag. Oddviti Pírata í borginni segir rangfærslur af ýmsum toga hafa komið fram í málflutningi þessar fulltrúa. Borgarstjóri segir að ef eitthvað saknæmt hefði farið fram hefði Innri endurskoðun vísað málinu áfram. 15. janúar 2019 13:00 Felldu tillögu Vigdísar og Kolbrúnar á átakafundi Borgarstjórn Reykjavíkur felldi í kvöld tillögu Flokks fólksins og Miðflokksins um að vísa Braggamálinu svokallaða til „þar til bærra yfirvalda“. Þess í stað var samþykkt að vísa tillögu Sjálfstæðisflokksins um bætta stjórnsýslu inn í yfirstandandi vinnu við endurskoðun á skipulagi stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. 15. janúar 2019 21:01 Segir Vigdísi magalenda „algjörlega út í skurði“ og skilja Eyþór þar eftir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var nokkuð harðorður í garð Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, á borgarstjórnarfundi nú í dag í sérstakri umræðu um Braggamálið svokallaða. 15. janúar 2019 15:15 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira
Leggja til að braggamálinu verði vísað áfram í dag Fulltrúi Flokks fólksins er ekki bjartsýn á að tillaga hennar og fulltrúa Miðflokksins um að vísa braggamálinu til þar til bærra yfirvalda verði samþykkt í borgarstjórn í dag. Oddviti Pírata í borginni segir rangfærslur af ýmsum toga hafa komið fram í málflutningi þessar fulltrúa. Borgarstjóri segir að ef eitthvað saknæmt hefði farið fram hefði Innri endurskoðun vísað málinu áfram. 15. janúar 2019 13:00
Felldu tillögu Vigdísar og Kolbrúnar á átakafundi Borgarstjórn Reykjavíkur felldi í kvöld tillögu Flokks fólksins og Miðflokksins um að vísa Braggamálinu svokallaða til „þar til bærra yfirvalda“. Þess í stað var samþykkt að vísa tillögu Sjálfstæðisflokksins um bætta stjórnsýslu inn í yfirstandandi vinnu við endurskoðun á skipulagi stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. 15. janúar 2019 21:01
Segir Vigdísi magalenda „algjörlega út í skurði“ og skilja Eyþór þar eftir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var nokkuð harðorður í garð Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, á borgarstjórnarfundi nú í dag í sérstakri umræðu um Braggamálið svokallaða. 15. janúar 2019 15:15