„Minnihlutinn heldur áfram að tefja og afvegaleiða umræðuna með popúlisma og rangfærslum“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. janúar 2019 13:48 "Þetta er bara dæmi um að minnihlutinn heldur áfram að tefja og afvegaleiða umræðuna með popúlisma og rangfærslum,“ segir Dóra Björt um útspilið en hún bætir við að borgarbúar eigi betra skilið en umræðu á lágu plani,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Dóra Björt Guðjónsdóttir forseti borgarstjórnar segir að mikilvægt sé að draga lærdóm af braggamálinu. Hún vill nýta tækifærið til að knýja fram breytingar og bæta stjórnsýsluna en bætir við að sú vinna sem sé fyrir höndum verði grundvallast á staðreyndum. Dóra Björt segist vera ánægð að vera í meirihluta þegar framúrkeyrslumál á borð við framkvæmdirnar við Nauthólsvegg 100 komi upp því þá sé hún í góðri stöðu til að gera breytingar. Dóra Björt var gestur í Silfrinu í morgun þar sem til umræðu var skýrsla innri endurskoðunar og næstu skref málsins. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins og Eyþór Arnalds borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins voru gestir í fyrri hluta þáttarins. Í þættinum sakar Dóra Björt fulltrúa minnihlutans um að hafa í frammi rangfærslur í umfjöllun sinni um braggamálið. Hún segir að innri endurskoðun hefði rannsakað málið með það að markmiði að athuga hvort – í framkvæmdarferlinu - hefði verið framið refsivert athæfi. Þrátt fyrir að skýrslan sýni að víða sé pottur brotinn í stjórnsýslunni hefðu engar sannanir fundist fyrir því að um refsivert athæfi væri að ræða. Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins hyggjast leggja fram tillögu á næsta borgarstjórnarfundi þess efnis að vísa málinu til embættis héraðssaksóknara til frekari yfirferðar og rannsóknar. „Þetta er bara dæmi um að minnihlutinn heldur áfram að tefja og afvegaleiða umræðuna með popúlisma og rangfærslum,“ segir Dóra Björt um útspilið en hún bætir við að borgarbúar eigi betra skilið en umræðu á lágu plani. „Hér er tækifæri til að gera almennilega, sýna pólitíska ábyrgð og laga ferlana. Hversu oft hafa ekki komið upp mál á Íslandi þar sem ekkert hefur verið gert? Það hefur verið kastað ryki í augu fólks, afneitun verið í gangi og yfirhylming. Hér er það ekki í gangi,“ segir Dóra Björt.Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.FBL/ANTON BRINKMinnir á að Píratar voru í meirihluta á síðasta kjörtímabili Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn segir að það komi sér á óvart að Dóra Björt tali með þessum hætti og saki Sjálfstæðisflokkinn um rangfærslur. „Það er voðalega gott að geta sagt að það sé gott að vera í meirihluta núna en þetta gerðist á vakt Pírata, allt málið, það er að segja, öll framkvæmdin fór fram á meðan Píratar voru í stjórn á síðasta kjörtímabili og að segja núna að þeir séu að fara að taka til?“ Eyþór segir að ljóst sé að ekki hafi verið farið eftir reglum og því sé eðlilegt að farið sé fram á að málið verði upplýst. „Hvernig getur þetta gerst?“ spyr Eyþór.Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.Treystir borgarstjóra til að vera áfram í vinnuhópnum Þegar Heiða Björg er spurð hvers vegna Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafi ekki vikið úr vinnuhópnum sem gert er að bregðast við ábendingum braggaskýrslunnar – sér í lagi í ljósi þess að minnihlutinn sé mótfallinn veru hans í hópnum - svarar Heiða því til að Dagur sé æðsti yfirmaður borgarinnar og að það sé hans hlutverk að sjá til þess að reglum og ferlum sé fylgt. „Um leið og borgarstjóri veit af þessu upplýsir hann borgarráð um málið, lætur skoða þetta, við biðjum um þessa skýrslu, þessi skýrsla er komin og við tökum þetta alvarlega og fylgjum því sem kemur fram í skýrslunni og munum fara í að laga þetta,“ segir Heiða Björg sem viðurkennir að málið sé áfall fyrir meirihlutann.Uppfært klukkan 17:38:Eyþór Arnalds borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins svaraði ummælum Dóru Bjartar í Silfrinu á Facebook-síðu sinni í dag. Færslu Eyþórs má lesa í heild hér að neðan. Borgarstjórn Braggamálið Tengdar fréttir Segist þreytt á strengjabrúðutali borgarstjóra Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist endurtekið sitja undir ásökunum frá Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að hún sé strengjabrúða innan Sjálfstæðisflokksins. 8. janúar 2019 10:30 Framúrkeyrslan á framkvæmdum á bragganum er frávik segir borgarstjóri Borgarstjóri segir þekkt að framkvæmdir fari fram úr áætlunum hjá borginni en bragginn í Nauthólsvík sé frávik. Hann sakar þá fulltrúa í Borgarstjórn sem vilja vísa braggarmálinu til Héraðssaksóknara um upphlaup. Fyrrverandi borgarstjóri segir vinnubrögð borgarfulltrúana geta eyðilagt nauðsynlega og málefnalega umræðu um erfið mál. 13. janúar 2019 12:30 Ingibjörg Sólrún um braggamálið: „Svona getur nú pólitíkin verið ljót“ Tillaga um að vísa skýrslu innri endurskoðunar til embættis héraðssaksóknara verður lögð fyrir borgarfulltrúa á þriðjudag. 13. janúar 2019 07:35 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Dóra Björt Guðjónsdóttir forseti borgarstjórnar segir að mikilvægt sé að draga lærdóm af braggamálinu. Hún vill nýta tækifærið til að knýja fram breytingar og bæta stjórnsýsluna en bætir við að sú vinna sem sé fyrir höndum verði grundvallast á staðreyndum. Dóra Björt segist vera ánægð að vera í meirihluta þegar framúrkeyrslumál á borð við framkvæmdirnar við Nauthólsvegg 100 komi upp því þá sé hún í góðri stöðu til að gera breytingar. Dóra Björt var gestur í Silfrinu í morgun þar sem til umræðu var skýrsla innri endurskoðunar og næstu skref málsins. Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins og Eyþór Arnalds borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins voru gestir í fyrri hluta þáttarins. Í þættinum sakar Dóra Björt fulltrúa minnihlutans um að hafa í frammi rangfærslur í umfjöllun sinni um braggamálið. Hún segir að innri endurskoðun hefði rannsakað málið með það að markmiði að athuga hvort – í framkvæmdarferlinu - hefði verið framið refsivert athæfi. Þrátt fyrir að skýrslan sýni að víða sé pottur brotinn í stjórnsýslunni hefðu engar sannanir fundist fyrir því að um refsivert athæfi væri að ræða. Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins hyggjast leggja fram tillögu á næsta borgarstjórnarfundi þess efnis að vísa málinu til embættis héraðssaksóknara til frekari yfirferðar og rannsóknar. „Þetta er bara dæmi um að minnihlutinn heldur áfram að tefja og afvegaleiða umræðuna með popúlisma og rangfærslum,“ segir Dóra Björt um útspilið en hún bætir við að borgarbúar eigi betra skilið en umræðu á lágu plani. „Hér er tækifæri til að gera almennilega, sýna pólitíska ábyrgð og laga ferlana. Hversu oft hafa ekki komið upp mál á Íslandi þar sem ekkert hefur verið gert? Það hefur verið kastað ryki í augu fólks, afneitun verið í gangi og yfirhylming. Hér er það ekki í gangi,“ segir Dóra Björt.Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.FBL/ANTON BRINKMinnir á að Píratar voru í meirihluta á síðasta kjörtímabili Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn segir að það komi sér á óvart að Dóra Björt tali með þessum hætti og saki Sjálfstæðisflokkinn um rangfærslur. „Það er voðalega gott að geta sagt að það sé gott að vera í meirihluta núna en þetta gerðist á vakt Pírata, allt málið, það er að segja, öll framkvæmdin fór fram á meðan Píratar voru í stjórn á síðasta kjörtímabili og að segja núna að þeir séu að fara að taka til?“ Eyþór segir að ljóst sé að ekki hafi verið farið eftir reglum og því sé eðlilegt að farið sé fram á að málið verði upplýst. „Hvernig getur þetta gerst?“ spyr Eyþór.Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.Treystir borgarstjóra til að vera áfram í vinnuhópnum Þegar Heiða Björg er spurð hvers vegna Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafi ekki vikið úr vinnuhópnum sem gert er að bregðast við ábendingum braggaskýrslunnar – sér í lagi í ljósi þess að minnihlutinn sé mótfallinn veru hans í hópnum - svarar Heiða því til að Dagur sé æðsti yfirmaður borgarinnar og að það sé hans hlutverk að sjá til þess að reglum og ferlum sé fylgt. „Um leið og borgarstjóri veit af þessu upplýsir hann borgarráð um málið, lætur skoða þetta, við biðjum um þessa skýrslu, þessi skýrsla er komin og við tökum þetta alvarlega og fylgjum því sem kemur fram í skýrslunni og munum fara í að laga þetta,“ segir Heiða Björg sem viðurkennir að málið sé áfall fyrir meirihlutann.Uppfært klukkan 17:38:Eyþór Arnalds borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins svaraði ummælum Dóru Bjartar í Silfrinu á Facebook-síðu sinni í dag. Færslu Eyþórs má lesa í heild hér að neðan.
Borgarstjórn Braggamálið Tengdar fréttir Segist þreytt á strengjabrúðutali borgarstjóra Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist endurtekið sitja undir ásökunum frá Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að hún sé strengjabrúða innan Sjálfstæðisflokksins. 8. janúar 2019 10:30 Framúrkeyrslan á framkvæmdum á bragganum er frávik segir borgarstjóri Borgarstjóri segir þekkt að framkvæmdir fari fram úr áætlunum hjá borginni en bragginn í Nauthólsvík sé frávik. Hann sakar þá fulltrúa í Borgarstjórn sem vilja vísa braggarmálinu til Héraðssaksóknara um upphlaup. Fyrrverandi borgarstjóri segir vinnubrögð borgarfulltrúana geta eyðilagt nauðsynlega og málefnalega umræðu um erfið mál. 13. janúar 2019 12:30 Ingibjörg Sólrún um braggamálið: „Svona getur nú pólitíkin verið ljót“ Tillaga um að vísa skýrslu innri endurskoðunar til embættis héraðssaksóknara verður lögð fyrir borgarfulltrúa á þriðjudag. 13. janúar 2019 07:35 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Segist þreytt á strengjabrúðutali borgarstjóra Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist endurtekið sitja undir ásökunum frá Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að hún sé strengjabrúða innan Sjálfstæðisflokksins. 8. janúar 2019 10:30
Framúrkeyrslan á framkvæmdum á bragganum er frávik segir borgarstjóri Borgarstjóri segir þekkt að framkvæmdir fari fram úr áætlunum hjá borginni en bragginn í Nauthólsvík sé frávik. Hann sakar þá fulltrúa í Borgarstjórn sem vilja vísa braggarmálinu til Héraðssaksóknara um upphlaup. Fyrrverandi borgarstjóri segir vinnubrögð borgarfulltrúana geta eyðilagt nauðsynlega og málefnalega umræðu um erfið mál. 13. janúar 2019 12:30
Ingibjörg Sólrún um braggamálið: „Svona getur nú pólitíkin verið ljót“ Tillaga um að vísa skýrslu innri endurskoðunar til embættis héraðssaksóknara verður lögð fyrir borgarfulltrúa á þriðjudag. 13. janúar 2019 07:35