Reykjavíkurdætur vinna til alþjóðlegra verðlauna Stefán Árni Pálsson skrifar 17. janúar 2019 15:45 Þura Stína og Reykjavíkurdætur gríðarlega sáttar við verðlaunin. Hér má sjá mynd af þeim þegar þær tóku við viðurkenningunni. „Þessi verðlaunahátíð er fyrir hljómsveitir sem eru að springa út og dómnefndin fannst skara fram úr í Evrópu árið 2018. Það er mikil viðurkenning fyrir okkur að fá þessi verðlaun sem styður okkur og hvetur okkur áfram í því sem við erum að gera,“ segir Þura Stína í Reykjavíkurdætrum, en bandið vann til verðlauna í Music Moves Europe Talent Awards í flokki rapp/hiphop fyrst allra íslenskra rappsveita. Verðlaunin eru veitt í samstarfi við Eurosonic-hátíðina. „Við unnum svo einnig Public Choice Awards sem var opin kosning og við var tilkynnt i gærkvöldi,“ segir Þura en sveitin kemur fram á Eurosonic í kvöld. „Hátíðin Eurosonic er haldin í Groningen í Hollandi og erum við að spila þar í annað skiptið. Fyrst spiluðum við á Eurosonic árið 2017 og við erum korter yfir ellefu í kvöld.“Konurnar í Reykjavíkurdætrum eru að gera frábæra hluti.Nokkur íslensk bönd hafa unnið þessi verðlaun í gegnum tíðina. „Við lítum mikið upp til þeirra og það er mikill heiður að komast á þennan stað. Við áttum alls ekki von á að vinna public choice verðlaunin enda eru það algjörlega public vote og það var ótrúlega gaman að vinna í flokki rapp/hiphop með atkvæðum frá þeim. Það er mikil gróska í Hip-Hop í Evrópu í dag og það er svo geggjað og frábært að fá viðurkenningu innan um alla þessa flottu tónlistarmenn.“ Þura segir að þær séu níu saman úti í Hollandi. „Við erum átta rapparar og DJ Karítas ásamt teyminu okkar og erum mjög spenntar fyrir tónleikunum okkar í kvöld. Við gáfum í nóvember út mixteip sem heitir Shrimpcocktail og erum að vinna að nýrri breiðskífu núna.“ Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Þessi verðlaunahátíð er fyrir hljómsveitir sem eru að springa út og dómnefndin fannst skara fram úr í Evrópu árið 2018. Það er mikil viðurkenning fyrir okkur að fá þessi verðlaun sem styður okkur og hvetur okkur áfram í því sem við erum að gera,“ segir Þura Stína í Reykjavíkurdætrum, en bandið vann til verðlauna í Music Moves Europe Talent Awards í flokki rapp/hiphop fyrst allra íslenskra rappsveita. Verðlaunin eru veitt í samstarfi við Eurosonic-hátíðina. „Við unnum svo einnig Public Choice Awards sem var opin kosning og við var tilkynnt i gærkvöldi,“ segir Þura en sveitin kemur fram á Eurosonic í kvöld. „Hátíðin Eurosonic er haldin í Groningen í Hollandi og erum við að spila þar í annað skiptið. Fyrst spiluðum við á Eurosonic árið 2017 og við erum korter yfir ellefu í kvöld.“Konurnar í Reykjavíkurdætrum eru að gera frábæra hluti.Nokkur íslensk bönd hafa unnið þessi verðlaun í gegnum tíðina. „Við lítum mikið upp til þeirra og það er mikill heiður að komast á þennan stað. Við áttum alls ekki von á að vinna public choice verðlaunin enda eru það algjörlega public vote og það var ótrúlega gaman að vinna í flokki rapp/hiphop með atkvæðum frá þeim. Það er mikil gróska í Hip-Hop í Evrópu í dag og það er svo geggjað og frábært að fá viðurkenningu innan um alla þessa flottu tónlistarmenn.“ Þura segir að þær séu níu saman úti í Hollandi. „Við erum átta rapparar og DJ Karítas ásamt teyminu okkar og erum mjög spenntar fyrir tónleikunum okkar í kvöld. Við gáfum í nóvember út mixteip sem heitir Shrimpcocktail og erum að vinna að nýrri breiðskífu núna.“
Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira