Reykjavíkurdætur vinna til alþjóðlegra verðlauna Stefán Árni Pálsson skrifar 17. janúar 2019 15:45 Þura Stína og Reykjavíkurdætur gríðarlega sáttar við verðlaunin. Hér má sjá mynd af þeim þegar þær tóku við viðurkenningunni. „Þessi verðlaunahátíð er fyrir hljómsveitir sem eru að springa út og dómnefndin fannst skara fram úr í Evrópu árið 2018. Það er mikil viðurkenning fyrir okkur að fá þessi verðlaun sem styður okkur og hvetur okkur áfram í því sem við erum að gera,“ segir Þura Stína í Reykjavíkurdætrum, en bandið vann til verðlauna í Music Moves Europe Talent Awards í flokki rapp/hiphop fyrst allra íslenskra rappsveita. Verðlaunin eru veitt í samstarfi við Eurosonic-hátíðina. „Við unnum svo einnig Public Choice Awards sem var opin kosning og við var tilkynnt i gærkvöldi,“ segir Þura en sveitin kemur fram á Eurosonic í kvöld. „Hátíðin Eurosonic er haldin í Groningen í Hollandi og erum við að spila þar í annað skiptið. Fyrst spiluðum við á Eurosonic árið 2017 og við erum korter yfir ellefu í kvöld.“Konurnar í Reykjavíkurdætrum eru að gera frábæra hluti.Nokkur íslensk bönd hafa unnið þessi verðlaun í gegnum tíðina. „Við lítum mikið upp til þeirra og það er mikill heiður að komast á þennan stað. Við áttum alls ekki von á að vinna public choice verðlaunin enda eru það algjörlega public vote og það var ótrúlega gaman að vinna í flokki rapp/hiphop með atkvæðum frá þeim. Það er mikil gróska í Hip-Hop í Evrópu í dag og það er svo geggjað og frábært að fá viðurkenningu innan um alla þessa flottu tónlistarmenn.“ Þura segir að þær séu níu saman úti í Hollandi. „Við erum átta rapparar og DJ Karítas ásamt teyminu okkar og erum mjög spenntar fyrir tónleikunum okkar í kvöld. Við gáfum í nóvember út mixteip sem heitir Shrimpcocktail og erum að vinna að nýrri breiðskífu núna.“ Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Fleiri fréttir Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Þessi verðlaunahátíð er fyrir hljómsveitir sem eru að springa út og dómnefndin fannst skara fram úr í Evrópu árið 2018. Það er mikil viðurkenning fyrir okkur að fá þessi verðlaun sem styður okkur og hvetur okkur áfram í því sem við erum að gera,“ segir Þura Stína í Reykjavíkurdætrum, en bandið vann til verðlauna í Music Moves Europe Talent Awards í flokki rapp/hiphop fyrst allra íslenskra rappsveita. Verðlaunin eru veitt í samstarfi við Eurosonic-hátíðina. „Við unnum svo einnig Public Choice Awards sem var opin kosning og við var tilkynnt i gærkvöldi,“ segir Þura en sveitin kemur fram á Eurosonic í kvöld. „Hátíðin Eurosonic er haldin í Groningen í Hollandi og erum við að spila þar í annað skiptið. Fyrst spiluðum við á Eurosonic árið 2017 og við erum korter yfir ellefu í kvöld.“Konurnar í Reykjavíkurdætrum eru að gera frábæra hluti.Nokkur íslensk bönd hafa unnið þessi verðlaun í gegnum tíðina. „Við lítum mikið upp til þeirra og það er mikill heiður að komast á þennan stað. Við áttum alls ekki von á að vinna public choice verðlaunin enda eru það algjörlega public vote og það var ótrúlega gaman að vinna í flokki rapp/hiphop með atkvæðum frá þeim. Það er mikil gróska í Hip-Hop í Evrópu í dag og það er svo geggjað og frábært að fá viðurkenningu innan um alla þessa flottu tónlistarmenn.“ Þura segir að þær séu níu saman úti í Hollandi. „Við erum átta rapparar og DJ Karítas ásamt teyminu okkar og erum mjög spenntar fyrir tónleikunum okkar í kvöld. Við gáfum í nóvember út mixteip sem heitir Shrimpcocktail og erum að vinna að nýrri breiðskífu núna.“
Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Fleiri fréttir Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“