Bragðgóðir og hollir réttir Elín Albertsdóttir skrifar 20. janúar 2019 16:00 Bulgur er brotið hveiti sem líkist kúskús. Bulgur eru brotið hveiti sem er lagt í bleyti í sjóðandi vatn líkt og kúskús. Bulgur eru mjög gott með fiski eða kjúklingi. Hér eru frábærir léttir réttir sem öllum ætti að líka við á janúarkvöldi. Bulgursalat með kjúklingabringum Rétturinn er miðaður við fjóra.200 g bulgur4 kjúklingabringur1 msk. smjör til steikingar1 fennel6 vorlaukar5 sólþurrkaðir tómatar í olíu3 msk. smátt söxuð steinselja10 svartar ólífur2 msk. jómfrúarolía30 g heslihnetur Setjið bulgur í sjóðandi vatn eins og stendur á umbúðum. Kælið. Kryddið kjúklingabringurnar með salti og pipar. Steikið á pönnu á meðalhita í tvær mínútur á hvorri hlið. Leggið þá lok á pönnuna og eldið áfram í 6-8 mínútur. Skerið fennel og vorlauk smátt og saxið sólþurrkaða tómata. Setjið í skál ásamt bulgur, steinselju og blandið öllu saman. Skerið kjúklingabringurnar í sneiðar og raðið fallega ofan á salatið. Það er hægt að sleppa kjúklingnum í þessum rétti og vera með soðin egg í helmingum í staðinn. Kjúkling er hægt að matbúa á ótal vegu og alltaf verða til nýir réttir. Spænskur kjúklingur Þessi réttur er með kjúklingabaunum og ólífum. Hann er súper einfaldur og er góður með hrísgrjónum, kúskús eða bulgur.8-12 kjúklingalæri2 rauðlaukar6 hvítlauksrif200 g hakkaðir tómatar200 g kjúklingabaunir án vatnsGrænar ólífurÓlífuolíaPaprikuduft, salt og pipar Hitið ofninn í 200°C. Dreifið ólífuolíu í stórt eldfast form. Leggið kjúklingabitana í formið og vætið þá aðeins í olíunni á báðum hliðum. Látið skinnhliðina snúa upp. Skerið laukinn smátt niður og raðið í kringum kjúklingabitana. Kryddið yfir með paprikudufti og bragðbætið með salti og pipar. Setjið í heitan ofn og eldið í 30 mínútur. Takið þá formið út og takið kjúklinginn upp úr. Setjið tómatana út í kjötsafann ásamt pressuðum hvítlauk og hrærið saman. Bætið við salti og pipar ef þarf. Raðið kjúklingnum aftur í formið og deilið kjúklingabaunum og ólífum yfir. Formið er sett aftur inn í ofninn. Eldið áfram í 15 mínútur eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður. Kjúklingur í rjómasósu er vinsæll hjá allri fjölskyldunni. Bæði er hægt að hluta niður heilan kjúkling í slíkan rétt eða nota kjúklingabringur eða úrbeinuð læri. Franskur kjúklingaréttur Uppskriftin miðast við fjóra. Æðislegur kjúklingaréttur þar sem gott dijon-sinnepsbragðið fær að njóta sín. Þetta er afar einfaldur réttur og auðvelt að laga. 500 g úrbeinuð kjúklingalæri200 g perlulaukarSmjör til steikingar½ tsk. þurrkað timían1 tsk. þurrkað estragon½ tsk. múskat2 msk. dijon sinnep2 dl bjór3 dl rjómiSaltNýmalaður piparFerskt estragon til skreytingar í lokin Kjúklingurinn er bragðbættur með salti og pipar. Brúnið kjúklinginn með lauk í smjöri og olíu á pönnu. Bætið við kryddi sem er talið upp og sinnepi. Þá er bjórinn settur saman við og suðan látin koma upp. Loks er rjóminn látinn út í og allt látið malla í um það bil 15 mínútur eða þar til sósan hefur þykknað örlítið. Kjúklinginn má bera fram með kartöflum, bulgur eða hrísgrjónum eftir smekk. Uppskriftir Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Bulgur eru brotið hveiti sem er lagt í bleyti í sjóðandi vatn líkt og kúskús. Bulgur eru mjög gott með fiski eða kjúklingi. Hér eru frábærir léttir réttir sem öllum ætti að líka við á janúarkvöldi. Bulgursalat með kjúklingabringum Rétturinn er miðaður við fjóra.200 g bulgur4 kjúklingabringur1 msk. smjör til steikingar1 fennel6 vorlaukar5 sólþurrkaðir tómatar í olíu3 msk. smátt söxuð steinselja10 svartar ólífur2 msk. jómfrúarolía30 g heslihnetur Setjið bulgur í sjóðandi vatn eins og stendur á umbúðum. Kælið. Kryddið kjúklingabringurnar með salti og pipar. Steikið á pönnu á meðalhita í tvær mínútur á hvorri hlið. Leggið þá lok á pönnuna og eldið áfram í 6-8 mínútur. Skerið fennel og vorlauk smátt og saxið sólþurrkaða tómata. Setjið í skál ásamt bulgur, steinselju og blandið öllu saman. Skerið kjúklingabringurnar í sneiðar og raðið fallega ofan á salatið. Það er hægt að sleppa kjúklingnum í þessum rétti og vera með soðin egg í helmingum í staðinn. Kjúkling er hægt að matbúa á ótal vegu og alltaf verða til nýir réttir. Spænskur kjúklingur Þessi réttur er með kjúklingabaunum og ólífum. Hann er súper einfaldur og er góður með hrísgrjónum, kúskús eða bulgur.8-12 kjúklingalæri2 rauðlaukar6 hvítlauksrif200 g hakkaðir tómatar200 g kjúklingabaunir án vatnsGrænar ólífurÓlífuolíaPaprikuduft, salt og pipar Hitið ofninn í 200°C. Dreifið ólífuolíu í stórt eldfast form. Leggið kjúklingabitana í formið og vætið þá aðeins í olíunni á báðum hliðum. Látið skinnhliðina snúa upp. Skerið laukinn smátt niður og raðið í kringum kjúklingabitana. Kryddið yfir með paprikudufti og bragðbætið með salti og pipar. Setjið í heitan ofn og eldið í 30 mínútur. Takið þá formið út og takið kjúklinginn upp úr. Setjið tómatana út í kjötsafann ásamt pressuðum hvítlauk og hrærið saman. Bætið við salti og pipar ef þarf. Raðið kjúklingnum aftur í formið og deilið kjúklingabaunum og ólífum yfir. Formið er sett aftur inn í ofninn. Eldið áfram í 15 mínútur eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður. Kjúklingur í rjómasósu er vinsæll hjá allri fjölskyldunni. Bæði er hægt að hluta niður heilan kjúkling í slíkan rétt eða nota kjúklingabringur eða úrbeinuð læri. Franskur kjúklingaréttur Uppskriftin miðast við fjóra. Æðislegur kjúklingaréttur þar sem gott dijon-sinnepsbragðið fær að njóta sín. Þetta er afar einfaldur réttur og auðvelt að laga. 500 g úrbeinuð kjúklingalæri200 g perlulaukarSmjör til steikingar½ tsk. þurrkað timían1 tsk. þurrkað estragon½ tsk. múskat2 msk. dijon sinnep2 dl bjór3 dl rjómiSaltNýmalaður piparFerskt estragon til skreytingar í lokin Kjúklingurinn er bragðbættur með salti og pipar. Brúnið kjúklinginn með lauk í smjöri og olíu á pönnu. Bætið við kryddi sem er talið upp og sinnepi. Þá er bjórinn settur saman við og suðan látin koma upp. Loks er rjóminn látinn út í og allt látið malla í um það bil 15 mínútur eða þar til sósan hefur þykknað örlítið. Kjúklinginn má bera fram með kartöflum, bulgur eða hrísgrjónum eftir smekk.
Uppskriftir Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið