Þriggja mánaða fangelsi fyrir typpamyndir og tilraun til vændiskaupa Andri Eysteinsson skrifar 18. janúar 2019 19:05 Landsréttur staðfesti dóm Héraðdóms Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni á fertugsaldri sem hafði verið sakfelldur fyrir brot gegn 199. gr. og 1 mgr. 206. gr. almennra hegningarlaga nr.19/1940. Maðurinn hafði á tæpum sólarhring sent ókunnugri konu fjölda kynferðislegra texta- og myndskilaboða þar sem hann hét henni ítrekað greiðslu fyrir kynlíf og sendi henni þrjár myndir af getnaðarlim sínum. Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Reykjavíkur, 17. desember 2017, en Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar, 26. janúar 2018, eftir áfrýjun ákærða. Ákærði krafðist aðallega sýknu fyrir Landsrétti en til vara að refsing hans yrði milduð. Ákæruvaldið krafðist þess að hinn áfrýjaði dómur Héraðsdóms yrði staðfestur. Ákærði var dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Fullnustu refsingarinnar var þó frestað skilorðsbundið í tvö ár. Einnig var manninum gert að greiða brotaþola 250.000 krónur í miskabætur. Landsréttur, skipaður þremur dómurum, úrskurðaði í dag að ekki skyldi raska við hinum áfrýjaða dómi. Ákærða var því gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins.Hér má skilaboðin sem ákærði sendi brotaþola 22. og 23. september 2015Skjáskot/ Landsréttur.Sendi brotaþola þrjár typpamyndir á tveimur mínútumMálsatvik koma fram í upphaflegum dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá 2017, þar kemur fram að brotaþoli hafi lagt fram kæru á hendur ákærða í lok september 2015 vegna kynferðisbrots. Brotaþoli hafi fengið smáskilaboð á ensku með spurningu um hvað hún tæki fyrir klukkustund. Seinna hafi komið boð um fjárhæð. Þrátt fyrir það að brotaþoli hafi látið ákærða vita að um væri að ræða vitlaust símanúmer barst henni fleiri skilaboð, bæði textaskilaboð og einnig þrjár „ógeðslegar typpamyndir“ Ákærði neitaði fyrir dómi sök en viðurkenndi að hafa sent öll skilaboðin sem greint var frá. Taldi hann sig eiga í samskiptum við aðra konu sem hann hafði ætlað að kaupa tantranudd hjá. Konan hafi verið erlend og því hafi hann sent skilaboðin á ensku. Hann hafði verið í Facebook-samskiptum við hana áður. Svör brotaþola hafi hann túlkað sem varkárni. Hann lýsti því yfir að hann hafi fundið símanúmerið á vef tantrasetursins og sagði skilaboðin hafa verið send meira í gríni en alvöru. Héraðsdómur komst að þeirra niðurstöðu að brotið hafi verið gegn 199. gr. og 1. Mgr. 206. gr. Almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þau ákvæði hljóða svo:199. gr.Hver sem gerist sekur um kynferðislega áreitni skal sæta fangelsi allt að 2 árum. Kynferðisleg áreitni felst m.a. í því að strjúka, þukla eða káfa á kynfærum eða brjóstum annars manns innan klæða sem utan, enn fremur í táknrænni hegðun eða orðbragði sem er mjög meiðandi, ítrekað eða til þess fallið að valda ótta.1. Mgr. 206. gr.Hver sem greiðir eða heitir greiðslu eða annars konar endurgjaldi fyrir vændi skal sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári. Dómsmál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Köttur drapst úr fuglaflensu örskömmu eftir komuna á nýtt heimili Titringur á Alþingi Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni á fertugsaldri sem hafði verið sakfelldur fyrir brot gegn 199. gr. og 1 mgr. 206. gr. almennra hegningarlaga nr.19/1940. Maðurinn hafði á tæpum sólarhring sent ókunnugri konu fjölda kynferðislegra texta- og myndskilaboða þar sem hann hét henni ítrekað greiðslu fyrir kynlíf og sendi henni þrjár myndir af getnaðarlim sínum. Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Reykjavíkur, 17. desember 2017, en Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar, 26. janúar 2018, eftir áfrýjun ákærða. Ákærði krafðist aðallega sýknu fyrir Landsrétti en til vara að refsing hans yrði milduð. Ákæruvaldið krafðist þess að hinn áfrýjaði dómur Héraðsdóms yrði staðfestur. Ákærði var dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Fullnustu refsingarinnar var þó frestað skilorðsbundið í tvö ár. Einnig var manninum gert að greiða brotaþola 250.000 krónur í miskabætur. Landsréttur, skipaður þremur dómurum, úrskurðaði í dag að ekki skyldi raska við hinum áfrýjaða dómi. Ákærða var því gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins.Hér má skilaboðin sem ákærði sendi brotaþola 22. og 23. september 2015Skjáskot/ Landsréttur.Sendi brotaþola þrjár typpamyndir á tveimur mínútumMálsatvik koma fram í upphaflegum dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá 2017, þar kemur fram að brotaþoli hafi lagt fram kæru á hendur ákærða í lok september 2015 vegna kynferðisbrots. Brotaþoli hafi fengið smáskilaboð á ensku með spurningu um hvað hún tæki fyrir klukkustund. Seinna hafi komið boð um fjárhæð. Þrátt fyrir það að brotaþoli hafi látið ákærða vita að um væri að ræða vitlaust símanúmer barst henni fleiri skilaboð, bæði textaskilaboð og einnig þrjár „ógeðslegar typpamyndir“ Ákærði neitaði fyrir dómi sök en viðurkenndi að hafa sent öll skilaboðin sem greint var frá. Taldi hann sig eiga í samskiptum við aðra konu sem hann hafði ætlað að kaupa tantranudd hjá. Konan hafi verið erlend og því hafi hann sent skilaboðin á ensku. Hann hafði verið í Facebook-samskiptum við hana áður. Svör brotaþola hafi hann túlkað sem varkárni. Hann lýsti því yfir að hann hafi fundið símanúmerið á vef tantrasetursins og sagði skilaboðin hafa verið send meira í gríni en alvöru. Héraðsdómur komst að þeirra niðurstöðu að brotið hafi verið gegn 199. gr. og 1. Mgr. 206. gr. Almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þau ákvæði hljóða svo:199. gr.Hver sem gerist sekur um kynferðislega áreitni skal sæta fangelsi allt að 2 árum. Kynferðisleg áreitni felst m.a. í því að strjúka, þukla eða káfa á kynfærum eða brjóstum annars manns innan klæða sem utan, enn fremur í táknrænni hegðun eða orðbragði sem er mjög meiðandi, ítrekað eða til þess fallið að valda ótta.1. Mgr. 206. gr.Hver sem greiðir eða heitir greiðslu eða annars konar endurgjaldi fyrir vændi skal sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári.
Dómsmál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Köttur drapst úr fuglaflensu örskömmu eftir komuna á nýtt heimili Titringur á Alþingi Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Sjá meira