Þriggja mánaða fangelsi fyrir typpamyndir og tilraun til vændiskaupa Andri Eysteinsson skrifar 18. janúar 2019 19:05 Landsréttur staðfesti dóm Héraðdóms Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni á fertugsaldri sem hafði verið sakfelldur fyrir brot gegn 199. gr. og 1 mgr. 206. gr. almennra hegningarlaga nr.19/1940. Maðurinn hafði á tæpum sólarhring sent ókunnugri konu fjölda kynferðislegra texta- og myndskilaboða þar sem hann hét henni ítrekað greiðslu fyrir kynlíf og sendi henni þrjár myndir af getnaðarlim sínum. Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Reykjavíkur, 17. desember 2017, en Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar, 26. janúar 2018, eftir áfrýjun ákærða. Ákærði krafðist aðallega sýknu fyrir Landsrétti en til vara að refsing hans yrði milduð. Ákæruvaldið krafðist þess að hinn áfrýjaði dómur Héraðsdóms yrði staðfestur. Ákærði var dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Fullnustu refsingarinnar var þó frestað skilorðsbundið í tvö ár. Einnig var manninum gert að greiða brotaþola 250.000 krónur í miskabætur. Landsréttur, skipaður þremur dómurum, úrskurðaði í dag að ekki skyldi raska við hinum áfrýjaða dómi. Ákærða var því gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins.Hér má skilaboðin sem ákærði sendi brotaþola 22. og 23. september 2015Skjáskot/ Landsréttur.Sendi brotaþola þrjár typpamyndir á tveimur mínútumMálsatvik koma fram í upphaflegum dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá 2017, þar kemur fram að brotaþoli hafi lagt fram kæru á hendur ákærða í lok september 2015 vegna kynferðisbrots. Brotaþoli hafi fengið smáskilaboð á ensku með spurningu um hvað hún tæki fyrir klukkustund. Seinna hafi komið boð um fjárhæð. Þrátt fyrir það að brotaþoli hafi látið ákærða vita að um væri að ræða vitlaust símanúmer barst henni fleiri skilaboð, bæði textaskilaboð og einnig þrjár „ógeðslegar typpamyndir“ Ákærði neitaði fyrir dómi sök en viðurkenndi að hafa sent öll skilaboðin sem greint var frá. Taldi hann sig eiga í samskiptum við aðra konu sem hann hafði ætlað að kaupa tantranudd hjá. Konan hafi verið erlend og því hafi hann sent skilaboðin á ensku. Hann hafði verið í Facebook-samskiptum við hana áður. Svör brotaþola hafi hann túlkað sem varkárni. Hann lýsti því yfir að hann hafi fundið símanúmerið á vef tantrasetursins og sagði skilaboðin hafa verið send meira í gríni en alvöru. Héraðsdómur komst að þeirra niðurstöðu að brotið hafi verið gegn 199. gr. og 1. Mgr. 206. gr. Almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þau ákvæði hljóða svo:199. gr.Hver sem gerist sekur um kynferðislega áreitni skal sæta fangelsi allt að 2 árum. Kynferðisleg áreitni felst m.a. í því að strjúka, þukla eða káfa á kynfærum eða brjóstum annars manns innan klæða sem utan, enn fremur í táknrænni hegðun eða orðbragði sem er mjög meiðandi, ítrekað eða til þess fallið að valda ótta.1. Mgr. 206. gr.Hver sem greiðir eða heitir greiðslu eða annars konar endurgjaldi fyrir vændi skal sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári. Dómsmál Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni á fertugsaldri sem hafði verið sakfelldur fyrir brot gegn 199. gr. og 1 mgr. 206. gr. almennra hegningarlaga nr.19/1940. Maðurinn hafði á tæpum sólarhring sent ókunnugri konu fjölda kynferðislegra texta- og myndskilaboða þar sem hann hét henni ítrekað greiðslu fyrir kynlíf og sendi henni þrjár myndir af getnaðarlim sínum. Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Reykjavíkur, 17. desember 2017, en Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar, 26. janúar 2018, eftir áfrýjun ákærða. Ákærði krafðist aðallega sýknu fyrir Landsrétti en til vara að refsing hans yrði milduð. Ákæruvaldið krafðist þess að hinn áfrýjaði dómur Héraðsdóms yrði staðfestur. Ákærði var dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Fullnustu refsingarinnar var þó frestað skilorðsbundið í tvö ár. Einnig var manninum gert að greiða brotaþola 250.000 krónur í miskabætur. Landsréttur, skipaður þremur dómurum, úrskurðaði í dag að ekki skyldi raska við hinum áfrýjaða dómi. Ákærða var því gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins.Hér má skilaboðin sem ákærði sendi brotaþola 22. og 23. september 2015Skjáskot/ Landsréttur.Sendi brotaþola þrjár typpamyndir á tveimur mínútumMálsatvik koma fram í upphaflegum dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá 2017, þar kemur fram að brotaþoli hafi lagt fram kæru á hendur ákærða í lok september 2015 vegna kynferðisbrots. Brotaþoli hafi fengið smáskilaboð á ensku með spurningu um hvað hún tæki fyrir klukkustund. Seinna hafi komið boð um fjárhæð. Þrátt fyrir það að brotaþoli hafi látið ákærða vita að um væri að ræða vitlaust símanúmer barst henni fleiri skilaboð, bæði textaskilaboð og einnig þrjár „ógeðslegar typpamyndir“ Ákærði neitaði fyrir dómi sök en viðurkenndi að hafa sent öll skilaboðin sem greint var frá. Taldi hann sig eiga í samskiptum við aðra konu sem hann hafði ætlað að kaupa tantranudd hjá. Konan hafi verið erlend og því hafi hann sent skilaboðin á ensku. Hann hafði verið í Facebook-samskiptum við hana áður. Svör brotaþola hafi hann túlkað sem varkárni. Hann lýsti því yfir að hann hafi fundið símanúmerið á vef tantrasetursins og sagði skilaboðin hafa verið send meira í gríni en alvöru. Héraðsdómur komst að þeirra niðurstöðu að brotið hafi verið gegn 199. gr. og 1. Mgr. 206. gr. Almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Þau ákvæði hljóða svo:199. gr.Hver sem gerist sekur um kynferðislega áreitni skal sæta fangelsi allt að 2 árum. Kynferðisleg áreitni felst m.a. í því að strjúka, þukla eða káfa á kynfærum eða brjóstum annars manns innan klæða sem utan, enn fremur í táknrænni hegðun eða orðbragði sem er mjög meiðandi, ítrekað eða til þess fallið að valda ótta.1. Mgr. 206. gr.Hver sem greiðir eða heitir greiðslu eða annars konar endurgjaldi fyrir vændi skal sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári.
Dómsmál Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Sjá meira