Hafþór Júlíus fékk staðgengil í nýjustu seríu Game of Thrones Benedikt Bóas skrifar 19. janúar 2019 09:00 Hafþór Júlíus Björnsson við tökur á Game of Thrones. Trúlega er þetta í fjórðu seríu, í bardaganum við Oberyn Martell þar sem Fjallið hafði betur eftir magnaða bardagasenu. Gríðarleg leynd hefur fylgt tökunum á þessari síðustu seríu Game of Thrones þar sem sögulok verða. Hvítgenglarnir hafa rofið vegginn og marsera í takt suður á boginn. Þannig endaði síðasta sería og bíða aðdáendur óþreyjufullir eftir framvindu mála. „Í öllum seríum fyrir utan þessa seríu, sem við vorum að klára að taka upp, var ég aldrei með áhættuleikara, ég gerði alltaf allt sjálfur. Núna var ég með staðgengil, eða áhættuleikara, en ég get ekki farið út í smáatriði. Hann var stór og hávaxinn, ekki eins massaður en mjög hávaxinn,“ segir Hafþór í samtali við Mashable. Breska blaðið Metro segir frá því að senurnar sem Hafþór fékk staðgengilinn til að taka þátt í, hafi verið svo krefjandi að Hafþór hafi hreinlega ekki mátt gera þær. Þess má geta að Hafþór hefur tekið þátt í öllum sínum bardagasenum og sveiflað ógnarstóru sverðinu eins og hann hafi ekki gert neitt annað svo aðdáendur búast við einhverri brjálaðri bardagasenu. „Áhorfendur geta búist við stórkostlegri seríu. Ég veit auðvitað ekki allt en ég er fáránlega spenntur að sjá seríuna sem var klárlega erfiðasta serían sem ég hef tekið þátt í af Game of Thrones,“ bætir hann við. Hafþór Júlíus leikur Gregor Clegane sem kallaður er Fjallið enda ógnarstór og vöðvamikill. Hann er eldri bróðir Hundsins, einhvers stórkostlegasta karakters sem birst hefur í sjónvarpi. Hafþór tók við hlutverkinu í fjórðu seríu og hefur slegið í gegn enda Fjallið skapmikið og notar styrk sinn jafnvel til að kremja fólk og drepa. Hann hefur ekki talað í seríunni síðan hann vann Oberyn Martell í bardaga í fjórðu seríu. Hann hefur þó látið verkin tala svo eftir hefur verið tekið um allan heim. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Fleiri fréttir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Sjá meira
Gríðarleg leynd hefur fylgt tökunum á þessari síðustu seríu Game of Thrones þar sem sögulok verða. Hvítgenglarnir hafa rofið vegginn og marsera í takt suður á boginn. Þannig endaði síðasta sería og bíða aðdáendur óþreyjufullir eftir framvindu mála. „Í öllum seríum fyrir utan þessa seríu, sem við vorum að klára að taka upp, var ég aldrei með áhættuleikara, ég gerði alltaf allt sjálfur. Núna var ég með staðgengil, eða áhættuleikara, en ég get ekki farið út í smáatriði. Hann var stór og hávaxinn, ekki eins massaður en mjög hávaxinn,“ segir Hafþór í samtali við Mashable. Breska blaðið Metro segir frá því að senurnar sem Hafþór fékk staðgengilinn til að taka þátt í, hafi verið svo krefjandi að Hafþór hafi hreinlega ekki mátt gera þær. Þess má geta að Hafþór hefur tekið þátt í öllum sínum bardagasenum og sveiflað ógnarstóru sverðinu eins og hann hafi ekki gert neitt annað svo aðdáendur búast við einhverri brjálaðri bardagasenu. „Áhorfendur geta búist við stórkostlegri seríu. Ég veit auðvitað ekki allt en ég er fáránlega spenntur að sjá seríuna sem var klárlega erfiðasta serían sem ég hef tekið þátt í af Game of Thrones,“ bætir hann við. Hafþór Júlíus leikur Gregor Clegane sem kallaður er Fjallið enda ógnarstór og vöðvamikill. Hann er eldri bróðir Hundsins, einhvers stórkostlegasta karakters sem birst hefur í sjónvarpi. Hafþór tók við hlutverkinu í fjórðu seríu og hefur slegið í gegn enda Fjallið skapmikið og notar styrk sinn jafnvel til að kremja fólk og drepa. Hann hefur ekki talað í seríunni síðan hann vann Oberyn Martell í bardaga í fjórðu seríu. Hann hefur þó látið verkin tala svo eftir hefur verið tekið um allan heim.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Fleiri fréttir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Sjá meira