Myndirnar sem beðið er eftir árið 2019 Birgir Olgeirsson skrifar 19. janúar 2019 22:45 Leonardo DiCaprio og Brad Pitt leika aðalhlutverkin í Tarantino-myndinni Once Upon a Time in Hollywood. Það eru vafalaust margir sem bíða spenntir eftir brakandi ferskum kvikmyndum í bíóhúsin á nýju ári. Hér fyrir neðan má sjá upptalningu á þeim myndum sem eru taldar eiga eftir að njóta ýmist mikilla vinsælda eða vekja einstaka athygli á árinu 2019.Avengers: Endgame Fyrst á blað er ofurhetjumyndin Avengers: Endgame. Myndin er beint framhald Avengers: Infinity War en hún mun fjalla um eftirköst fingrasmells Thanosar og hvernig Tony Stark og félagar ná að snúa þeim gjörningi við, ef það tekst yfir höfuð. Myndin er væntanlega í kvikmyndahús 26. apríl næstkomandi og verður væntanlega á topplistum yfir vinsælustu kvikmyndir ársins.Joker Hér fer stórleikarinn Joaquin Phoenix í hlutverk trúðsins sem almennt er talinn eitt hættulegasta illmennið sem Batman og félagar hafa þurft að eiga við. Er um að ræða nokkurskonar upprunasögu Jókersins en Phoenix mun leika mann sem hefur reynt eftir að veikum mætti að slá í gegn sem uppistandari. Leikstjóri myndarinnar er Todd Phillips en myndin er innblásin af teiknimyndasögu Alan Moore en myndin sjálf mun ekki hafa nein tengsl við DC-kvikmyndaheiminn sjálfan. Þar hefur Jared Leto til dæmis leikið trúðinn í Suicide Squad. Myndin verður frumsýnd 4. október.Toy Story 4 Fjórða myndin í þessari geysivinsælu teiknimyndaseríu. Fyrsta myndin kom út fyrir nærri aldarfjórðungi, eða árið 1995, en nú er leikföngin komin í eigu Bonnie. Þurfa Buzz Lightyear Woody og Herra Kartöfluhaus að aðlagast nýjum leikföngum og ekki allt eins og á verður kosið. Myndin verður frumsýnd 21. júní.The Lego Movie 2: The Second Part Fyrri myndin varð afar vinsæl fyrir nokkrum árum síðan og varð til þess að nokkrar aðrar Lego-myndir litu dagsins ljós. Myndin gerist fimm árum eftir atburði fyrstu Lego-myndarinnar en að þessu sinni þarf aðalsöguhetjan Emmet að eiga við Sweet Mayhem sem ferðaðist frá framandi stað til jarðarinnar til að ræna vinum hans Emmet. Myndin verður frumsýnd 8. febrúar.Captain Marvel Um er að ræða fyrstu Marvel-myndin þar sem ofurkona er í aðalhlutverki, Carol Danvers, en hún er leikin af Óskarsverðlaunahafanum Brie Larson. Captain Marvel er sögð öflugasta ofurhetja Marvel heimsins en hún gerist nokkrum áratugum á undan Marvel-atburðunum sem áhorfendur hafa fylgst með undanfarin ár. Myndin verður frumsýnd 8. mars næstkomandi. Us Önnur mynd Óskarsverðlaunahafans Jordan Peele sem sló rækilega í gegn með myndinni Get Out. Hann sjálfur hefur lofað hreinræktaðri hrollvekju í þetta skiptið en með aðalhlutverk fara Winston Duke og Óskarsverðlaunahafinn Lupita Nyong´o. Myndin segir frá fjölskyldu sem er hrellt af dularfullum hópi sem inniheldur afmyndaða tvífara þeirra. Myndin verður frumsýnd 15. marsDumbo Tim Burton er leikstjóri þessarar myndar en um er að ræða leikna mynd með Evu Green og Colin Farrell í aðalhlutverkum. Um er að ræða sígilda Disney-sögu um fílinn Dumbo sem er með risavaxin eyru sem gera honum kleift að fljúga. Myndin verður frumsýnd 29. marsShazam DC-kvikmyndaheimurinn stækkar ögn með tilkomu þessarar myndar sem segir frá ungum dreng sem öðlast ofurkrafta á undraverðan hátt. Myndin verður frumsýnd 5. aprílPet Sematary Myndin er byggð á samnefndri sögu rithöfundarins Stephen King. Myndin mun segja frá fjölskyldu sem flytur á afskekktan stað og verður fyrir ýmsum skakkaföllum. Kötturinn þeirra drepst er hann verður fyrir bíl og ákveður fjölskyldufaðirinn að grafa hann í nálægum gæludýragrafreit og upphefst þá óhugnanleg atburðarás. Myndin verður frumsýnd 5. aprílJohn Wick: Chapter 3 Þriðja myndin um leigumorðingjann John Wick sem þarf heldur betur að taka á honum stóra sínum, í þriðja skiptið. Hér er ekki verið að finna upp hjólið, bara gamaldags hasar sem gleður augað. Myndin verður frumsýnd 17. maí.Rocketman Fannst þér Bohemian Rhapsody, myndin um bresku sveitina Queen, skemmtileg? Þá hefur þú eitthvað til að hlakka til því væntanleg er mynd um breska tónlistarmanninn Elton John. Leikstjórinn er Dexter Fletcher sem kom að gerð Bohemian Rhapsody eftir að Bryan Singer var rekinn úr leikstjórastólnum. Hinn ungi og efnilegi Taron Egerton leikur tónlistarmanninn í þessari mynd sem verður frumsýnd 17. maí.Aladdin Þetta er leikin mynd frá leikstjóranum Guy Ritchie en margir muna eflaust eftir samnefndri teiknimynd. Will Smith mun leika andann í þessari mynd en Robin Williams heitinn ljáði andanum rödd sína í teiknimyndinni með eftirminnilegum hætti. Myndin verður frumsýnd 24. maí Godzilla: King of Monsters Það eru til stórslysmyndir og svo eru það hamfaramyndir. Þessi fellur væntanlega í annan hvorn flokkinn en öll heimsbyggðin er væntanlega undir þegar Godzilla þarf að kljást við ófreskjur til að bjarga jörðinni frá tortímingu. Myndin verður frumsýnd 31. maí X-Men: Dark Phoenix Um er að ræða tólftu X-Men-myndina en hún er beint framhald X-Men: Apocalypse sem kom út árið 2016. Í þetta skiptið þurfa X-Men að standa saman gegn sínum eigin liðsfélaga þegar hið myrka afl, Dark Phoenix, tekur yfir líkama hennar. Myndin verður frumsýnd 7. júní.Men In Black: International Fjórða myndin um svartklæddu mennina en í þetta skiptið eru Will Smith og Tommy Lee Jones fjarri góðu gamni. Chris Hemsworth og Tessa Thompson taka við keflinu en þau sáust síðast saman í myndinni Thor: Ragnarök. Myndin verður frumsýnd 14. júní. Spider-Man: Far From Home Peter Parker fer í mikla Evrópureisu en skilur búninginn eftir heima. Það vill þó væntanlega enginn horfa á Spider-Man mynd án Kóngulóarmannsins og elta vandræðin hann uppi. Hann nýtur liðsinnis Nick Fury, leikinn af Samuel L. Jackson, og hittir fyrir ómennið Mysterion, leikinn af Jake Gyllenhall. Myndin verður frumsýnd 5. júlí The Lion King Endurgerð á þessu sívinsæla Disney-ævintýri þar sem Donald Glover talar fyrir Simba, Beyoncé fyrir Nölu og James Earl Jones snýr aftur sem Mufasa. Myndin verður frumsýnd 19. júlíOnce Upon a Time in Hollywood Leikstjórinn Quentin Tarantino ræðst ekki í garðinn þar sem hann er lægstur í næstu mynd. Umfjöllunarefnið er meðal annars ódæði Manson-fjölskyldunnar en myndin mun segja frá tveimur félögum, sem Leonardo DiCaprio og Brad Pitt leika, sem vonast til að slá í gegn í kvikmyndabransanum undir lok sjöunda áratugar síðustu aldar. Myndin verður frumsýnd 26. júlí næstkomandi.Fast & Furious Presents: Hobbs and Shaw Þetta verður væntanlega harðasta myndin í ár. Segir frá Hobbs og Shaw, sem Dwayne Johnson og Jason Statham leika, sem hafa slegist áður í Fast & the Furious-myndunum. Hér fá þeir sína eigin mynd en Idris Elba og Vanessa Kirby munu einnig leika í henni. Myndin verður frumsýnd 26. júlí. It: Chapter Two Um er að ræða framhald myndarinnar It sem kom út árið 2017 og gerði það að verkum að margir urðu logandi hræddir við að líta í átt að göturæsum. It er skáldsaga eftir Stephen King en fyrri myndin sagði frá hvarfi hins sjö ára gamla Georgie og hvernig hið illa afl, sem var kallað IT, herjaði á unga krakka. Í seinni myndinni er vinahópurinn orðinn 27 árum eldri og staðráðinn í að ráða niðurlögum þessarar óværu. Myndin verður frumsýnd 6. september.Downton Abbey Fjórum árum eftir að Downton Abbey sjónvarpsseríunni lauk fá aðdáendur loksins að sjá kvikmyndina. Myndin verður frumsýnd 20. septemberThe Goldfinch Byggð á samnefndri sögu Donnu Tartt sem hlaut Pulitzer-verðlaunum. Myndin fjallar um líf Theodore Decker frá því að hann kemst lífs af frá hryðjuverkaárás á Metropolitian-listasafninu þar sem móðir hans lætur lífið. Í ringulreiðinni sem skapast tekur hann óvart með sér hollenska málverkið sem kallast The Goldfinch en verkið veitir honum mikinn innblástur. Hann er settur í fóstur hjá auðugri fjölskyldu en fetar glæpabrautina og flækist í listaverkafölsun. Með aðalhlutverk í myndinni fara Nicole Kidman og Luke Kleintank. Myndin verður frumsýnd 11. október Terminator-mynd Myndin hefur ekki hlotið titil en Arnold Schwarzenegger verður í henni sem T-800 vélmennið sem allir elska. Linda Hamilton bregður sér einnig aftur í hlutverk Söruh Connor. Síðast sást Arnie í Terminator: Genesys árið 2015. Myndin verður frumsýnd 1. nóvemberStar Wars: Episode IX Níunda Stjörnustríðsmyndin verður frumsýnd í desember en leikstjórinn J.J. Abrams snýr aftur. Um er að ræða síðustu myndina í þessum sögukafla og verða því væntanlega málalok á þeirri framvindu sem hófst með myndinni The Force Awakens sem Abrams leikstýrði. Bíó og sjónvarp Disney Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Það eru vafalaust margir sem bíða spenntir eftir brakandi ferskum kvikmyndum í bíóhúsin á nýju ári. Hér fyrir neðan má sjá upptalningu á þeim myndum sem eru taldar eiga eftir að njóta ýmist mikilla vinsælda eða vekja einstaka athygli á árinu 2019.Avengers: Endgame Fyrst á blað er ofurhetjumyndin Avengers: Endgame. Myndin er beint framhald Avengers: Infinity War en hún mun fjalla um eftirköst fingrasmells Thanosar og hvernig Tony Stark og félagar ná að snúa þeim gjörningi við, ef það tekst yfir höfuð. Myndin er væntanlega í kvikmyndahús 26. apríl næstkomandi og verður væntanlega á topplistum yfir vinsælustu kvikmyndir ársins.Joker Hér fer stórleikarinn Joaquin Phoenix í hlutverk trúðsins sem almennt er talinn eitt hættulegasta illmennið sem Batman og félagar hafa þurft að eiga við. Er um að ræða nokkurskonar upprunasögu Jókersins en Phoenix mun leika mann sem hefur reynt eftir að veikum mætti að slá í gegn sem uppistandari. Leikstjóri myndarinnar er Todd Phillips en myndin er innblásin af teiknimyndasögu Alan Moore en myndin sjálf mun ekki hafa nein tengsl við DC-kvikmyndaheiminn sjálfan. Þar hefur Jared Leto til dæmis leikið trúðinn í Suicide Squad. Myndin verður frumsýnd 4. október.Toy Story 4 Fjórða myndin í þessari geysivinsælu teiknimyndaseríu. Fyrsta myndin kom út fyrir nærri aldarfjórðungi, eða árið 1995, en nú er leikföngin komin í eigu Bonnie. Þurfa Buzz Lightyear Woody og Herra Kartöfluhaus að aðlagast nýjum leikföngum og ekki allt eins og á verður kosið. Myndin verður frumsýnd 21. júní.The Lego Movie 2: The Second Part Fyrri myndin varð afar vinsæl fyrir nokkrum árum síðan og varð til þess að nokkrar aðrar Lego-myndir litu dagsins ljós. Myndin gerist fimm árum eftir atburði fyrstu Lego-myndarinnar en að þessu sinni þarf aðalsöguhetjan Emmet að eiga við Sweet Mayhem sem ferðaðist frá framandi stað til jarðarinnar til að ræna vinum hans Emmet. Myndin verður frumsýnd 8. febrúar.Captain Marvel Um er að ræða fyrstu Marvel-myndin þar sem ofurkona er í aðalhlutverki, Carol Danvers, en hún er leikin af Óskarsverðlaunahafanum Brie Larson. Captain Marvel er sögð öflugasta ofurhetja Marvel heimsins en hún gerist nokkrum áratugum á undan Marvel-atburðunum sem áhorfendur hafa fylgst með undanfarin ár. Myndin verður frumsýnd 8. mars næstkomandi. Us Önnur mynd Óskarsverðlaunahafans Jordan Peele sem sló rækilega í gegn með myndinni Get Out. Hann sjálfur hefur lofað hreinræktaðri hrollvekju í þetta skiptið en með aðalhlutverk fara Winston Duke og Óskarsverðlaunahafinn Lupita Nyong´o. Myndin segir frá fjölskyldu sem er hrellt af dularfullum hópi sem inniheldur afmyndaða tvífara þeirra. Myndin verður frumsýnd 15. marsDumbo Tim Burton er leikstjóri þessarar myndar en um er að ræða leikna mynd með Evu Green og Colin Farrell í aðalhlutverkum. Um er að ræða sígilda Disney-sögu um fílinn Dumbo sem er með risavaxin eyru sem gera honum kleift að fljúga. Myndin verður frumsýnd 29. marsShazam DC-kvikmyndaheimurinn stækkar ögn með tilkomu þessarar myndar sem segir frá ungum dreng sem öðlast ofurkrafta á undraverðan hátt. Myndin verður frumsýnd 5. aprílPet Sematary Myndin er byggð á samnefndri sögu rithöfundarins Stephen King. Myndin mun segja frá fjölskyldu sem flytur á afskekktan stað og verður fyrir ýmsum skakkaföllum. Kötturinn þeirra drepst er hann verður fyrir bíl og ákveður fjölskyldufaðirinn að grafa hann í nálægum gæludýragrafreit og upphefst þá óhugnanleg atburðarás. Myndin verður frumsýnd 5. aprílJohn Wick: Chapter 3 Þriðja myndin um leigumorðingjann John Wick sem þarf heldur betur að taka á honum stóra sínum, í þriðja skiptið. Hér er ekki verið að finna upp hjólið, bara gamaldags hasar sem gleður augað. Myndin verður frumsýnd 17. maí.Rocketman Fannst þér Bohemian Rhapsody, myndin um bresku sveitina Queen, skemmtileg? Þá hefur þú eitthvað til að hlakka til því væntanleg er mynd um breska tónlistarmanninn Elton John. Leikstjórinn er Dexter Fletcher sem kom að gerð Bohemian Rhapsody eftir að Bryan Singer var rekinn úr leikstjórastólnum. Hinn ungi og efnilegi Taron Egerton leikur tónlistarmanninn í þessari mynd sem verður frumsýnd 17. maí.Aladdin Þetta er leikin mynd frá leikstjóranum Guy Ritchie en margir muna eflaust eftir samnefndri teiknimynd. Will Smith mun leika andann í þessari mynd en Robin Williams heitinn ljáði andanum rödd sína í teiknimyndinni með eftirminnilegum hætti. Myndin verður frumsýnd 24. maí Godzilla: King of Monsters Það eru til stórslysmyndir og svo eru það hamfaramyndir. Þessi fellur væntanlega í annan hvorn flokkinn en öll heimsbyggðin er væntanlega undir þegar Godzilla þarf að kljást við ófreskjur til að bjarga jörðinni frá tortímingu. Myndin verður frumsýnd 31. maí X-Men: Dark Phoenix Um er að ræða tólftu X-Men-myndina en hún er beint framhald X-Men: Apocalypse sem kom út árið 2016. Í þetta skiptið þurfa X-Men að standa saman gegn sínum eigin liðsfélaga þegar hið myrka afl, Dark Phoenix, tekur yfir líkama hennar. Myndin verður frumsýnd 7. júní.Men In Black: International Fjórða myndin um svartklæddu mennina en í þetta skiptið eru Will Smith og Tommy Lee Jones fjarri góðu gamni. Chris Hemsworth og Tessa Thompson taka við keflinu en þau sáust síðast saman í myndinni Thor: Ragnarök. Myndin verður frumsýnd 14. júní. Spider-Man: Far From Home Peter Parker fer í mikla Evrópureisu en skilur búninginn eftir heima. Það vill þó væntanlega enginn horfa á Spider-Man mynd án Kóngulóarmannsins og elta vandræðin hann uppi. Hann nýtur liðsinnis Nick Fury, leikinn af Samuel L. Jackson, og hittir fyrir ómennið Mysterion, leikinn af Jake Gyllenhall. Myndin verður frumsýnd 5. júlí The Lion King Endurgerð á þessu sívinsæla Disney-ævintýri þar sem Donald Glover talar fyrir Simba, Beyoncé fyrir Nölu og James Earl Jones snýr aftur sem Mufasa. Myndin verður frumsýnd 19. júlíOnce Upon a Time in Hollywood Leikstjórinn Quentin Tarantino ræðst ekki í garðinn þar sem hann er lægstur í næstu mynd. Umfjöllunarefnið er meðal annars ódæði Manson-fjölskyldunnar en myndin mun segja frá tveimur félögum, sem Leonardo DiCaprio og Brad Pitt leika, sem vonast til að slá í gegn í kvikmyndabransanum undir lok sjöunda áratugar síðustu aldar. Myndin verður frumsýnd 26. júlí næstkomandi.Fast & Furious Presents: Hobbs and Shaw Þetta verður væntanlega harðasta myndin í ár. Segir frá Hobbs og Shaw, sem Dwayne Johnson og Jason Statham leika, sem hafa slegist áður í Fast & the Furious-myndunum. Hér fá þeir sína eigin mynd en Idris Elba og Vanessa Kirby munu einnig leika í henni. Myndin verður frumsýnd 26. júlí. It: Chapter Two Um er að ræða framhald myndarinnar It sem kom út árið 2017 og gerði það að verkum að margir urðu logandi hræddir við að líta í átt að göturæsum. It er skáldsaga eftir Stephen King en fyrri myndin sagði frá hvarfi hins sjö ára gamla Georgie og hvernig hið illa afl, sem var kallað IT, herjaði á unga krakka. Í seinni myndinni er vinahópurinn orðinn 27 árum eldri og staðráðinn í að ráða niðurlögum þessarar óværu. Myndin verður frumsýnd 6. september.Downton Abbey Fjórum árum eftir að Downton Abbey sjónvarpsseríunni lauk fá aðdáendur loksins að sjá kvikmyndina. Myndin verður frumsýnd 20. septemberThe Goldfinch Byggð á samnefndri sögu Donnu Tartt sem hlaut Pulitzer-verðlaunum. Myndin fjallar um líf Theodore Decker frá því að hann kemst lífs af frá hryðjuverkaárás á Metropolitian-listasafninu þar sem móðir hans lætur lífið. Í ringulreiðinni sem skapast tekur hann óvart með sér hollenska málverkið sem kallast The Goldfinch en verkið veitir honum mikinn innblástur. Hann er settur í fóstur hjá auðugri fjölskyldu en fetar glæpabrautina og flækist í listaverkafölsun. Með aðalhlutverk í myndinni fara Nicole Kidman og Luke Kleintank. Myndin verður frumsýnd 11. október Terminator-mynd Myndin hefur ekki hlotið titil en Arnold Schwarzenegger verður í henni sem T-800 vélmennið sem allir elska. Linda Hamilton bregður sér einnig aftur í hlutverk Söruh Connor. Síðast sást Arnie í Terminator: Genesys árið 2015. Myndin verður frumsýnd 1. nóvemberStar Wars: Episode IX Níunda Stjörnustríðsmyndin verður frumsýnd í desember en leikstjórinn J.J. Abrams snýr aftur. Um er að ræða síðustu myndina í þessum sögukafla og verða því væntanlega málalok á þeirri framvindu sem hófst með myndinni The Force Awakens sem Abrams leikstýrði.
Bíó og sjónvarp Disney Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira