Daginn lengt um sextán mínútur í Reykjavík en þrjátíu í Grímsey Kristján Már Unnarsson skrifar 1. janúar 2019 11:32 Frá Árbæjarsafni í Reykjavík í gær, gamlársdag. Geislar sólar rétt náðu að skína á gömlu bæjarhúsin. Vísir/KMU. Sólris í Reykjavík í dag, 1. janúar, er klukkan 11.19 en sólarlag klukkan 15.43. Dagurinn er 4 stundir og 23 mínútur, eða sextán mínútum lengri en hann var á vetrarsólstöðum 21. desember. Hádegi í borginni er klukkan 13.31 og nær sólin þá 3,1 gráðu upp á sjóndeildarhringinn. Upplýsingar um sólarganginn má nálgast á alþjóðlegum sólarreiknisíðum en einnig á Almanaki Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands. Lenging dagsins fyrst eftir vetrarsólstöður er það lítil að stundum er talað um hænufet á dag. „Fyrsta sólarhring frá sólstöðum lengist sólargangurinn í Reykjavík um 9 sekúndur. Annan daginn lengist hann um 27 sekúndur og þriðja daginn um 44 sekúndur,“ segir í pistli Þorsteins Sæmundssonar í Almanaki Háskólans um „hænufetið“. Lengingin verður þannig stöðugt örari, frá því í gær í Reykjavík 2 mínútur og 49 sekúndur. Hún verður yfir þrjár mínútur á dag næstu vikuna, og yfir fjórar mínútur á dag í þarnæstu viku, og síðar nærri sjö mínútur á dag.Sólin nær ekki að lyfta sér upp fyrir Breiðholtið til að skína á endurnar og álftirnar á Árbæjarlóni.Vísir/KMU.Breytingin er misjöfn eftir því hvar á landinu menn eru staddir. Þannig hefur daginn lengt frá vetrarsólstöðum um 30 mínútur í Grímsey, nyrstu byggð landsins, en um 14 og hálfa mínútu í Vestmannaeyjum, syðstu byggð landsins. Eyjamenn njóta hins vegar lengsta sólargangs landsmanna, hjá þeim er hann 4 stundir og 44 mínútur í dag en hjá Grímseyingum 2 stundir og 42 mínútur. Á Akureyri er hann 3 stundir og 26 mínútur í dag. Í Vestmannaeyjum fer sólin 3,8 gráður upp á sjóndeildarhring í dag, á Akureyri 1,6 gráður en í Grímsey 0,9 gráður. „Þegar daginn fer að lengja fyrst eftir vetrarsólstöður, virðast áhrifin meiri síðdegis en að morgninum. Fyrstu dagana seinkar jafnvel sólarupprásinni, gagnstætt því sem búast mætti við, svo að sólin kemur upp örlítið seinna á jólum en á sólstöðunum. Þetta stafar af því að hádegið - sá tími þegar sól er hæst á lofti - er að færast til, það er hádeginu seinkar eftir klukkunni að dæma,“ segir í Almanaki Háskólans. Grímsey Reykjavík Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Sólris í Reykjavík í dag, 1. janúar, er klukkan 11.19 en sólarlag klukkan 15.43. Dagurinn er 4 stundir og 23 mínútur, eða sextán mínútum lengri en hann var á vetrarsólstöðum 21. desember. Hádegi í borginni er klukkan 13.31 og nær sólin þá 3,1 gráðu upp á sjóndeildarhringinn. Upplýsingar um sólarganginn má nálgast á alþjóðlegum sólarreiknisíðum en einnig á Almanaki Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands. Lenging dagsins fyrst eftir vetrarsólstöður er það lítil að stundum er talað um hænufet á dag. „Fyrsta sólarhring frá sólstöðum lengist sólargangurinn í Reykjavík um 9 sekúndur. Annan daginn lengist hann um 27 sekúndur og þriðja daginn um 44 sekúndur,“ segir í pistli Þorsteins Sæmundssonar í Almanaki Háskólans um „hænufetið“. Lengingin verður þannig stöðugt örari, frá því í gær í Reykjavík 2 mínútur og 49 sekúndur. Hún verður yfir þrjár mínútur á dag næstu vikuna, og yfir fjórar mínútur á dag í þarnæstu viku, og síðar nærri sjö mínútur á dag.Sólin nær ekki að lyfta sér upp fyrir Breiðholtið til að skína á endurnar og álftirnar á Árbæjarlóni.Vísir/KMU.Breytingin er misjöfn eftir því hvar á landinu menn eru staddir. Þannig hefur daginn lengt frá vetrarsólstöðum um 30 mínútur í Grímsey, nyrstu byggð landsins, en um 14 og hálfa mínútu í Vestmannaeyjum, syðstu byggð landsins. Eyjamenn njóta hins vegar lengsta sólargangs landsmanna, hjá þeim er hann 4 stundir og 44 mínútur í dag en hjá Grímseyingum 2 stundir og 42 mínútur. Á Akureyri er hann 3 stundir og 26 mínútur í dag. Í Vestmannaeyjum fer sólin 3,8 gráður upp á sjóndeildarhring í dag, á Akureyri 1,6 gráður en í Grímsey 0,9 gráður. „Þegar daginn fer að lengja fyrst eftir vetrarsólstöður, virðast áhrifin meiri síðdegis en að morgninum. Fyrstu dagana seinkar jafnvel sólarupprásinni, gagnstætt því sem búast mætti við, svo að sólin kemur upp örlítið seinna á jólum en á sólstöðunum. Þetta stafar af því að hádegið - sá tími þegar sól er hæst á lofti - er að færast til, það er hádeginu seinkar eftir klukkunni að dæma,“ segir í Almanaki Háskólans.
Grímsey Reykjavík Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira