Nýársávarp forseta: „Fátt er eins fallvalt og læk á Fésbók“ Atli Ísleifsson skrifar 1. janúar 2019 13:36 Forsetinn ræddi fíknivanda stórs hluta ungs fólks í ávarpi sínu. „Vanlíðan fólks er iðulega rakin til samfélagsmiðla að einhverju leyti, fullsannað talið að sjálfsmynd margra ungmenna mótist af viðmóti annarra á Instagram og Snapchat, að sífelldur samanburður valdi minnimáttarkennd.“ Þetta sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti í nýársávarpi sínu þar sem hann fjallaði meðal annars um kulnun og kvíða, streitu og stress, í lífi margra Íslendinga. „Líf of margra laskast vegna þessara meinsemda,“ sagði forseti. Guðni vísaði í heilræði Salbjargar Bjarnadóttur geðhjúkrunarfræðings um að kenna börnum jákvæðni, samheldni og seiglu og umfram allt að vera til staðar. „Leggja símanum og snjalltækjunum þegar komið er saman við matarborðið og tala saman. Tíminn sem við eigum saman skiptir svo miklu máli og ekki gleyma því að hann kemur aldrei til baka.“ Lífið flóknara en falleg færsla Forsetinn sagði í ávarpinu að það sé líka meinið, að þarna geti tíminn líka týnst. Vanlíðan fólks sé að einhverju leyti rakin til samfélagsmiðla, sjálfsmynd margra ungmenna mótist af viðmóti annarra á Instagram og Snapchat og sífelldur samanburður valdi minnimáttarkennd. „Frábært er að ungir sem aldnir geti skipst á skoðunum, eflt vinskap og fylgst hver með öðrum. Í rafrænum heimi birtist hins vegar gjarnan glansmynd. Þar segjast svo margir vera svo hressir og glaðir, svo vinsælir og duglegir. En lífið er flóknara en falleg færsla, og fátt er eins fallvalt og læk á Fésbók. Netið og miðlar þess skipa æ ríkari sess í samfélagi okkar: Fólk hefur svo miklu meira frelsi til að tjá sig en áður fyrr, fleiri leiðir til að láta rödd sína heyrast. Það er vel. Á hinn bóginn eru þessir kostir því miður ekki alltaf nýttir til góðs. Í nýársávarpi fyrir fimm árum benti forveri minn í embætti á að hin nýja tækni gæti opnað „flóðgáttir neikvæðni, illmælgi og jafnvel haturs“. Þau orð Ólafs Ragnars eiga enn við,“ sagði Guðni. Megum ekki leyfa þeim að falla Forsetinn ræddi líka fíknivanda stórs hluta ungs fólks. „Í þessu landi velmegunar eru sjálfsvíg helsta dánarorsök ungra karlmanna. Í þessu landi frelsis og framfara verða of mörg ungmenni háð fíkniefnum og ávanalyfjum. Við megum ekki bara leyfa þeim að falla, æskufólki sem á skilið aðstoð og von.“ Guðni sagði að sem betur fer ættum við fólk sem leitar að fólki – ástvini, sérfræðinga og marga aðra sem vilja hjálpa þeim sem eru hjálpar þurfi. „Og við þurfum að fræða, ekki hræða.“ Vísaði hann þar í orð Báru Tómasdóttur, móður Einars Darra Óskarssonar sem lést eftir ofneyslu róandi lyfja síðastliðið vor, átján ára gamall, „einn hinna mörgu sem við höfum misst fyrir aldur fram, í okkar eigin ísveröld,“ sagði forsetinn.Lesa má ávarpið í heild sinni hér. Forseti Íslands Heilbrigðismál Samfélagsmiðlar Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira
„Vanlíðan fólks er iðulega rakin til samfélagsmiðla að einhverju leyti, fullsannað talið að sjálfsmynd margra ungmenna mótist af viðmóti annarra á Instagram og Snapchat, að sífelldur samanburður valdi minnimáttarkennd.“ Þetta sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti í nýársávarpi sínu þar sem hann fjallaði meðal annars um kulnun og kvíða, streitu og stress, í lífi margra Íslendinga. „Líf of margra laskast vegna þessara meinsemda,“ sagði forseti. Guðni vísaði í heilræði Salbjargar Bjarnadóttur geðhjúkrunarfræðings um að kenna börnum jákvæðni, samheldni og seiglu og umfram allt að vera til staðar. „Leggja símanum og snjalltækjunum þegar komið er saman við matarborðið og tala saman. Tíminn sem við eigum saman skiptir svo miklu máli og ekki gleyma því að hann kemur aldrei til baka.“ Lífið flóknara en falleg færsla Forsetinn sagði í ávarpinu að það sé líka meinið, að þarna geti tíminn líka týnst. Vanlíðan fólks sé að einhverju leyti rakin til samfélagsmiðla, sjálfsmynd margra ungmenna mótist af viðmóti annarra á Instagram og Snapchat og sífelldur samanburður valdi minnimáttarkennd. „Frábært er að ungir sem aldnir geti skipst á skoðunum, eflt vinskap og fylgst hver með öðrum. Í rafrænum heimi birtist hins vegar gjarnan glansmynd. Þar segjast svo margir vera svo hressir og glaðir, svo vinsælir og duglegir. En lífið er flóknara en falleg færsla, og fátt er eins fallvalt og læk á Fésbók. Netið og miðlar þess skipa æ ríkari sess í samfélagi okkar: Fólk hefur svo miklu meira frelsi til að tjá sig en áður fyrr, fleiri leiðir til að láta rödd sína heyrast. Það er vel. Á hinn bóginn eru þessir kostir því miður ekki alltaf nýttir til góðs. Í nýársávarpi fyrir fimm árum benti forveri minn í embætti á að hin nýja tækni gæti opnað „flóðgáttir neikvæðni, illmælgi og jafnvel haturs“. Þau orð Ólafs Ragnars eiga enn við,“ sagði Guðni. Megum ekki leyfa þeim að falla Forsetinn ræddi líka fíknivanda stórs hluta ungs fólks. „Í þessu landi velmegunar eru sjálfsvíg helsta dánarorsök ungra karlmanna. Í þessu landi frelsis og framfara verða of mörg ungmenni háð fíkniefnum og ávanalyfjum. Við megum ekki bara leyfa þeim að falla, æskufólki sem á skilið aðstoð og von.“ Guðni sagði að sem betur fer ættum við fólk sem leitar að fólki – ástvini, sérfræðinga og marga aðra sem vilja hjálpa þeim sem eru hjálpar þurfi. „Og við þurfum að fræða, ekki hræða.“ Vísaði hann þar í orð Báru Tómasdóttur, móður Einars Darra Óskarssonar sem lést eftir ofneyslu róandi lyfja síðastliðið vor, átján ára gamall, „einn hinna mörgu sem við höfum misst fyrir aldur fram, í okkar eigin ísveröld,“ sagði forsetinn.Lesa má ávarpið í heild sinni hér.
Forseti Íslands Heilbrigðismál Samfélagsmiðlar Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira