Trump minnir Romney á flokksskírteinið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. janúar 2019 18:40 Mitt Romney er nýr öldungardeildarþingmaður repúblikana í Utah. Getty/Bloomberg Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur svaraði harorðri grein Mitt Romney þar sem forsetaframbjóðandinn fyrrverandi fór hörðum orðum um Trump og véfengdi siðferðisþrek Trump. Forsetinn minnti Romney á að þeir væru meðlimir í sama stjórnmálaflokki. Romney rekur sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Utah-ríki á morgun og skrifaði af því tilefni skoðanagrein sem birtist í Washington Post á nýársdag þar sem hann sagði forsetatíð Trump hafa tekið djúpa dýfu síðustu mánuði. Hét hann því að gagnrýna Trump óspart, teldi hann tilefni til þess. „Nú byrjar Romney, svo snöggur til. Spurningin er, er hann Flake? Ég vona ekki. Myndi miklu frekgar vilja að Mitt einbeiti sér að öryggi landamæranna og að mörgum öðrum hlutum þar sem hann getur verið gagnlegur. Ég vann stórt, hann ekki. Hann ætti að samgleðjast öllum Repúblikönum. Vertu LIÐSmaður og SIGRAÐU,“ skrifar Trump á Twitter.Vísaði hann þar til öldungardeildarþingmannsinns Jeff Flake sem missir sæti sitt á þingi á morgun. Hefur hann verið einn af hörðustu gagnrýnendum Trump innan repúblikanaflokksins. Ákvað hann á síðasta ári að sækjast ekki eftir endurkjöri og vill Trump meina að Flake hafi neyðst til þess að hætta þar sem gagnrýni hans á forsetann hafi ekki farið vel í kjósendur flokksins í Arizona, heimaríki Flake.Romney og Trump hafa ýmist rifist eða grafið stríðsöxina á undanförnum árum. Í kosningabaráttunni árið 2016 lýsti Romney yfir andstöðu sinni við framboð Trump en virtist mildast í afstöðu sinni gagnvart Trump eftir að hann var kjörinn forseti. Snæddu þeir meðal annars saman skömmu eftir kosningarnar árið 2016 og var meðal annars rætt um að Romney, sem tapaði fyrir Barack Obama í forsetakosningunum árið 2012, yrði utanríkisráðherra í ríkisstjórn Trump.Here we go with Mitt Romney, but so fast! Question will be, is he a Flake? I hope not. Would much prefer that Mitt focus on Border Security and so many other things where he can be helpful. I won big, and he didn’t. He should be happy for all Republicans. Be a TEAM player & WIN! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 2, 2019 Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur svaraði harorðri grein Mitt Romney þar sem forsetaframbjóðandinn fyrrverandi fór hörðum orðum um Trump og véfengdi siðferðisþrek Trump. Forsetinn minnti Romney á að þeir væru meðlimir í sama stjórnmálaflokki. Romney rekur sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Utah-ríki á morgun og skrifaði af því tilefni skoðanagrein sem birtist í Washington Post á nýársdag þar sem hann sagði forsetatíð Trump hafa tekið djúpa dýfu síðustu mánuði. Hét hann því að gagnrýna Trump óspart, teldi hann tilefni til þess. „Nú byrjar Romney, svo snöggur til. Spurningin er, er hann Flake? Ég vona ekki. Myndi miklu frekgar vilja að Mitt einbeiti sér að öryggi landamæranna og að mörgum öðrum hlutum þar sem hann getur verið gagnlegur. Ég vann stórt, hann ekki. Hann ætti að samgleðjast öllum Repúblikönum. Vertu LIÐSmaður og SIGRAÐU,“ skrifar Trump á Twitter.Vísaði hann þar til öldungardeildarþingmannsinns Jeff Flake sem missir sæti sitt á þingi á morgun. Hefur hann verið einn af hörðustu gagnrýnendum Trump innan repúblikanaflokksins. Ákvað hann á síðasta ári að sækjast ekki eftir endurkjöri og vill Trump meina að Flake hafi neyðst til þess að hætta þar sem gagnrýni hans á forsetann hafi ekki farið vel í kjósendur flokksins í Arizona, heimaríki Flake.Romney og Trump hafa ýmist rifist eða grafið stríðsöxina á undanförnum árum. Í kosningabaráttunni árið 2016 lýsti Romney yfir andstöðu sinni við framboð Trump en virtist mildast í afstöðu sinni gagnvart Trump eftir að hann var kjörinn forseti. Snæddu þeir meðal annars saman skömmu eftir kosningarnar árið 2016 og var meðal annars rætt um að Romney, sem tapaði fyrir Barack Obama í forsetakosningunum árið 2012, yrði utanríkisráðherra í ríkisstjórn Trump.Here we go with Mitt Romney, but so fast! Question will be, is he a Flake? I hope not. Would much prefer that Mitt focus on Border Security and so many other things where he can be helpful. I won big, and he didn’t. He should be happy for all Republicans. Be a TEAM player & WIN! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 2, 2019
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Sjá meira