Blaðamenn handteknir og aðgerðasinnar á flótta undan stjórnvöldum í Níkaragva Kjartan Kjartansson skrifar 3. janúar 2019 12:32 Vopnaðir lögreglumenn á skrifstofu fréttamiðilsins La Confidencial sem var lokað 14. desember. AP/Alfredo Zuniga Ógnaröld er sögð ríkja í Níkaragva þar sem ríkisstjórn Daníels Ortega hefur handtekið blaðamenn og mannréttindabaráttufólk flýr í felur. Ríkisstjórnin hefur svipt níu félagasamtök lagalegri stöðu sinni og lagt hald á eigur þeirra að undanförnu.Washington Post segir að fjölmiðlum sem eru gagnrýnir á Ortega og ríkisstjórn hans hafi verið lokað og sumir ritstjórar þeirra hafa verið ákærðir fyrir ýmsa glæpi, þar á meðal samsæri um að fremja hryðjuverk. Blaðamenn á vefmiðlum eru sagðir skrifa fréttir sínar á leynilegum stöðum. „Ríkisstjórnin er að reyna að loka á allt pólitískt andóf og koma á stjórn ótta og ógnar sem beinist að andstæðingum hennar,“ segir Paulo Abrão, framkvæmdastjóri mannréttindanefndar Samtaka Ameríkuríkja. Aðgerðir ríkisstjórnar Ortega eru liður í mánaðalöngum tilraunum hennar til að bæla niður mótmælaöldu sem hófst í apríl. Lögreglumenn og vopnaðar sveitir sem styðja ríkisstjórnina hafa skotið á mótmælendur. Opinberar tölur segja að 198 hafi látist í mótmælunum, þar af 21 lögreglumaður. Samtök Ameríkuríkja telja að 324 hafi fallið. Sjálfstæð rannsóknarnefnd á vegum samtakanna komst að þeirri niðurstöðu að viðbrögð ríkisstjórnar Ortega við mótmælunum gætu talist glæpur gegn mannkyninu. Merki væri um að lögreglan hefði tekið við skipunum frá „æðstu stöðum“. Níkaragvönsk stjórnvöld svöruðu með því að vísa rannsakendunum úr landi og sökuðu þá um að ganga erinda Bandaríkjanna.Fyrrverandi félagar fengið að kenna á því Ortega var leiðtogi sandínista, marxískra uppreisnarmanna sem steyptu Anastasio Somoza Debayle einræðisherra af stóli árið 1979, og var forseti til ársins 1990. Hann náði aftur kjöri sem forseti árið 2006 og hefur setið á valdastóli síðan. Í embætti hefur Ortega aukið völd sín og er sakaður um að deila út gæðum ríkisins til fjölskyldu sinnar. Eiginkona hans Rosario Murillo er þannig varaforseti og stýrir mörgum stofnunum þess. Sumir þeirra sem Ortega hefur ráðist gegn að undanförnu eru gamlir bandamenn úr sandínistahreyfingunni. Carlos Fernando Chamorro, stjórnandi Confidencial, stærsta sjálfstæða fréttamiðils landsins, var þannig áður ritstjóri Barricada, dagblaðs sandínista. Ortega lét loka miðlinum um miðjan desember. Viku síðar var sjónvarpsstöðinni 100% Noticias lokað og tveir ritstjórar hennar fangelsaðir. Blaðamenn Confidencial hafa engu síður haldi áfram að uppfæra vefsíðuna í felum. „Allir Níkaragvamenn eiga þann möguleika á hættu að þeir búi til ákærur úr lögunum sem þeir diktuðu upp. Enginn er öruggur hér. Lögin vernda engan vegna þess að réttarríkið er ekki til staðar í Níkaragva,“ sagði Chamorro þegar skrifstofum Confidencial var lokað. Mið-Ameríka Níkaragva Tengdar fréttir Lögregla barði blaðamenn í Níkaragva Hundruð manns hafa látist í átökum í landinu síðan í apríl. 16. desember 2018 07:36 Fulltrúum Níkaragva meinað að sækja innsetningarathöfn Bolsonaro Verðandi Brasilíu vill með þessu mótmæla ofsóknum stjórnar Daniel Ortega gegn eigin borgurum. 23. desember 2018 22:12 Blóðugasti dagur mótmælanna í Níkaragva Mannréttindasamtök í Níkaragva segja að 38 manns hafi fallið í mótmælum á sunnudag, flestir þeirra mótmælendur. 10. júlí 2018 16:44 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sjá meira
Ógnaröld er sögð ríkja í Níkaragva þar sem ríkisstjórn Daníels Ortega hefur handtekið blaðamenn og mannréttindabaráttufólk flýr í felur. Ríkisstjórnin hefur svipt níu félagasamtök lagalegri stöðu sinni og lagt hald á eigur þeirra að undanförnu.Washington Post segir að fjölmiðlum sem eru gagnrýnir á Ortega og ríkisstjórn hans hafi verið lokað og sumir ritstjórar þeirra hafa verið ákærðir fyrir ýmsa glæpi, þar á meðal samsæri um að fremja hryðjuverk. Blaðamenn á vefmiðlum eru sagðir skrifa fréttir sínar á leynilegum stöðum. „Ríkisstjórnin er að reyna að loka á allt pólitískt andóf og koma á stjórn ótta og ógnar sem beinist að andstæðingum hennar,“ segir Paulo Abrão, framkvæmdastjóri mannréttindanefndar Samtaka Ameríkuríkja. Aðgerðir ríkisstjórnar Ortega eru liður í mánaðalöngum tilraunum hennar til að bæla niður mótmælaöldu sem hófst í apríl. Lögreglumenn og vopnaðar sveitir sem styðja ríkisstjórnina hafa skotið á mótmælendur. Opinberar tölur segja að 198 hafi látist í mótmælunum, þar af 21 lögreglumaður. Samtök Ameríkuríkja telja að 324 hafi fallið. Sjálfstæð rannsóknarnefnd á vegum samtakanna komst að þeirri niðurstöðu að viðbrögð ríkisstjórnar Ortega við mótmælunum gætu talist glæpur gegn mannkyninu. Merki væri um að lögreglan hefði tekið við skipunum frá „æðstu stöðum“. Níkaragvönsk stjórnvöld svöruðu með því að vísa rannsakendunum úr landi og sökuðu þá um að ganga erinda Bandaríkjanna.Fyrrverandi félagar fengið að kenna á því Ortega var leiðtogi sandínista, marxískra uppreisnarmanna sem steyptu Anastasio Somoza Debayle einræðisherra af stóli árið 1979, og var forseti til ársins 1990. Hann náði aftur kjöri sem forseti árið 2006 og hefur setið á valdastóli síðan. Í embætti hefur Ortega aukið völd sín og er sakaður um að deila út gæðum ríkisins til fjölskyldu sinnar. Eiginkona hans Rosario Murillo er þannig varaforseti og stýrir mörgum stofnunum þess. Sumir þeirra sem Ortega hefur ráðist gegn að undanförnu eru gamlir bandamenn úr sandínistahreyfingunni. Carlos Fernando Chamorro, stjórnandi Confidencial, stærsta sjálfstæða fréttamiðils landsins, var þannig áður ritstjóri Barricada, dagblaðs sandínista. Ortega lét loka miðlinum um miðjan desember. Viku síðar var sjónvarpsstöðinni 100% Noticias lokað og tveir ritstjórar hennar fangelsaðir. Blaðamenn Confidencial hafa engu síður haldi áfram að uppfæra vefsíðuna í felum. „Allir Níkaragvamenn eiga þann möguleika á hættu að þeir búi til ákærur úr lögunum sem þeir diktuðu upp. Enginn er öruggur hér. Lögin vernda engan vegna þess að réttarríkið er ekki til staðar í Níkaragva,“ sagði Chamorro þegar skrifstofum Confidencial var lokað.
Mið-Ameríka Níkaragva Tengdar fréttir Lögregla barði blaðamenn í Níkaragva Hundruð manns hafa látist í átökum í landinu síðan í apríl. 16. desember 2018 07:36 Fulltrúum Níkaragva meinað að sækja innsetningarathöfn Bolsonaro Verðandi Brasilíu vill með þessu mótmæla ofsóknum stjórnar Daniel Ortega gegn eigin borgurum. 23. desember 2018 22:12 Blóðugasti dagur mótmælanna í Níkaragva Mannréttindasamtök í Níkaragva segja að 38 manns hafi fallið í mótmælum á sunnudag, flestir þeirra mótmælendur. 10. júlí 2018 16:44 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sjá meira
Lögregla barði blaðamenn í Níkaragva Hundruð manns hafa látist í átökum í landinu síðan í apríl. 16. desember 2018 07:36
Fulltrúum Níkaragva meinað að sækja innsetningarathöfn Bolsonaro Verðandi Brasilíu vill með þessu mótmæla ofsóknum stjórnar Daniel Ortega gegn eigin borgurum. 23. desember 2018 22:12
Blóðugasti dagur mótmælanna í Níkaragva Mannréttindasamtök í Níkaragva segja að 38 manns hafi fallið í mótmælum á sunnudag, flestir þeirra mótmælendur. 10. júlí 2018 16:44