„Var alltof mikið að spá í að þóknast öðrum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 3. janúar 2019 15:30 Alma er að gera það gott sem lagahöfundur. „Þetta er mikið hark til að byrja með og getur tekið nokkurra ára hark að komast á einhvern góðan stað. Það er heldur engin algjör lógík í því hvernig hægt er að vinna sig upp í þessu. Þú gætir samið lag á morgun sem breytir lífi þínu, en þú gætir líka gert það eftir þrjú ár og þú verður bara að halda áfram þangað til eitthvað gerist,“ segir Alma Guðmundsdóttir, lagahöfundur í Los Angeles og fyrrum meðlimur stúlknasveitarinnar sálugu Nylon, sem undanfarið hefur náð góðum árangri á sínu sviði ytra. Skemmst er að minnast þess að lag úr hennar smiðju, Remedy með hinum sænska Alesso og söngvaranum Conor Maynard, fór sigurför um heiminn fyrr á árinu og náði hátt á fjölmörgum topplistum. Þá hefur lagið verið spilað hátt í hundrað milljón sinnum á Spotify og tæplega fimmtíu milljón sinnum á Youtube.Áheyrnarprufur leiddi til ellefu ára samstarfs Alma gerði garðinn fyrst frægan ásamt þeim Emilíu, Klöru og Steinunni í Nylon fyrir næstum hálfum öðrum áratug síðan, eftir að Einar Bárðarson leiddi hópinn saman eftir áheyrnarprufur vorið 2004. Þrátt fyrir talsverða velgengni breyttist sveitin nokkuð gegnum árin og lagði loks upp laupana 2015 – eftir að hafa reynt við stóra sviðið í Kaliforníu undir nýju heiti og meðlimi færri. Alma minnist tímans í sveitinni með hlýhug og segir þær fjórar enn í dag vera bestu vinkonur. Hún viðurkennir þó að umtalið sem fylgdi athyglinni á sínum tíma hafi vissulega stundum tekið á. „Þegar þetta byrjaði og við vorum búnar að koma fram, þá byrjaði Barnaland bara að loga. Það var bara „þessi er svona og þessi er svona og af hverju er hún svona“ og bara þvílíka gagnrýnin. Ég man að ég hringdi í Einar grátandi einhvern tímann bara miður mín yfir einhverju sem var verið að segja,“ segir Alma.Myndaði þykkan skráp Hún ákvað hins vegar að láta mótlætið styrkja sig frekar en að brjóta. „Maður tók þetta svo inn á sig og fannst þetta vera svo persónulegt. En það myndaði bara þykkan skráp og varð til þess að maður hugsaði að þetta skipti bara engu máli. Ef ég er ánægð með það sem ég er að gera skiptir bara engu máli hvað öðrum finnst. Það tók langan tíma að komast þangað, en ég hafði rosalega gott að því – af því að ég var alltof mikið að spá í að þóknast öðrum frekar en að gera bara það sem ég var ánægð með.“Klippa: Ísland í dag - Þú gætir samið lag á morgun sem breytir lífi þínu Tónlist Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Sjá meira
„Þetta er mikið hark til að byrja með og getur tekið nokkurra ára hark að komast á einhvern góðan stað. Það er heldur engin algjör lógík í því hvernig hægt er að vinna sig upp í þessu. Þú gætir samið lag á morgun sem breytir lífi þínu, en þú gætir líka gert það eftir þrjú ár og þú verður bara að halda áfram þangað til eitthvað gerist,“ segir Alma Guðmundsdóttir, lagahöfundur í Los Angeles og fyrrum meðlimur stúlknasveitarinnar sálugu Nylon, sem undanfarið hefur náð góðum árangri á sínu sviði ytra. Skemmst er að minnast þess að lag úr hennar smiðju, Remedy með hinum sænska Alesso og söngvaranum Conor Maynard, fór sigurför um heiminn fyrr á árinu og náði hátt á fjölmörgum topplistum. Þá hefur lagið verið spilað hátt í hundrað milljón sinnum á Spotify og tæplega fimmtíu milljón sinnum á Youtube.Áheyrnarprufur leiddi til ellefu ára samstarfs Alma gerði garðinn fyrst frægan ásamt þeim Emilíu, Klöru og Steinunni í Nylon fyrir næstum hálfum öðrum áratug síðan, eftir að Einar Bárðarson leiddi hópinn saman eftir áheyrnarprufur vorið 2004. Þrátt fyrir talsverða velgengni breyttist sveitin nokkuð gegnum árin og lagði loks upp laupana 2015 – eftir að hafa reynt við stóra sviðið í Kaliforníu undir nýju heiti og meðlimi færri. Alma minnist tímans í sveitinni með hlýhug og segir þær fjórar enn í dag vera bestu vinkonur. Hún viðurkennir þó að umtalið sem fylgdi athyglinni á sínum tíma hafi vissulega stundum tekið á. „Þegar þetta byrjaði og við vorum búnar að koma fram, þá byrjaði Barnaland bara að loga. Það var bara „þessi er svona og þessi er svona og af hverju er hún svona“ og bara þvílíka gagnrýnin. Ég man að ég hringdi í Einar grátandi einhvern tímann bara miður mín yfir einhverju sem var verið að segja,“ segir Alma.Myndaði þykkan skráp Hún ákvað hins vegar að láta mótlætið styrkja sig frekar en að brjóta. „Maður tók þetta svo inn á sig og fannst þetta vera svo persónulegt. En það myndaði bara þykkan skráp og varð til þess að maður hugsaði að þetta skipti bara engu máli. Ef ég er ánægð með það sem ég er að gera skiptir bara engu máli hvað öðrum finnst. Það tók langan tíma að komast þangað, en ég hafði rosalega gott að því – af því að ég var alltof mikið að spá í að þóknast öðrum frekar en að gera bara það sem ég var ánægð með.“Klippa: Ísland í dag - Þú gætir samið lag á morgun sem breytir lífi þínu
Tónlist Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Sjá meira