Luka Doncic með fleiri atkvæði en bæði Harden og Durant Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2019 16:00 Luka Doncic hefur slegið í gegn í NBA í vetur en þetta er hans fyrsta tímabil í deildinni. Getty/Kevork Djansezian Slóvenski nýliðinn Luka Doncic er einn af þeim sem hafa fengið flest atkvæði í kosningunni á leikmönnum í Stjörnuleik NBA-deildarinnar en kosningin er í fullum gangi. Luka Doncic hefur fengið fleiri atkvæði en stórstjörnur á borð við Kevin Durant, James Harden og Russell Westbrook. James Harden kemst ekki einu sinni í fimm manna lið Vesturdeildarinnar því Derrick Rose hjá Minnesota Timberwolves hefur fengið fleiri atkvæði en hann. Stjörnuleikurinn er þó ekki lengur leikur á milli Vesturstrandarinnar og Austurstrandarinnar. Í staðinn kjóst tveir vinsælustu leikmennirnir í lið. Eins og staðan er núna þá munu það vera LeBron James og Giannis Antetokounmpo sem kjósa í liðin í ár en í fyrra voru það LeBron og Stephen Curry. LeBron James er sá eini sem er kominn með yfir milljón atkvæði í kosningunni en stöðuna má sjá hér fyrir neðan.LeBron/Steph and Giannis/Kyrie lead the first returns of #NBAAllStar Voting 2019 presented by @Google! Vote on https://t.co/R6fBO5LSAS, the NBA App or by searching for your favorite player or team on Google. Vote now! https://t.co/gcW4K59HC0pic.twitter.com/JIZFyIC2Pu — 2019 NBA All-Star (@NBAAllStar) January 3, 2019Atvkæði aðdáenda gilda 50 prósent á móti 25 prósentum hjá öllum leikmönnum deildarinnar og 25 prósentum hjá fjölmiðlamönnum. Á hverju atkvæðaseðli er pláss fyirr tvo bakverði og svo þrjá leikmenn sem spila sem framherji eða miðherji. Kosningunni lýkur ekki fyrr en 21. janúar næstkomandi þannig að það er nóg eftir. Sjálfur stjörnuleikurinn fer fram í Charlotte í Norður-Karólínu 17. febrúar. Leikmennirnir sem kæmust í fimm manna liðin samkvæmt fyrstu tölum væru annarsvegar LeBron James, Luka Doncic, Kevin Durant, Stephen Curry og Derrick Rose en hinsvegar Giannis Antetokounmpo, Kawhi Leonard, Joel Embiid, Kyrie Irving og Dwyane Wade. Það eru ekki allir NBA-spekingar mjög hrifnir af þessum fyrstu tölum og þá sérstaklega hversu fá atkvæði James Harden fær. Það má sjá tvo þeirra fá tölurnar beint í æð hér fyrir neðan.The first results for All-Star fan voting are in, and Chauncey Billups and Amin Elhassan say the DISRESPECT is real pic.twitter.com/LnGzyUvzKg — Rachel Nichols (@Rachel__Nichols) January 3, 2019 NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira
Slóvenski nýliðinn Luka Doncic er einn af þeim sem hafa fengið flest atkvæði í kosningunni á leikmönnum í Stjörnuleik NBA-deildarinnar en kosningin er í fullum gangi. Luka Doncic hefur fengið fleiri atkvæði en stórstjörnur á borð við Kevin Durant, James Harden og Russell Westbrook. James Harden kemst ekki einu sinni í fimm manna lið Vesturdeildarinnar því Derrick Rose hjá Minnesota Timberwolves hefur fengið fleiri atkvæði en hann. Stjörnuleikurinn er þó ekki lengur leikur á milli Vesturstrandarinnar og Austurstrandarinnar. Í staðinn kjóst tveir vinsælustu leikmennirnir í lið. Eins og staðan er núna þá munu það vera LeBron James og Giannis Antetokounmpo sem kjósa í liðin í ár en í fyrra voru það LeBron og Stephen Curry. LeBron James er sá eini sem er kominn með yfir milljón atkvæði í kosningunni en stöðuna má sjá hér fyrir neðan.LeBron/Steph and Giannis/Kyrie lead the first returns of #NBAAllStar Voting 2019 presented by @Google! Vote on https://t.co/R6fBO5LSAS, the NBA App or by searching for your favorite player or team on Google. Vote now! https://t.co/gcW4K59HC0pic.twitter.com/JIZFyIC2Pu — 2019 NBA All-Star (@NBAAllStar) January 3, 2019Atvkæði aðdáenda gilda 50 prósent á móti 25 prósentum hjá öllum leikmönnum deildarinnar og 25 prósentum hjá fjölmiðlamönnum. Á hverju atkvæðaseðli er pláss fyirr tvo bakverði og svo þrjá leikmenn sem spila sem framherji eða miðherji. Kosningunni lýkur ekki fyrr en 21. janúar næstkomandi þannig að það er nóg eftir. Sjálfur stjörnuleikurinn fer fram í Charlotte í Norður-Karólínu 17. febrúar. Leikmennirnir sem kæmust í fimm manna liðin samkvæmt fyrstu tölum væru annarsvegar LeBron James, Luka Doncic, Kevin Durant, Stephen Curry og Derrick Rose en hinsvegar Giannis Antetokounmpo, Kawhi Leonard, Joel Embiid, Kyrie Irving og Dwyane Wade. Það eru ekki allir NBA-spekingar mjög hrifnir af þessum fyrstu tölum og þá sérstaklega hversu fá atkvæði James Harden fær. Það má sjá tvo þeirra fá tölurnar beint í æð hér fyrir neðan.The first results for All-Star fan voting are in, and Chauncey Billups and Amin Elhassan say the DISRESPECT is real pic.twitter.com/LnGzyUvzKg — Rachel Nichols (@Rachel__Nichols) January 3, 2019
NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Fleiri fréttir Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Sjá meira