Kanna áhuga á alþjóðaflugvelli í Árborg Andri Eysteinsson og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 5. janúar 2019 20:31 Sveitarfélagið Árborg kannar nú möguleika á að koma upp alþjóðaflugvelli í Flóanum og hyggst undirrita viljayfirlýsingu þess efnis. Landeigendur hafa verið boðaðir á fund með forystumönnum sveitarfélagsins þar sem kynnt verða áform um að hefja rannsókn á kostum og göllum staðsetningar alþjóðaflugvallar í Árborg. Fundurinn með landeigendum verður þriðjudaginn 8. janúar en á fundinn eru boðaðir þeir sem eiga jarðir á áhrifasvæði hugsanlegs flugvallar í Flóanum en þá er verið að tala um lönd í Stokkseyrarmýri og Brautartungu. Kynnt verða áform um að hefja rannsóknir á kostum og göllum staðsetningar alþjóðaflugvallar á þessum stað. Gísli Halldór Halldórsson er bæjarstjóri í Árborg. „Það er fjöldi aðila, bæði í ferðaþjónustu og annars staðar sem hefur mikinn áhuga fyrir að skoða þetta til þrautar, hvort að hér gæti verið alþjóðaflugvöllur. Þetta yrði væntanlega ein flugbraut en við vitum auðvitað að ferðamenn sem koma til Íslands eru gríðarlega mikið að sækjast eftir því sem má finna hérna á suðurlandinu. Það væri ekki úr vegi þó þeir lentu hér og hefðu hér miðstöð. Auk þess gæti þetta hugsanlega spilað saman við vaxandi höfn í Þorlákshöfn þar sem er mikill innflutningur sem mun bara aukast á næstu árum,“ sagði Gísli Halldór. Það var flugvöllur í Kaldaðarnesi, rétt hjá núverandi hugmynd um alþjóðaflugvöll í síðari heimsstyrjöldinni með herstöð og stórum flugvelli. En err hugmyndir um alþjóðaflugvöll í Flóanum raunhæfar? „Já ég myndi segja að allavega með tilliti til veðurfarsaðstæðna þá held ég að þær séu mjög góðar. Með tilliti til staðsetningar flugvallarins tel ég að þetta sé mjög jákvætt. Þetta mun létta mjög á álag á Keflavíkurflugvöll ef af verður,“ segir Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri í Árborg. Árborg Fréttir af flugi Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
Sveitarfélagið Árborg kannar nú möguleika á að koma upp alþjóðaflugvelli í Flóanum og hyggst undirrita viljayfirlýsingu þess efnis. Landeigendur hafa verið boðaðir á fund með forystumönnum sveitarfélagsins þar sem kynnt verða áform um að hefja rannsókn á kostum og göllum staðsetningar alþjóðaflugvallar í Árborg. Fundurinn með landeigendum verður þriðjudaginn 8. janúar en á fundinn eru boðaðir þeir sem eiga jarðir á áhrifasvæði hugsanlegs flugvallar í Flóanum en þá er verið að tala um lönd í Stokkseyrarmýri og Brautartungu. Kynnt verða áform um að hefja rannsóknir á kostum og göllum staðsetningar alþjóðaflugvallar á þessum stað. Gísli Halldór Halldórsson er bæjarstjóri í Árborg. „Það er fjöldi aðila, bæði í ferðaþjónustu og annars staðar sem hefur mikinn áhuga fyrir að skoða þetta til þrautar, hvort að hér gæti verið alþjóðaflugvöllur. Þetta yrði væntanlega ein flugbraut en við vitum auðvitað að ferðamenn sem koma til Íslands eru gríðarlega mikið að sækjast eftir því sem má finna hérna á suðurlandinu. Það væri ekki úr vegi þó þeir lentu hér og hefðu hér miðstöð. Auk þess gæti þetta hugsanlega spilað saman við vaxandi höfn í Þorlákshöfn þar sem er mikill innflutningur sem mun bara aukast á næstu árum,“ sagði Gísli Halldór. Það var flugvöllur í Kaldaðarnesi, rétt hjá núverandi hugmynd um alþjóðaflugvöll í síðari heimsstyrjöldinni með herstöð og stórum flugvelli. En err hugmyndir um alþjóðaflugvöll í Flóanum raunhæfar? „Já ég myndi segja að allavega með tilliti til veðurfarsaðstæðna þá held ég að þær séu mjög góðar. Með tilliti til staðsetningar flugvallarins tel ég að þetta sé mjög jákvætt. Þetta mun létta mjög á álag á Keflavíkurflugvöll ef af verður,“ segir Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri í Árborg.
Árborg Fréttir af flugi Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira