Segir breytingar á greiðsluþátttöku við tæknifrjóvganir færa okkur lengra frá Norðurlöndunum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 6. janúar 2019 14:07 Breytingin hefur verið harðlega gagnrýnd. Vísir/Getty Reglugerð um greiðsluþátttöku við tæknifrjóvganir tók breytingum nú um áramót. Fyrir breytinguna var engin greiðsluþátttaka af hendi ríkisins í fyrsta skipti tæknifrjóvgunar en fimmtíu prósent þátttaka ef framkvæma þurfti aðgerðina í annað, þriðja og fjórða sinn. Eftir breytingu tekur ríkið þátt í kostnaði sem nemur fimm prósent í fyrsta skipti, þrjátíu prósent ef farið er í annað skipti en ríkið tekur engan þátt ef farið er í þriðja eða fjórða skipti. Breytingin hefur verið harðlega gagnrýnd og hún sögð hafa slæm áhrif á þá sem þurfa að fara í margar meðferðir sem er meirihluti þeirra sem hyggjast fara í tæknifrjóvgun. Fólk hefur nú þegar hætt við að fara í meðferð vegna þessa óvænta aukins kostnaðar. Snorri Einarsson, ófrjósemislæknir og yfirlæknir á Livio, segir að það hafi lengi verið þannig að niðurgreiðslur séu talsvert lægri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. „Grunnreglan er sú að fólk fær aðstoð við að eignast fyrsta barn og fær að fullu niðurgreiddar fyrstu þrjár meðferðirnar og þar að auki allar uppsetningar á frystum fósturvísum. Það er gríðarlegur munur og þetta er fyrir þá sem þurfa að fara í margar meðferðir áður en langþráð barn fæðist, þetta hleypur á mörg hundruð þúsund og alveg upp í milljón.“ Snorri segir að það virðist vanta upp á skilning yfirvalda á sjúkdómnum ófrjósemi. „Líka að til verða fleiri börn sem verða hraustir og virkir þátttakendur í samfélaginu og þetta held ég að fólk sé búið að sjá og er til í að horfa nógu langt fram á veginn á hinum Norðurlöndunum til þess að leyfa sér að styðja við þessa tegund,“ segir Snorri. Aðspurð um það hvers vegna ekki sé horft til nágrannaþjóðanna segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra að þetta snúist um forgangsröðin. „Við erum auðvitað bara að horfa á hvernig við viljum ráðstafa því fé sem við erum að leggja til varðandi greiðsluþátttöku sjúklinga og mín markmið hafa fyrst og fremst snúið um almenna heilbrigðisþjónustu. Núna um síðustu áramót erum við að falla frá gjaldtöku í heilsugæslunni fyrir öryrkja og aldraða og það er auðvitað ákvörðun sem varðar mjög marga,“ segir Svandís. Frjósemi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hafnar því að verið sé að draga úr greiðsluþátttöku ríkisins vegna tæknifrjóvgana Fæðingartíðni á Íslandi hefur jafnt og þétt minnkað og er nú um 1,71 barn á hverja konu. Yfirleitt er miðað við að frjósemi þurfi að vera um 2,1 barn til þess að viðhalda mannfjöldanum til lengri tíma litið. 4. janúar 2019 18:45 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Sjá meira
Reglugerð um greiðsluþátttöku við tæknifrjóvganir tók breytingum nú um áramót. Fyrir breytinguna var engin greiðsluþátttaka af hendi ríkisins í fyrsta skipti tæknifrjóvgunar en fimmtíu prósent þátttaka ef framkvæma þurfti aðgerðina í annað, þriðja og fjórða sinn. Eftir breytingu tekur ríkið þátt í kostnaði sem nemur fimm prósent í fyrsta skipti, þrjátíu prósent ef farið er í annað skipti en ríkið tekur engan þátt ef farið er í þriðja eða fjórða skipti. Breytingin hefur verið harðlega gagnrýnd og hún sögð hafa slæm áhrif á þá sem þurfa að fara í margar meðferðir sem er meirihluti þeirra sem hyggjast fara í tæknifrjóvgun. Fólk hefur nú þegar hætt við að fara í meðferð vegna þessa óvænta aukins kostnaðar. Snorri Einarsson, ófrjósemislæknir og yfirlæknir á Livio, segir að það hafi lengi verið þannig að niðurgreiðslur séu talsvert lægri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. „Grunnreglan er sú að fólk fær aðstoð við að eignast fyrsta barn og fær að fullu niðurgreiddar fyrstu þrjár meðferðirnar og þar að auki allar uppsetningar á frystum fósturvísum. Það er gríðarlegur munur og þetta er fyrir þá sem þurfa að fara í margar meðferðir áður en langþráð barn fæðist, þetta hleypur á mörg hundruð þúsund og alveg upp í milljón.“ Snorri segir að það virðist vanta upp á skilning yfirvalda á sjúkdómnum ófrjósemi. „Líka að til verða fleiri börn sem verða hraustir og virkir þátttakendur í samfélaginu og þetta held ég að fólk sé búið að sjá og er til í að horfa nógu langt fram á veginn á hinum Norðurlöndunum til þess að leyfa sér að styðja við þessa tegund,“ segir Snorri. Aðspurð um það hvers vegna ekki sé horft til nágrannaþjóðanna segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra að þetta snúist um forgangsröðin. „Við erum auðvitað bara að horfa á hvernig við viljum ráðstafa því fé sem við erum að leggja til varðandi greiðsluþátttöku sjúklinga og mín markmið hafa fyrst og fremst snúið um almenna heilbrigðisþjónustu. Núna um síðustu áramót erum við að falla frá gjaldtöku í heilsugæslunni fyrir öryrkja og aldraða og það er auðvitað ákvörðun sem varðar mjög marga,“ segir Svandís.
Frjósemi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hafnar því að verið sé að draga úr greiðsluþátttöku ríkisins vegna tæknifrjóvgana Fæðingartíðni á Íslandi hefur jafnt og þétt minnkað og er nú um 1,71 barn á hverja konu. Yfirleitt er miðað við að frjósemi þurfi að vera um 2,1 barn til þess að viðhalda mannfjöldanum til lengri tíma litið. 4. janúar 2019 18:45 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Sjá meira
Hafnar því að verið sé að draga úr greiðsluþátttöku ríkisins vegna tæknifrjóvgana Fæðingartíðni á Íslandi hefur jafnt og þétt minnkað og er nú um 1,71 barn á hverja konu. Yfirleitt er miðað við að frjósemi þurfi að vera um 2,1 barn til þess að viðhalda mannfjöldanum til lengri tíma litið. 4. janúar 2019 18:45
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent