Hinsegin kórinn er opinn fyrir alla með opinn huga Sighvatur Arnmundsson skrifar 7. janúar 2019 08:00 Afar öflugt félagslíf er í kórnum en meðal annars er starfrækt sundnefnd, spilafélag, gönguhópur og ukulele-sveit. MYND/Neil Smith Við mismunum ekki á grundvelli kynhneigðar og tökum á móti öllum í kórinn óháð kynhneigð og kynvitund. Það sem skiptir mestu máli er að fólk sé til í að syngja alls konar tónlist, allt frá klassík upp í argasta rokk. Við viljum fá fólk með opinn huga, bæði fyrir mannlífinu og fyrir söng og tónlist,“ segir Helga Margrét Marzellíusardóttir, kórstjóri Hinsegin kórsins. Raddprufur fyrir kórinn fara fram kl. 19.30 í kvöld í húsnæði Listdansskóla Íslands að Engjateigi 1. Kórinn var stofnaður 2011 og hefur Helga Margrét verið kórstjóri nánast frá upphafi. „Við gerum stundum grín að þessu en þegar ég kom inn voru þau búin að vera stjórnlaus því þau voru ekki búin að ráða sér kórstjóra. Ég kom inn nokkrum mánuðum eftir stofnun.“FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINKÍ dag eru meðlimirnir rúmlega 60 talsins og segir Helga Margrét að hópurinn hafi stækkað jafnt og vel. „Það var góður grunnhópur í kórnum til að byrja með en meðlimir voru bara tólf. Það er búið að vera hröð en góð breyting á því hvers konar hópur þetta er en með auknum fjölda breytist mikið og þetta er orðið stærra batterí.“ Helga Margrét segir hópinn mjög góðan og það sé þannig með kóra yfir höfuð að þegar fólk sem hafi gaman af því að syngja komi saman myndist góð dínamík. „Mér hefur þótt gaman að fylgjast með og lesa mér til um menningu hinsegin kóra um allan heim. Hún er mjög stór og mjög einkennandi að því leyti að það virðist nást einhver dýpri tenging. Það gæti verið vegna þess að fólk hefur í miklum mæli þurft að fara í svolitla sjálfsskoðun eða ekki gengið að öllu gefnu eða alltaf beinustu leiðina í lífinu.“ Þau reyni að vinna með það og þá menningu sem felst í því að vera í hinsegin kór og breiða út þau skilaboð að allir séu gjaldgengir og að allir séu góðir og fallegir. „Við reynum að koma því til skila bæði í söng og tali þegar við komum fram.“ Síðasta önn hjá kórnum var aðeins öðruvísi þar sem Helga Margrét eignaðist barn á miðri önninni. „Við fórum örlítið hægar í hana en það verður enginn afsláttur gefinn í vor. Við stefnum á að fara í kórferð til Ísafjarðar þannig að kórinn heimsækir loksins minn heimabæ. Við höfum verið að fara mikið út fyrir landsteinana en viljum líka passa það að sinna okkar eigin landi. Það er mjög gaman að syngja hérna heima.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Sjá meira
Við mismunum ekki á grundvelli kynhneigðar og tökum á móti öllum í kórinn óháð kynhneigð og kynvitund. Það sem skiptir mestu máli er að fólk sé til í að syngja alls konar tónlist, allt frá klassík upp í argasta rokk. Við viljum fá fólk með opinn huga, bæði fyrir mannlífinu og fyrir söng og tónlist,“ segir Helga Margrét Marzellíusardóttir, kórstjóri Hinsegin kórsins. Raddprufur fyrir kórinn fara fram kl. 19.30 í kvöld í húsnæði Listdansskóla Íslands að Engjateigi 1. Kórinn var stofnaður 2011 og hefur Helga Margrét verið kórstjóri nánast frá upphafi. „Við gerum stundum grín að þessu en þegar ég kom inn voru þau búin að vera stjórnlaus því þau voru ekki búin að ráða sér kórstjóra. Ég kom inn nokkrum mánuðum eftir stofnun.“FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINKÍ dag eru meðlimirnir rúmlega 60 talsins og segir Helga Margrét að hópurinn hafi stækkað jafnt og vel. „Það var góður grunnhópur í kórnum til að byrja með en meðlimir voru bara tólf. Það er búið að vera hröð en góð breyting á því hvers konar hópur þetta er en með auknum fjölda breytist mikið og þetta er orðið stærra batterí.“ Helga Margrét segir hópinn mjög góðan og það sé þannig með kóra yfir höfuð að þegar fólk sem hafi gaman af því að syngja komi saman myndist góð dínamík. „Mér hefur þótt gaman að fylgjast með og lesa mér til um menningu hinsegin kóra um allan heim. Hún er mjög stór og mjög einkennandi að því leyti að það virðist nást einhver dýpri tenging. Það gæti verið vegna þess að fólk hefur í miklum mæli þurft að fara í svolitla sjálfsskoðun eða ekki gengið að öllu gefnu eða alltaf beinustu leiðina í lífinu.“ Þau reyni að vinna með það og þá menningu sem felst í því að vera í hinsegin kór og breiða út þau skilaboð að allir séu gjaldgengir og að allir séu góðir og fallegir. „Við reynum að koma því til skila bæði í söng og tali þegar við komum fram.“ Síðasta önn hjá kórnum var aðeins öðruvísi þar sem Helga Margrét eignaðist barn á miðri önninni. „Við fórum örlítið hægar í hana en það verður enginn afsláttur gefinn í vor. Við stefnum á að fara í kórferð til Ísafjarðar þannig að kórinn heimsækir loksins minn heimabæ. Við höfum verið að fara mikið út fyrir landsteinana en viljum líka passa það að sinna okkar eigin landi. Það er mjög gaman að syngja hérna heima.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Sjá meira