Ráku þjálfarann sinn klukkutíma eftir stórsigur á Los Angeles Lakers Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2019 08:30 Tom Thibodeau. Getty/Maddie Meyer Minnesota Timberwolves vann 22 stiga stórsigur á Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en þessi flotti sigur bjargaði ekki starfi Tom Thibodeau.KAT & Andrew Wiggins guide the @Timberwolves to victory with 28 PTS apiece! #AllEyesNorthpic.twitter.com/0vZSvIcM80 — NBA (@NBA) January 7, 2019Andrew Wiggins skoraði 25 af 28 stigum sínum í fyrri hálfleik þegar Minnesota Timberwolves vann 108-86 sigur á Los Angeles Lakers en Lakers-liðið lék enn á ný án LeBron James sem er meiddur. Þetta var síðasti leikur Timberwolves liðsins undir stjórn þjálfarans Tom Thibodeau sem var rekinn klukkutíma eftir leikinn. Thibodeau var bæði þjálfari og forseti félagsins. Tímasetnining brottrekstursins var frekar furðuleg en það breytir ekki því að mikið hefur gengið á í herbúðum Minnesota Timberwolves á þessari leiktíð. Félagið missti meðal annars stjörnuleikmanninn Jimmy Butler sem þvingaði fram leikmannaskipti.KAT did some of everything in the @timberwolves victory! #SAPStatLineOfTheNightpic.twitter.com/eXJijuJqF4 — NBA.com/Stats (@nbastats) January 7, 2019Karl-Anthony Towns átti fínan leik fyrir Minnesota en hann var með 28 stig, 18 fráköst og 4 varin skot og þá var Jeff Teague með 15 stig og 11 stoðsendingar. Lance Stephenson var atkvæðamestur hjá Lakers með 14 stig en liðið hefur aðeins unnið 1 af 6 leikjum síðan að LeBron James meiddist á nára.Kyle Lowry tallies 12 PTS & 8 ASTS, as the @Raptors win in his return to action! #WeTheNorthpic.twitter.com/fC9KhU207C — NBA (@NBA) January 7, 2019Norman Powell var með 23 stig þegar Toronto Raptors endaði sex leikja sigurgöngu Indiana Pacers með 121-105 sigri en Raptors liðið lék án Kawhi Leonard í leiknum. Serge Ibaka var með 18 stig og Pascal Siakam bætti við 12 stigum og 10 fráköstum.Russell Westbrook records his 12th triple-double of the season: 22 PTS, 15 REBS, 13 ASTS. pic.twitter.com/tmXbtk2fSx — NBA (@NBA) January 7, 2019Bradley Beal skoraði 25 stig fyrir Washington Wizards í 116-98 sigri á Oklahoma City Thunder en tólfta þrenna Russell Westbrook á tímabilinu (22 stig, 15 fráköst, 13 stoðsendingar) dugði ekki Thunder-liðinu.Kemba Walker goes off for 18 4th quarter PTS, including a halfcourt shot at the buzzer! #Hornets30pic.twitter.com/81nf2zJ4BE — NBA (@NBA) January 7, 2019Kemba Walker skoraði 18 af 29 stigum sínum á síðustu fimm mínútunum þegar Charlotte Hornets vann 119-113 sigur á Phoenix Suns en þetta var sjötta tap Phoenix liðsins í röð.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Oklahoma City Thunder - Washington Wizards 98-116 Toronto Raptors - Indiana Pacers 121-105 Phoenix Suns - Charlotte Hornets 113-119 Atlanta Hawks - Miami Heat 106-82 Chicago Bulls - Brooklyn Nets 100-117 Los Angeles Clippers - Orlando Magic 106-96 Minnesota Timberwolves - Los Angeles Lakers 108-86 NBA Mest lesið „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Minnesota Timberwolves vann 22 stiga stórsigur á Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en þessi flotti sigur bjargaði ekki starfi Tom Thibodeau.KAT & Andrew Wiggins guide the @Timberwolves to victory with 28 PTS apiece! #AllEyesNorthpic.twitter.com/0vZSvIcM80 — NBA (@NBA) January 7, 2019Andrew Wiggins skoraði 25 af 28 stigum sínum í fyrri hálfleik þegar Minnesota Timberwolves vann 108-86 sigur á Los Angeles Lakers en Lakers-liðið lék enn á ný án LeBron James sem er meiddur. Þetta var síðasti leikur Timberwolves liðsins undir stjórn þjálfarans Tom Thibodeau sem var rekinn klukkutíma eftir leikinn. Thibodeau var bæði þjálfari og forseti félagsins. Tímasetnining brottrekstursins var frekar furðuleg en það breytir ekki því að mikið hefur gengið á í herbúðum Minnesota Timberwolves á þessari leiktíð. Félagið missti meðal annars stjörnuleikmanninn Jimmy Butler sem þvingaði fram leikmannaskipti.KAT did some of everything in the @timberwolves victory! #SAPStatLineOfTheNightpic.twitter.com/eXJijuJqF4 — NBA.com/Stats (@nbastats) January 7, 2019Karl-Anthony Towns átti fínan leik fyrir Minnesota en hann var með 28 stig, 18 fráköst og 4 varin skot og þá var Jeff Teague með 15 stig og 11 stoðsendingar. Lance Stephenson var atkvæðamestur hjá Lakers með 14 stig en liðið hefur aðeins unnið 1 af 6 leikjum síðan að LeBron James meiddist á nára.Kyle Lowry tallies 12 PTS & 8 ASTS, as the @Raptors win in his return to action! #WeTheNorthpic.twitter.com/fC9KhU207C — NBA (@NBA) January 7, 2019Norman Powell var með 23 stig þegar Toronto Raptors endaði sex leikja sigurgöngu Indiana Pacers með 121-105 sigri en Raptors liðið lék án Kawhi Leonard í leiknum. Serge Ibaka var með 18 stig og Pascal Siakam bætti við 12 stigum og 10 fráköstum.Russell Westbrook records his 12th triple-double of the season: 22 PTS, 15 REBS, 13 ASTS. pic.twitter.com/tmXbtk2fSx — NBA (@NBA) January 7, 2019Bradley Beal skoraði 25 stig fyrir Washington Wizards í 116-98 sigri á Oklahoma City Thunder en tólfta þrenna Russell Westbrook á tímabilinu (22 stig, 15 fráköst, 13 stoðsendingar) dugði ekki Thunder-liðinu.Kemba Walker goes off for 18 4th quarter PTS, including a halfcourt shot at the buzzer! #Hornets30pic.twitter.com/81nf2zJ4BE — NBA (@NBA) January 7, 2019Kemba Walker skoraði 18 af 29 stigum sínum á síðustu fimm mínútunum þegar Charlotte Hornets vann 119-113 sigur á Phoenix Suns en þetta var sjötta tap Phoenix liðsins í röð.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Oklahoma City Thunder - Washington Wizards 98-116 Toronto Raptors - Indiana Pacers 121-105 Phoenix Suns - Charlotte Hornets 113-119 Atlanta Hawks - Miami Heat 106-82 Chicago Bulls - Brooklyn Nets 100-117 Los Angeles Clippers - Orlando Magic 106-96 Minnesota Timberwolves - Los Angeles Lakers 108-86
NBA Mest lesið „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira