Hafa ekki val um annað en að fara í þriðju meðferðina Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. janúar 2019 10:00 Gunnar Ásgeir Ásgeirsson og Guðfinna Jakobsdóttir Hjarðar ræddu sögu sína í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vísir/Arnar Pari sem hefur farið í tvær misheppnaðar glasafrjóvganir líður eins og annars flokks þegnum eftir breytingar á greiðsluþátttöku við tæknifrjóvganir. Ófrjósemi sé að aukast og fæðingum að fækka og því skjóti skökku við að stjórnvöld leggi stein í götu þeirra sem vilja ráðast í barneignir. Reglugerð um greiðsluþátttöku við tæknifrjóvganir tók breytingum nú um áramót. Eftir breytingu tekur ríkið þátt í kostnaði sem nemur fimm prósent í fyrsta skipti, þrjátíu prósent ef farið er í annað skipti en ríkið tekur engan þátt ef farið er í þriðja eða fjórða skipti. Guðfinna Jakobsdóttir Hjarðar er með sjúkdóminn legslímuflakk, eða endómetríósu, sem valdið hefur miklum skaða á líffærum í kviðarholi hennar. Hún og unnusti hennar höfðu farið í tvær glasameðferðir til að reyna að eignast barn meðan gömlu reglugerðarinnar naut við og hafa þau fyrirhugað að fara í þá þriðju nú í upphafi árs. Með tilkomu nýja fyrirkomulagsins verður þeim gert að greiða þá meðferð, og aðrar ef til þess kemur, að fullu. Það gerir um 480 þúsund í hvert sinn.Sjá einnig: Segir breytingar á greiðsluþátttöku við tæknifrjóvganir færa okkur lengra frá Norðurlöndunum„Læknirinn minn telur að endómetríósan hafi haft mun meiri áhrif heldur en við gerðum okkur grein fyrir í upphafi. Þannig að núna er ég bara að bíða eftir símtali frá Landspítala um aðgerð en það á að fjarlægja vef í kviðarholinu. Í kjölfarið verðum við keyrð strax í þriðju meðferð,“ segir Guðfinna. Eitt af hverjum sex pörum berst við ófrjósemi Breytingarnar á fyrirkomulagi greiðsluþátttökunnar hafa þó ekki áhrif á áform þeirra Guðfinnu og Gunnars Ásgeirs Ásgeirssonar, unnusta hennar. „Nei, því við erum bara í kapphlaupi við tímann. Ég er orðin 31 árs, eftir fjögur ár þá fer frjósemi mín að dala eins og allra kvenna í heiminum. Þannig að við höfum ekki val, við verðum að fara í þriðju meðferðina ef við ætlum að gera þetta svona,“ segir Guðfinna. Þeim Guðfinnu og Gunnari þykir skjóta skökku við að ríkið komi ekki meira til móts við fólk sem hyggur á barneignir. Ófrjósemi sé sjúkdómur 21. aldarinnar og við því verði að bregðast. „Maður er alltaf að sjá fréttir um það að fæðingartíðni á Íslandi hafi aldrei verið minni,“ segir Gunnar. Fólk sé í auknum mæli farið að kjósa vinnuferil fram yfir barneignir. „Þetta línurit sem að er sýnt, það er alltaf á leiðinni niður,“ bætir Gunnar við og Guðfinna tekur í sama streng. „Eitt af hverjum sex pörum glímir við ófrjósemi. Það er tæplega 17 prósent af fólki á Íslandi í dag. Þetta er meira en fólk gerir sér grein fyrir.“ Ófrjósemi sé sjúkdómur eins og hver annar. Guðfinnu og Gunnari segjast því líða eins og annars flokks þegnum eftir að stjórnvöld ákváðu að leggja stein í götu þeirra - og annarra sem vilja eignast börn. Rætt var við Guðfinnu og Gunnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, viðtalið við þau má sjá í spilaranum hér að ofan. Fjölskyldumál Frjósemi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir breytingar á greiðsluþátttöku við tæknifrjóvganir færa okkur lengra frá Norðurlöndunum Eftir breytingu tekur ríkið þátt í kostnaði sem nemur fimm prósent í fyrsta skipti, þrjátíu prósent ef farið er í annað skipti en ríkið tekur engan þátt ef farið er í þriðja eða fjórða skipti. 6. janúar 2019 14:07 Hafnar því að verið sé að draga úr greiðsluþátttöku ríkisins vegna tæknifrjóvgana Fæðingartíðni á Íslandi hefur jafnt og þétt minnkað og er nú um 1,71 barn á hverja konu. Yfirleitt er miðað við að frjósemi þurfi að vera um 2,1 barn til þess að viðhalda mannfjöldanum til lengri tíma litið. 4. janúar 2019 18:45 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Pari sem hefur farið í tvær misheppnaðar glasafrjóvganir líður eins og annars flokks þegnum eftir breytingar á greiðsluþátttöku við tæknifrjóvganir. Ófrjósemi sé að aukast og fæðingum að fækka og því skjóti skökku við að stjórnvöld leggi stein í götu þeirra sem vilja ráðast í barneignir. Reglugerð um greiðsluþátttöku við tæknifrjóvganir tók breytingum nú um áramót. Eftir breytingu tekur ríkið þátt í kostnaði sem nemur fimm prósent í fyrsta skipti, þrjátíu prósent ef farið er í annað skipti en ríkið tekur engan þátt ef farið er í þriðja eða fjórða skipti. Guðfinna Jakobsdóttir Hjarðar er með sjúkdóminn legslímuflakk, eða endómetríósu, sem valdið hefur miklum skaða á líffærum í kviðarholi hennar. Hún og unnusti hennar höfðu farið í tvær glasameðferðir til að reyna að eignast barn meðan gömlu reglugerðarinnar naut við og hafa þau fyrirhugað að fara í þá þriðju nú í upphafi árs. Með tilkomu nýja fyrirkomulagsins verður þeim gert að greiða þá meðferð, og aðrar ef til þess kemur, að fullu. Það gerir um 480 þúsund í hvert sinn.Sjá einnig: Segir breytingar á greiðsluþátttöku við tæknifrjóvganir færa okkur lengra frá Norðurlöndunum„Læknirinn minn telur að endómetríósan hafi haft mun meiri áhrif heldur en við gerðum okkur grein fyrir í upphafi. Þannig að núna er ég bara að bíða eftir símtali frá Landspítala um aðgerð en það á að fjarlægja vef í kviðarholinu. Í kjölfarið verðum við keyrð strax í þriðju meðferð,“ segir Guðfinna. Eitt af hverjum sex pörum berst við ófrjósemi Breytingarnar á fyrirkomulagi greiðsluþátttökunnar hafa þó ekki áhrif á áform þeirra Guðfinnu og Gunnars Ásgeirs Ásgeirssonar, unnusta hennar. „Nei, því við erum bara í kapphlaupi við tímann. Ég er orðin 31 árs, eftir fjögur ár þá fer frjósemi mín að dala eins og allra kvenna í heiminum. Þannig að við höfum ekki val, við verðum að fara í þriðju meðferðina ef við ætlum að gera þetta svona,“ segir Guðfinna. Þeim Guðfinnu og Gunnari þykir skjóta skökku við að ríkið komi ekki meira til móts við fólk sem hyggur á barneignir. Ófrjósemi sé sjúkdómur 21. aldarinnar og við því verði að bregðast. „Maður er alltaf að sjá fréttir um það að fæðingartíðni á Íslandi hafi aldrei verið minni,“ segir Gunnar. Fólk sé í auknum mæli farið að kjósa vinnuferil fram yfir barneignir. „Þetta línurit sem að er sýnt, það er alltaf á leiðinni niður,“ bætir Gunnar við og Guðfinna tekur í sama streng. „Eitt af hverjum sex pörum glímir við ófrjósemi. Það er tæplega 17 prósent af fólki á Íslandi í dag. Þetta er meira en fólk gerir sér grein fyrir.“ Ófrjósemi sé sjúkdómur eins og hver annar. Guðfinnu og Gunnari segjast því líða eins og annars flokks þegnum eftir að stjórnvöld ákváðu að leggja stein í götu þeirra - og annarra sem vilja eignast börn. Rætt var við Guðfinnu og Gunnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, viðtalið við þau má sjá í spilaranum hér að ofan.
Fjölskyldumál Frjósemi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir breytingar á greiðsluþátttöku við tæknifrjóvganir færa okkur lengra frá Norðurlöndunum Eftir breytingu tekur ríkið þátt í kostnaði sem nemur fimm prósent í fyrsta skipti, þrjátíu prósent ef farið er í annað skipti en ríkið tekur engan þátt ef farið er í þriðja eða fjórða skipti. 6. janúar 2019 14:07 Hafnar því að verið sé að draga úr greiðsluþátttöku ríkisins vegna tæknifrjóvgana Fæðingartíðni á Íslandi hefur jafnt og þétt minnkað og er nú um 1,71 barn á hverja konu. Yfirleitt er miðað við að frjósemi þurfi að vera um 2,1 barn til þess að viðhalda mannfjöldanum til lengri tíma litið. 4. janúar 2019 18:45 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Segir breytingar á greiðsluþátttöku við tæknifrjóvganir færa okkur lengra frá Norðurlöndunum Eftir breytingu tekur ríkið þátt í kostnaði sem nemur fimm prósent í fyrsta skipti, þrjátíu prósent ef farið er í annað skipti en ríkið tekur engan þátt ef farið er í þriðja eða fjórða skipti. 6. janúar 2019 14:07
Hafnar því að verið sé að draga úr greiðsluþátttöku ríkisins vegna tæknifrjóvgana Fæðingartíðni á Íslandi hefur jafnt og þétt minnkað og er nú um 1,71 barn á hverja konu. Yfirleitt er miðað við að frjósemi þurfi að vera um 2,1 barn til þess að viðhalda mannfjöldanum til lengri tíma litið. 4. janúar 2019 18:45