Svo lærir sem lifir Lilja Alfreðsdóttir skrifar 8. janúar 2019 07:00 „Hvað lærðir þú í dag?“ er algeng spurning á heimilum á þessum tíma árs. Börn og ungmenni eru eflaust flest vön slíkum spurningum og viðbúin því að greina frá viðfangsefnum dagsins. En þessi spurning getur alveg átt við fleiri en námsmenn. Þetta er nefnilega líka árstíminn þegar margir huga að því hvernig hægt sé að gera lífið betra. Slík betrun getur meðal annars falist í því að huga að heilsunni, hlúa að fjölskyldu og vinum eða bæta við sig þekkingu. Vera má að eitt af nýársheitum margra sé að fara í nám eða á námskeið. Þar eru ýmsir valkostir í boði en fræðsluaðilar og skólar um allt land keppast nú við að kynna námsleiðir sínar, þjónustu og ráðgjöf. Meðvitund okkar um mikilvægi símenntunar hefur enda aukist töluvert. Við vitum að menntun er æviverk og nám getur farið fram með ýmsum hætti. Símenntun einskorðast ekki við stofnanir eða staði og núorðið er auðveldara að fá hæfni sína metna óháð því hvernig hennar var aflað.Námstækifærin blasa víða við Á tímum mikilla breytinga þurfum við öll að huga að þróun okkar eigin hæfni og þekkingar og leyfa forvitninni og fróðleiksþorstanum að ráða för. Námstækifærin blasa víða við og galdurinn virðist vera að velja og hafna úr hafsjó upplýsinga og að þekkja réttindi sín og áhugasvið. Því þegar vel er á málum haldið er aukin menntun í víðum skilningi tæki til jafnaðar og ábata fyrir alla. Eftir því sem tæknibreytingar og þróun samfélagsins verður hraðari því mikilvægara er að fólk hafi aðgang að fjölbreyttum menntunartækifærum, s.s. símenntun og framhaldsfræðslu. Það er okkar hlutverk að skapa aðstæður fyrir fjölbreytilega þekkingarmiðlun en í því samhengi má nefna að á vettvangi mennta- og menningarmálaráðuneytisins er nú m.a. unnið að endurskoðun laga um fullorðinsfræðslu og að frumvarpi um lýðskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
„Hvað lærðir þú í dag?“ er algeng spurning á heimilum á þessum tíma árs. Börn og ungmenni eru eflaust flest vön slíkum spurningum og viðbúin því að greina frá viðfangsefnum dagsins. En þessi spurning getur alveg átt við fleiri en námsmenn. Þetta er nefnilega líka árstíminn þegar margir huga að því hvernig hægt sé að gera lífið betra. Slík betrun getur meðal annars falist í því að huga að heilsunni, hlúa að fjölskyldu og vinum eða bæta við sig þekkingu. Vera má að eitt af nýársheitum margra sé að fara í nám eða á námskeið. Þar eru ýmsir valkostir í boði en fræðsluaðilar og skólar um allt land keppast nú við að kynna námsleiðir sínar, þjónustu og ráðgjöf. Meðvitund okkar um mikilvægi símenntunar hefur enda aukist töluvert. Við vitum að menntun er æviverk og nám getur farið fram með ýmsum hætti. Símenntun einskorðast ekki við stofnanir eða staði og núorðið er auðveldara að fá hæfni sína metna óháð því hvernig hennar var aflað.Námstækifærin blasa víða við Á tímum mikilla breytinga þurfum við öll að huga að þróun okkar eigin hæfni og þekkingar og leyfa forvitninni og fróðleiksþorstanum að ráða för. Námstækifærin blasa víða við og galdurinn virðist vera að velja og hafna úr hafsjó upplýsinga og að þekkja réttindi sín og áhugasvið. Því þegar vel er á málum haldið er aukin menntun í víðum skilningi tæki til jafnaðar og ábata fyrir alla. Eftir því sem tæknibreytingar og þróun samfélagsins verður hraðari því mikilvægara er að fólk hafi aðgang að fjölbreyttum menntunartækifærum, s.s. símenntun og framhaldsfræðslu. Það er okkar hlutverk að skapa aðstæður fyrir fjölbreytilega þekkingarmiðlun en í því samhengi má nefna að á vettvangi mennta- og menningarmálaráðuneytisins er nú m.a. unnið að endurskoðun laga um fullorðinsfræðslu og að frumvarpi um lýðskóla.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar