Spacey segist saklaus Samúel Karl Ólason skrifar 7. janúar 2019 19:51 Verði hann fundinn sekur gæti hann verið dæmdur til allt að fimm ára fangelsisvistar. AP/Steven Senne Leikarinn Kevin Spacey lýsti yfir sakleysi sínu í dómsal í dag þar sem hann mætti vegna ákæru fyrir kynferðisbrot gegn táningi. Hin meinta árás á hafa átt sér stað á öldurhúsi í Massachusetts fyrir tveimur árum. Þá er Spacey sagður hafa keypt áfengi fyrir 18 ára gamlan dreng og síðan káfað á honum. Lögaldur fyrir áfengisdrykkju í Massachusetts er 21 ár. Verði hann fundinn sekur gæti hann verið dæmdur til allt að fimm ára fangelsisvistar. Áður hefur Spacey verið sakaður um kynferðislega áreitni af að minnsta kosti tveimur mönnum. Sjá einnig: Kevin Spacey ákærður fyrir kynferðisbrot gegn táningi Lögmenn Spacey lýstu yfir sakleysi hans í dag og sögðu umfangsmikla galla á málflutningi ákæruvaldsins. Þeir sögðu engin vitni hafa komið fram og sagst hafa verið vitni af hinu meinta káfi. Þar að auki segja þeir drenginn hafa logið um aldur sinn, þáð drykki sem Spacey keypti, farið með honum út að reykja og látið Spacey fá símanúmer hans. Þeir sögðu að um saklaust daður á milli tveggja aðila hefði verið að ræða. Réttarhöldin munu halda áfram í mars. Mikið öngþveiti skapaðist þegar Spacey gekk brosandi inn í dómsalinn í dag. Þá höfðu á þriðja tug blaðamanna komið sér fyrir í salnum sjálfum, mörgum klukkustundum áður en Spacey mætti. Sjá má herlegheitin hér að neðan. Spacey hafði farið fram á að sleppa við að mæta í dómsal og sagði að vera hans myndi gera illt verra. Dómari málsins hafnaði þeirri kröfu. Bandaríkin Mál Kevin Spacey MeToo Tengdar fréttir Kevin Spacey þarf að mæta í dómsal Dómari í Massachussets-ríki Bandaríkjanna hefur neitað beiðni Kevin Spacey um að leikarinn þurfi ekki að mæta í dómsal þegar honum verður formlega lesin ákæra fyrir að hafa ráðist kynferðislega á dreng á táningsaldri árið 2016. 1. janúar 2019 21:31 Sendi Snapchat af kynferðislegri áreitni Spacey Drengurinn sem hefur sakað Kevin Spacey um kynferðisbrot árið 2016 sendi kærustu sinni myndband af atvikinu á Snapchat. 27. desember 2018 19:40 Kevin Spacey ákærður fyrir kynferðisbrot gegn táningi Leikarinn er sagður hafa gefið táningsdreng áfengi og síðan þuklað á honum. 25. desember 2018 08:41 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Leikarinn Kevin Spacey lýsti yfir sakleysi sínu í dómsal í dag þar sem hann mætti vegna ákæru fyrir kynferðisbrot gegn táningi. Hin meinta árás á hafa átt sér stað á öldurhúsi í Massachusetts fyrir tveimur árum. Þá er Spacey sagður hafa keypt áfengi fyrir 18 ára gamlan dreng og síðan káfað á honum. Lögaldur fyrir áfengisdrykkju í Massachusetts er 21 ár. Verði hann fundinn sekur gæti hann verið dæmdur til allt að fimm ára fangelsisvistar. Áður hefur Spacey verið sakaður um kynferðislega áreitni af að minnsta kosti tveimur mönnum. Sjá einnig: Kevin Spacey ákærður fyrir kynferðisbrot gegn táningi Lögmenn Spacey lýstu yfir sakleysi hans í dag og sögðu umfangsmikla galla á málflutningi ákæruvaldsins. Þeir sögðu engin vitni hafa komið fram og sagst hafa verið vitni af hinu meinta káfi. Þar að auki segja þeir drenginn hafa logið um aldur sinn, þáð drykki sem Spacey keypti, farið með honum út að reykja og látið Spacey fá símanúmer hans. Þeir sögðu að um saklaust daður á milli tveggja aðila hefði verið að ræða. Réttarhöldin munu halda áfram í mars. Mikið öngþveiti skapaðist þegar Spacey gekk brosandi inn í dómsalinn í dag. Þá höfðu á þriðja tug blaðamanna komið sér fyrir í salnum sjálfum, mörgum klukkustundum áður en Spacey mætti. Sjá má herlegheitin hér að neðan. Spacey hafði farið fram á að sleppa við að mæta í dómsal og sagði að vera hans myndi gera illt verra. Dómari málsins hafnaði þeirri kröfu.
Bandaríkin Mál Kevin Spacey MeToo Tengdar fréttir Kevin Spacey þarf að mæta í dómsal Dómari í Massachussets-ríki Bandaríkjanna hefur neitað beiðni Kevin Spacey um að leikarinn þurfi ekki að mæta í dómsal þegar honum verður formlega lesin ákæra fyrir að hafa ráðist kynferðislega á dreng á táningsaldri árið 2016. 1. janúar 2019 21:31 Sendi Snapchat af kynferðislegri áreitni Spacey Drengurinn sem hefur sakað Kevin Spacey um kynferðisbrot árið 2016 sendi kærustu sinni myndband af atvikinu á Snapchat. 27. desember 2018 19:40 Kevin Spacey ákærður fyrir kynferðisbrot gegn táningi Leikarinn er sagður hafa gefið táningsdreng áfengi og síðan þuklað á honum. 25. desember 2018 08:41 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Kevin Spacey þarf að mæta í dómsal Dómari í Massachussets-ríki Bandaríkjanna hefur neitað beiðni Kevin Spacey um að leikarinn þurfi ekki að mæta í dómsal þegar honum verður formlega lesin ákæra fyrir að hafa ráðist kynferðislega á dreng á táningsaldri árið 2016. 1. janúar 2019 21:31
Sendi Snapchat af kynferðislegri áreitni Spacey Drengurinn sem hefur sakað Kevin Spacey um kynferðisbrot árið 2016 sendi kærustu sinni myndband af atvikinu á Snapchat. 27. desember 2018 19:40
Kevin Spacey ákærður fyrir kynferðisbrot gegn táningi Leikarinn er sagður hafa gefið táningsdreng áfengi og síðan þuklað á honum. 25. desember 2018 08:41