Argentína keyrð í 137 milljóna gjaldþrot Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. janúar 2019 10:59 Argentína steikhús opnaði í október 1989 og var lengi eitt ástsælasta steikhús borgarinnar. Engar eignir fundust í búi BOS ehf., sem rekið hafði steikhúsið Argentínu við Barónstíg. Búið var tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í maí í fyrra en veitingastaðnum var skellt í lás í byrjun aprílmánaðar 2018. Skiptum lauk í búið þann 21. desember síðastliðinn, en í Lögbirtingablaðinu í dag kemur fram að lýstar kröfur í bú BOS hafi alls numið rúmlega 137 milljónum króna. Sem fyrr segir fannst ekkert í búinu og var skiptum því lokið án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur, auk áfallinna vaxta og kostnaðar eftir úrskurðardag gjaldþrotaskiptana, 2. maí 2018. Eins og Fréttablaðið greindi frá á sínum tíma eignaðist athafnamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson rekstur Argentínu í október árið 2017. Hann fór með stöðu stjórnarformanns í BOS, en hann var sakaður um að hafa reynt að greiða skuldir með steikum. Steikhúsið var áður í eigu félagsins Potts en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í mars árið 2017. Ekkert fékkst greitt upp í 86 milljóna kröfur í þrotabú Potts. Mismunurinn á kröfum í bú Potts og bú BOS nemur því um 50 milljónum króna. Kristján Þór Sigfússon átti Pott ehf. en hann hafði verið annar eigenda Argentínu nánast frá upphafi. Taprekstur hafði verið á Argentínu undanfarin ár og skuldabyrðin þung. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu gerði í febrúar árangurslaust fjárnám í félaginu BOS. Greiðsluáskoranir höfðu borist frá lífeyrissjóðum á innan við tveimur mánuðum eftir að félagið tók við rekstrinum haustið 2017. Hluti starfsfólksins fékk ekki greidd laun. Gjaldþrot Veitingastaðir Tengdar fréttir Björn Ingi kaupir Argentínu steikhús Björn Ingi Hrafnsson er orðinn eigandi eins rótgrónasta veitingahúss miðborgarinnar, Argentínu steikhúss. 6. október 2017 06:00 Tæplega 90 milljóna króna gjaldþrot Potts Félagið rak Argentínu steikhús í tæplega 30 ár. 27. mars 2018 15:12 Eignir Björns Inga kyrrsettar vegna rannsóknar á skattaundanskotum Sýslumaður hefur að kröfu tollstjóra kyrrsett eignir Björns Inga Hrafnssonar fjölmiðlamanns vegna meintra skattaundanskota. Verðmæti eignanna er um 115 milljónir króna. 12. júlí 2018 21:53 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Engar eignir fundust í búi BOS ehf., sem rekið hafði steikhúsið Argentínu við Barónstíg. Búið var tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í maí í fyrra en veitingastaðnum var skellt í lás í byrjun aprílmánaðar 2018. Skiptum lauk í búið þann 21. desember síðastliðinn, en í Lögbirtingablaðinu í dag kemur fram að lýstar kröfur í bú BOS hafi alls numið rúmlega 137 milljónum króna. Sem fyrr segir fannst ekkert í búinu og var skiptum því lokið án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur, auk áfallinna vaxta og kostnaðar eftir úrskurðardag gjaldþrotaskiptana, 2. maí 2018. Eins og Fréttablaðið greindi frá á sínum tíma eignaðist athafnamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson rekstur Argentínu í október árið 2017. Hann fór með stöðu stjórnarformanns í BOS, en hann var sakaður um að hafa reynt að greiða skuldir með steikum. Steikhúsið var áður í eigu félagsins Potts en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í mars árið 2017. Ekkert fékkst greitt upp í 86 milljóna kröfur í þrotabú Potts. Mismunurinn á kröfum í bú Potts og bú BOS nemur því um 50 milljónum króna. Kristján Þór Sigfússon átti Pott ehf. en hann hafði verið annar eigenda Argentínu nánast frá upphafi. Taprekstur hafði verið á Argentínu undanfarin ár og skuldabyrðin þung. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu gerði í febrúar árangurslaust fjárnám í félaginu BOS. Greiðsluáskoranir höfðu borist frá lífeyrissjóðum á innan við tveimur mánuðum eftir að félagið tók við rekstrinum haustið 2017. Hluti starfsfólksins fékk ekki greidd laun.
Gjaldþrot Veitingastaðir Tengdar fréttir Björn Ingi kaupir Argentínu steikhús Björn Ingi Hrafnsson er orðinn eigandi eins rótgrónasta veitingahúss miðborgarinnar, Argentínu steikhúss. 6. október 2017 06:00 Tæplega 90 milljóna króna gjaldþrot Potts Félagið rak Argentínu steikhús í tæplega 30 ár. 27. mars 2018 15:12 Eignir Björns Inga kyrrsettar vegna rannsóknar á skattaundanskotum Sýslumaður hefur að kröfu tollstjóra kyrrsett eignir Björns Inga Hrafnssonar fjölmiðlamanns vegna meintra skattaundanskota. Verðmæti eignanna er um 115 milljónir króna. 12. júlí 2018 21:53 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Björn Ingi kaupir Argentínu steikhús Björn Ingi Hrafnsson er orðinn eigandi eins rótgrónasta veitingahúss miðborgarinnar, Argentínu steikhúss. 6. október 2017 06:00
Tæplega 90 milljóna króna gjaldþrot Potts Félagið rak Argentínu steikhús í tæplega 30 ár. 27. mars 2018 15:12
Eignir Björns Inga kyrrsettar vegna rannsóknar á skattaundanskotum Sýslumaður hefur að kröfu tollstjóra kyrrsett eignir Björns Inga Hrafnssonar fjölmiðlamanns vegna meintra skattaundanskota. Verðmæti eignanna er um 115 milljónir króna. 12. júlí 2018 21:53