Erlent

Trump segir neyðarástand kalla á landamæravegginn

Sveinn Arnarsson skrifar
Donald Trump stendur í ströngu vegna landamæraveggjarins.
Donald Trump stendur í ströngu vegna landamæraveggjarins. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
Fréttaskýrendur bjuggust við því að Donald Trump Bandaríkjaforseti myndi lýsa því yfir í sjónvarpsávarpi að neyðarástand við mexíkósku landamærin kallaði á það að ráðist yrði í byggingu landamæraveggjarins sem hann hefur lengi barist fyrir. Ávarpið fór fram kl. 2 í nótt að íslenskum tíma.

Mike Pence varaforseti sagði í samtali við NBC að Trump myndi skýra fyrir bandarísku þjóðinni að um væri að ræða neyðarástand bæði af mannúðarástæðum og öryggisástæðum. Til stendur að Trump heimsæki landamærin á fimmtudag.

Sú ákvörðun bandarískra sjónvarpsstöðva að sýna beint frá ávarpi forsetans hefur verið gagnrýnd. Andstæðingar Trumps telja að miðað við málflutning hans hingað til verði ávarpið fullt af röngum eða misvísandi upplýsingum.

Nancy Pelosi og Chuck Schumer, leiðtogar Demókrata, hafa farið fram á að fá að bregðast við ávarpinu. Stóð til að sýna viðbrögð þeirra í beinni útsendingu hjá öllum helstu sjónvarpsstöðvunum.

Trump hefur farið fram á 5 milljarða dollara fjárveitingu vegna byggingar veggjarins en þá fjármuni er ekki að finna í þeim fjárlögum sem nýlega voru samþykkt af fulltrúadeild þingsins.

Af þeim sökum hefur Trump neitað að staðfesta lögin og fjölmargar alríkisstofnanir hafa verið lokaðar síðan fyrir jól.


Tengdar fréttir

Hvíta húsið kannar að lýsa yfir neyðarástandi

Slíkt myndi veita Donald Trump, forseta, vald til að byggja múr á landamærunum, án aðkomu þingsins. Meðal þess sem verið er að skoða er hvort slíkt væri lögum samkvæmt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×