Tjón að missa út nýju þotuna Sigurður Mikael Jónsson skrifar 9. janúar 2019 06:45 Ein af nýjustu vélum Icelandair skemmdist í furðulegu óhappi að kvöldi jóladags. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Icelandair hyggst nýta tækifærið og gera breytingar á nýrri Boeing 737 Max 8 vél sem skemmdist þegar hún fauk á Leifsstöð á jóladag. Vélin er ekki ónýt en viðgerðin er flókin. Upplýsingafulltrúi félagsins segir atvikið ekki hafa valdið truflunum á áætlun. „Það er ekki þannig að skemmdirnar séu það miklar að vélin verði frá í lengri tíma,“ segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, aðspurð um ástandið á nýrri þotu félagsins sem skemmdist illa að kvöldi jóladags.Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair.Líkt og Fréttablaðið fjallaði um fyrir áramót stóð vélin, sem er af tegundinni Boeing 737 Max 8, við landgang á Keflavíkurflugvelli 25. desember síðastliðinn en hvassviðri og hálka varð þess valdandi að vélin sveiflaðist til og skall af miklum þunga á landganginum. Þotan, sem ber einkennisstafina TF-ICY og nafnið Látrabjarg, var tengd landganginum þegar hún snerist til og hurðin því galopin þegar vélin fór af stað í hvassviðrinu og vængur hennar skall á rananum. Vélin hafði komið til lands á aðfangadag klukkan hálf fjögur en engar flugferðir voru á jóladag. Yfirmaður flugrekstrarsviðs Icelandair sagði atvikið hafa komið á óvart þar sem ekki hafði verið spáð miklum vindi þetta kvöld og því hafi ekki verið gengið betur frá þotunni. Eftir óhappið var hún dregin inn í flugskýli og hefur verið þar síðan.Eins og sjá má urðu töluverðar skemmdir á vængnum við óhappið.Ásdís Ýr segir fulltrúa Boeing hér á landi hafa skoðað vélina eftir óhappið en félagið hafi ákveðið að nýta tækifærið vegna viðgerðanna og gera breytingar á vélinni. „Viðgerðin er nokkuð flókin en einangruð við ákveðið svæði. Við höfum hins vegar ákveðið að nýta tímann til að gera aðrar breytingar á vélinni svo tími úr rekstri ræðst ekki lengur af tímanum sem mun taka að gera við skemmdina,“ segir í svari Ásdísar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Aðspurð hvort hvort þetta hafi valdið tjóni að missa út nýja vél með þessum hætti segir Ásdís: „Það er ákveðið tjón að njóta ekki aðgangs að nýrri vél vegna þess að þá þarf að nota aðrar vélar í staðinn. Þetta hefur hins vegar ekki valdið neinum truflunum á áætlun. Málið er í skoðun hjá tryggingafélögum.“ Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Ný Boeing-þota enn biluð og situr föst í Íran Norwegian svarar engu um orsakir þess að glænýrri Boeing 737 Max 8 þotu flugfélagsins var nauðlent í Íran fyrir þremur vikum. Vélin, sem er eins og sú sem fórst í Indónesíu í október, er enn föst í Íran. 5. janúar 2019 09:30 Icelandair lokið fjármögnun á Boeing 737 MAX-sendingu ársins Icelandair Group hefur lokið fjármögnun á öllum sex Boeing 737 MAX flugvélum sem félagið mun fá til afhendingar frá Boeing árið 2019. 3. janúar 2019 10:23 Ein af nýju þotum Icelandair fauk til og skemmdist Þotan er af gerðinni Boeing 737 Max 1. 28. desember 2018 07:45 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Sjá meira
Icelandair hyggst nýta tækifærið og gera breytingar á nýrri Boeing 737 Max 8 vél sem skemmdist þegar hún fauk á Leifsstöð á jóladag. Vélin er ekki ónýt en viðgerðin er flókin. Upplýsingafulltrúi félagsins segir atvikið ekki hafa valdið truflunum á áætlun. „Það er ekki þannig að skemmdirnar séu það miklar að vélin verði frá í lengri tíma,“ segir Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, aðspurð um ástandið á nýrri þotu félagsins sem skemmdist illa að kvöldi jóladags.Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair.Líkt og Fréttablaðið fjallaði um fyrir áramót stóð vélin, sem er af tegundinni Boeing 737 Max 8, við landgang á Keflavíkurflugvelli 25. desember síðastliðinn en hvassviðri og hálka varð þess valdandi að vélin sveiflaðist til og skall af miklum þunga á landganginum. Þotan, sem ber einkennisstafina TF-ICY og nafnið Látrabjarg, var tengd landganginum þegar hún snerist til og hurðin því galopin þegar vélin fór af stað í hvassviðrinu og vængur hennar skall á rananum. Vélin hafði komið til lands á aðfangadag klukkan hálf fjögur en engar flugferðir voru á jóladag. Yfirmaður flugrekstrarsviðs Icelandair sagði atvikið hafa komið á óvart þar sem ekki hafði verið spáð miklum vindi þetta kvöld og því hafi ekki verið gengið betur frá þotunni. Eftir óhappið var hún dregin inn í flugskýli og hefur verið þar síðan.Eins og sjá má urðu töluverðar skemmdir á vængnum við óhappið.Ásdís Ýr segir fulltrúa Boeing hér á landi hafa skoðað vélina eftir óhappið en félagið hafi ákveðið að nýta tækifærið vegna viðgerðanna og gera breytingar á vélinni. „Viðgerðin er nokkuð flókin en einangruð við ákveðið svæði. Við höfum hins vegar ákveðið að nýta tímann til að gera aðrar breytingar á vélinni svo tími úr rekstri ræðst ekki lengur af tímanum sem mun taka að gera við skemmdina,“ segir í svari Ásdísar við fyrirspurn Fréttablaðsins. Aðspurð hvort hvort þetta hafi valdið tjóni að missa út nýja vél með þessum hætti segir Ásdís: „Það er ákveðið tjón að njóta ekki aðgangs að nýrri vél vegna þess að þá þarf að nota aðrar vélar í staðinn. Þetta hefur hins vegar ekki valdið neinum truflunum á áætlun. Málið er í skoðun hjá tryggingafélögum.“
Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Ný Boeing-þota enn biluð og situr föst í Íran Norwegian svarar engu um orsakir þess að glænýrri Boeing 737 Max 8 þotu flugfélagsins var nauðlent í Íran fyrir þremur vikum. Vélin, sem er eins og sú sem fórst í Indónesíu í október, er enn föst í Íran. 5. janúar 2019 09:30 Icelandair lokið fjármögnun á Boeing 737 MAX-sendingu ársins Icelandair Group hefur lokið fjármögnun á öllum sex Boeing 737 MAX flugvélum sem félagið mun fá til afhendingar frá Boeing árið 2019. 3. janúar 2019 10:23 Ein af nýju þotum Icelandair fauk til og skemmdist Þotan er af gerðinni Boeing 737 Max 1. 28. desember 2018 07:45 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Sjá meira
Ný Boeing-þota enn biluð og situr föst í Íran Norwegian svarar engu um orsakir þess að glænýrri Boeing 737 Max 8 þotu flugfélagsins var nauðlent í Íran fyrir þremur vikum. Vélin, sem er eins og sú sem fórst í Indónesíu í október, er enn föst í Íran. 5. janúar 2019 09:30
Icelandair lokið fjármögnun á Boeing 737 MAX-sendingu ársins Icelandair Group hefur lokið fjármögnun á öllum sex Boeing 737 MAX flugvélum sem félagið mun fá til afhendingar frá Boeing árið 2019. 3. janúar 2019 10:23
Ein af nýju þotum Icelandair fauk til og skemmdist Þotan er af gerðinni Boeing 737 Max 1. 28. desember 2018 07:45