„Gríðarleg hætta“ fólgin í snjallúrum fyrir börn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. janúar 2019 11:00 Margir foreldrar telja að öryggi barna þeirra aukist fái þau snjallúr. Visir/Getty. Forstjóri Persónuverndar segir að komið hafi í ljós að auðvelt geti reynst að brjótast inn í snjallúr sem sérstaklega eru ætluð börnum. Utanaðkomandi aðilar geti öðlast aðgang að úrunum og þaning fylgst með og átt í samskiptum við börn án vitnesku foreldra. Hættan sem þessu fylgir sé gríðarleg.„Í stuttu máli sagt hefur komið í ljós að þessi snjallúr eru gríðarlega hættuleg að því leytinu til að það er í rauninni auðvelt fyrir utanaðkomandi að brjótast inn í þessi úr, taka fulla stjórn á þeim, hlera úrið, eiga í samskiptum við barnið eða að fylgjast með ferðum þess án vitneskju forráðamanna,“ sagði Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Úrin eru gjarnan markaðssett sem öryggistæki fyrir foreldra sem geti þannig fylgst betur með ferðum barna sinna sem geti sömuleiðis hringt í foreldra sína ef eitthvað bjátar án þess að þurfa vera með síma. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Helgu.Í síðustu viku sendi Persónuvernd frá sér tilkynningu þar sem ítrekað var að foreldrar, forráðamenn og aðrir ættu að vera meðvitaðir um þær hættur sem geti fylgt slíkum úrum. Var vakin athygli á því að Neytendastofi hafi nýlega sett sölubann á tvær tegundir snjallúra, svokölluð Enox og Vonlex úr eftir að í ljós kom að öryggi þeirra var ábótavant. Alvarlegir öryggisgallar fundust á tveimur snjallúrum sem seld eru hér á landi og eru ætluð börnum. „Þetta eru úr sem gera það að verkum að það er hægt að hafa samskipti við þitt barn af óviðkomandi aðila, jafn vel segja barninu að gera einhverja hluti og fara eitthvert og hitta síðan. Þetta er svo gríðarlega hættulegt,“ sagði Helga og benti á að slík úr væru alfarið bönnuð í Þýskalandi, þar í landi væri metið sem svo að um væri að ræða hlerunar- og njósnabúnað. Netöryggisfyrirtækið Syndis hefur framkvæmt könnun á þremur tegundum af snjallúrum og segir Helga að þar á bæ hafi menn hreinlega orðið skelkaðir yfir því að komast að því hversu auðvelt hafi reynst að brjótast inn í úrin. Lágmarkskunnáttu þurfi til þess. Fjallað hefur verið öryggi snjallúra fyrir börn í nágrannalöndum Íslands á undanförnum árum, þar á meðal hjá Forbrukerrådet, norsku neytendastofnunni. Úttekt hennar á nokkrum snjallúrum leiddi í ljós að þau væru haldin sambærilegum öryggisgöllum og úrin sem könnuð voru hér á landi.Hér að neðan má sjá myndband sem gert var fyrir Forbrukerrådet þar sem öryggisgallarnir eru útskýrðir í stuttu máli. Börn og uppeldi Tækni Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira
Forstjóri Persónuverndar segir að komið hafi í ljós að auðvelt geti reynst að brjótast inn í snjallúr sem sérstaklega eru ætluð börnum. Utanaðkomandi aðilar geti öðlast aðgang að úrunum og þaning fylgst með og átt í samskiptum við börn án vitnesku foreldra. Hættan sem þessu fylgir sé gríðarleg.„Í stuttu máli sagt hefur komið í ljós að þessi snjallúr eru gríðarlega hættuleg að því leytinu til að það er í rauninni auðvelt fyrir utanaðkomandi að brjótast inn í þessi úr, taka fulla stjórn á þeim, hlera úrið, eiga í samskiptum við barnið eða að fylgjast með ferðum þess án vitneskju forráðamanna,“ sagði Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Úrin eru gjarnan markaðssett sem öryggistæki fyrir foreldra sem geti þannig fylgst betur með ferðum barna sinna sem geti sömuleiðis hringt í foreldra sína ef eitthvað bjátar án þess að þurfa vera með síma. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Helgu.Í síðustu viku sendi Persónuvernd frá sér tilkynningu þar sem ítrekað var að foreldrar, forráðamenn og aðrir ættu að vera meðvitaðir um þær hættur sem geti fylgt slíkum úrum. Var vakin athygli á því að Neytendastofi hafi nýlega sett sölubann á tvær tegundir snjallúra, svokölluð Enox og Vonlex úr eftir að í ljós kom að öryggi þeirra var ábótavant. Alvarlegir öryggisgallar fundust á tveimur snjallúrum sem seld eru hér á landi og eru ætluð börnum. „Þetta eru úr sem gera það að verkum að það er hægt að hafa samskipti við þitt barn af óviðkomandi aðila, jafn vel segja barninu að gera einhverja hluti og fara eitthvert og hitta síðan. Þetta er svo gríðarlega hættulegt,“ sagði Helga og benti á að slík úr væru alfarið bönnuð í Þýskalandi, þar í landi væri metið sem svo að um væri að ræða hlerunar- og njósnabúnað. Netöryggisfyrirtækið Syndis hefur framkvæmt könnun á þremur tegundum af snjallúrum og segir Helga að þar á bæ hafi menn hreinlega orðið skelkaðir yfir því að komast að því hversu auðvelt hafi reynst að brjótast inn í úrin. Lágmarkskunnáttu þurfi til þess. Fjallað hefur verið öryggi snjallúra fyrir börn í nágrannalöndum Íslands á undanförnum árum, þar á meðal hjá Forbrukerrådet, norsku neytendastofnunni. Úttekt hennar á nokkrum snjallúrum leiddi í ljós að þau væru haldin sambærilegum öryggisgöllum og úrin sem könnuð voru hér á landi.Hér að neðan má sjá myndband sem gert var fyrir Forbrukerrådet þar sem öryggisgallarnir eru útskýrðir í stuttu máli.
Börn og uppeldi Tækni Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira