Ráðlögðu fjölskyldunni að verða ekki við kröfu mannræningjanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. janúar 2019 11:11 Mynd af Önnu-Elisabethu Falkevik Hagen sem lögregla birti í morgun. EPA/Norska lögreglan Norska lögreglan ráðlagði fjölskyldu Önnu-Elisabethar Falkevik Hagen, sem rænt var af heimili sínu í Fjellhamar í Lørenskógi skammt frá Ósló í lok október, að verða ekki við kröfu mannræningjanna um yfir milljarð íslenskra króna í lausnargjald. Þá staðfesti lögregla að hún hefði verið í samskiptum við ræningjana undanfarnar tíu vikur. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem norska lögreglan boðaði til vegna málsins í Ósló í dag. Fyrst var greint frá málinu í morgun en síðast sást til Falkevik Hagen þann 31. október síðastliðinn. Talið er að mannræningjar hafi ráðist á hana inni á baðherbergi inni á heimili hennar og eiginmannsins, Toms Hagen, eins ríkasta manns Noregs. Algjör leynd hafði hvílt yfir málinu þangað til í dag af ótta við að fjölmiðlaumfjöllun myndi stofna lífi Falkevik Hagen í hættu.Sjá einnig: Óttast að eiginkonu eins ríkasta manns Noregs hafi verið ræntFjölskyldan þarf sjálf að taka ákvörðun Tommy Brøske hjá rannsóknardeild norsku lögreglunnar sagði á blaðamannafundi vegna málsins í morgun að fyrir lægi milljónakrafa um lausnargjald auk alvarlegra hótana í garð Falkevik Hagen. Þá sagði hann að lögregla hafi ráðlagt fjölskyldu Falkevik Hagen að verða ekki við kröfum mannræningjanna sem hljóða upp á rúman milljarð íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt. Brøske sagði að það væri þó undir fjölskyldunni sjálfri komið hvort lausnargjaldið verði greitt. Enginn er enn grunaður um aðild að málinu og telur lögregla að einstaklingar ókunnugir Falkevik Hagen hafi verið að verki. Þá séu vísbendingar um að þeir sem standa að baki hvarfi Falkevik Hagen séu reyndir mannræningjar en Brøske gaf ekki upp hvað það væri sem gæfi það til kynna.Lögregla hefur girt af heimili Hagen-hjónanna í Fjellhamar í Lørenskógi.EPA/OLE BERG-RUSTENEkkert lífsmark en heldur ekki vísbendingar um morð Þá fékkst staðfest á blaðamannafundinum að lögregla hefði aðeins verið í sambandi við ræningjana í gegnum netið. Brøske vildi ekki gefa neitt uppi um hvaða samskiptaforrit var notast við og gat ekki heldur tjáð sig um það hvenær lögregla hefði heyrt í mannræningjunum síðast. Brøske sagði jafnframt að lögregla hefði ekki fengið staðfest lífsmark með Falkevik Hagen síðan hún hvarf í október. Hann lagði þó áherslu á að ekki væru heldur neinar vísbendingar um að henni hefði verið ráðinn bani Þá viti lögregla ekki hvar Falkevik Hagen er niðurkomin og ekki heldur hvort henni hafi verið haldið á sama stað síðan henni var rænt. Mannræningjarnir gætu jafnframt hafa búið sér felustað í Noregi eða farið með hana úr landi. Lögregla biðlar einnig til allra sem gætu búið yfir upplýsingum um málið að hafa samband við lögreglu. Þá er sérstaklega óskað eftir myndefni af svæðinu í kringum húsið í Fjellhammer sem tekið var upp um það leyti sem síðast sást til Falkevik Hagen. Anne-Elisabeth Hagen Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Blaðamannafundur vegna mannránsins í Noregi Ekkert hefur spurst til Falkevik Hagen í tíu vikur. 9. janúar 2019 09:52 Óttast að eiginkonu eins ríkasta manns Noregs hafi verið rænt Algjör leynd hefur hvílt yfir rannsókn málsins þangað til nú. 9. janúar 2019 09:02 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira
Norska lögreglan ráðlagði fjölskyldu Önnu-Elisabethar Falkevik Hagen, sem rænt var af heimili sínu í Fjellhamar í Lørenskógi skammt frá Ósló í lok október, að verða ekki við kröfu mannræningjanna um yfir milljarð íslenskra króna í lausnargjald. Þá staðfesti lögregla að hún hefði verið í samskiptum við ræningjana undanfarnar tíu vikur. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem norska lögreglan boðaði til vegna málsins í Ósló í dag. Fyrst var greint frá málinu í morgun en síðast sást til Falkevik Hagen þann 31. október síðastliðinn. Talið er að mannræningjar hafi ráðist á hana inni á baðherbergi inni á heimili hennar og eiginmannsins, Toms Hagen, eins ríkasta manns Noregs. Algjör leynd hafði hvílt yfir málinu þangað til í dag af ótta við að fjölmiðlaumfjöllun myndi stofna lífi Falkevik Hagen í hættu.Sjá einnig: Óttast að eiginkonu eins ríkasta manns Noregs hafi verið ræntFjölskyldan þarf sjálf að taka ákvörðun Tommy Brøske hjá rannsóknardeild norsku lögreglunnar sagði á blaðamannafundi vegna málsins í morgun að fyrir lægi milljónakrafa um lausnargjald auk alvarlegra hótana í garð Falkevik Hagen. Þá sagði hann að lögregla hafi ráðlagt fjölskyldu Falkevik Hagen að verða ekki við kröfum mannræningjanna sem hljóða upp á rúman milljarð íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt. Brøske sagði að það væri þó undir fjölskyldunni sjálfri komið hvort lausnargjaldið verði greitt. Enginn er enn grunaður um aðild að málinu og telur lögregla að einstaklingar ókunnugir Falkevik Hagen hafi verið að verki. Þá séu vísbendingar um að þeir sem standa að baki hvarfi Falkevik Hagen séu reyndir mannræningjar en Brøske gaf ekki upp hvað það væri sem gæfi það til kynna.Lögregla hefur girt af heimili Hagen-hjónanna í Fjellhamar í Lørenskógi.EPA/OLE BERG-RUSTENEkkert lífsmark en heldur ekki vísbendingar um morð Þá fékkst staðfest á blaðamannafundinum að lögregla hefði aðeins verið í sambandi við ræningjana í gegnum netið. Brøske vildi ekki gefa neitt uppi um hvaða samskiptaforrit var notast við og gat ekki heldur tjáð sig um það hvenær lögregla hefði heyrt í mannræningjunum síðast. Brøske sagði jafnframt að lögregla hefði ekki fengið staðfest lífsmark með Falkevik Hagen síðan hún hvarf í október. Hann lagði þó áherslu á að ekki væru heldur neinar vísbendingar um að henni hefði verið ráðinn bani Þá viti lögregla ekki hvar Falkevik Hagen er niðurkomin og ekki heldur hvort henni hafi verið haldið á sama stað síðan henni var rænt. Mannræningjarnir gætu jafnframt hafa búið sér felustað í Noregi eða farið með hana úr landi. Lögregla biðlar einnig til allra sem gætu búið yfir upplýsingum um málið að hafa samband við lögreglu. Þá er sérstaklega óskað eftir myndefni af svæðinu í kringum húsið í Fjellhammer sem tekið var upp um það leyti sem síðast sást til Falkevik Hagen.
Anne-Elisabeth Hagen Norðurlönd Noregur Tengdar fréttir Blaðamannafundur vegna mannránsins í Noregi Ekkert hefur spurst til Falkevik Hagen í tíu vikur. 9. janúar 2019 09:52 Óttast að eiginkonu eins ríkasta manns Noregs hafi verið rænt Algjör leynd hefur hvílt yfir rannsókn málsins þangað til nú. 9. janúar 2019 09:02 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira
Blaðamannafundur vegna mannránsins í Noregi Ekkert hefur spurst til Falkevik Hagen í tíu vikur. 9. janúar 2019 09:52
Óttast að eiginkonu eins ríkasta manns Noregs hafi verið rænt Algjör leynd hefur hvílt yfir rannsókn málsins þangað til nú. 9. janúar 2019 09:02