Amanda Nunes senuþjófurinn á UFC 232 – Jones með öruggan sigur Pétur Marinó Jónsson skrifar 30. desember 2018 07:25 Jon Jones klárar Gustafsson í nótt. Vísir/Getty UFC 232 fór fram í nótt í Las Vegas þar sem tveir titilbardagar voru á dagskrá. Eftir umdeilda viku náði Jon Jones að endurheimta titilinn enn einu sinni. Jon Jones og Alexander Gustafsson mættust í aðalbardaga kvöldsins. Barist var upp á léttþungavigtartitilinn en síðasti meistari, Daniel Cormier, lét beltið af hendi á dögunum en hann er þó enn ríkjandi þungavigtarmeistari. Fyrri bardagi Jones og Gustafsson var magnaður en þessi var öllu rólegri. Jones reyndi að taka Gustafsson snemma niður en Svíinn sýndi frábæra felluvörn. Báðir virtust ætla að taka sér sinn tíma til að finna taktinn og var fyrsta lota fremur róleg. Önnur lota var aðeins fjörugri en Jones var betri að stjórna fjarlægðinni núna heldur en í fyrri bardaga þeirra með spörkum og leyfði Gustafsson ekki að koma nálægt sér. Í 3. lotu náði Jones svo góðri fellu og var Gustafsson í vandræðum með að standa upp. Jones komst í yfirburðarstöðu í gólfinu og kláraði bardagann í gólfinu með höggum. Stærsta augnablik kvöldsins átti hins vegar Amanda Nunes. Hún mætti fjaðurvigtarmeistaranum Cris ‘Cyborg’ Justino í sannkölluðum ofurbardaga þar sem bantamvigtarmeistarinn Nunes fór upp í fjaðurvigt til að skora á Cyborg. Nunes náði snemma einu lágsparki og byrjuðu þær strax að skiptast á höggum. Cyborg réðst fram árásargjörn en Nunes svaraði vel fyrir sig. Cyborg át nokkur góð högg frá Nunes og féll niður en komst aftur upp. Nunes hélt áfram að hitta og endaði á að rota Cyborg eftir aðeins 51 sekúndu í 1. lotu. Mögnuð frammistaða hjá Nunes og er hún nú fyrsta konan til að vinna belti í tveimur þyngdarflokkum í UFC. Nunes kemst á spjöld sögunnar og er aðeins þriðji keppandinn í sögu UFC sem er ríkjandi meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma. Aðeins Conor McGregor og Daniel Cormier hafa náð að vera meistarar í tveimur flokkum á sama tíma í UFC. Núna er Nunes með sigra gegn konum eins og Cyborg, Rondu Rousey, Mieshu Tate og Valentinu Shevchenko og hefur sennilega stimplað sig inn sem besta bardagakona allra tíma. Ótrúlegur sigur hjá Nunes. UFC 232 var ansi gott kvöld en öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Tveir magnaðir bardagar falla í skuggann á umdeildu lyfjaprófi Jon Jones UFC 232 fer fram í nótt í Los Angeles og hefur mikið gengið á í vikunni. Lyfjapróf Jon Jones sýndi óvenjulegar niðurstöður og hafa því annars frábærir bardagar kvöldsins dálítið gleymst. 29. desember 2018 18:00 Allt í óreiðu í UFC: Staðsetningu breytt vegna óvenjulegs lyfjaprófs UFC 232 fer fram á laugardaginn 29. desember en það átti upphaflega að fara fram í Las Vegas en hefur verið fært til Los Angeles vegna óvenjulegs lyfjaprófs Jon Jones. 24. desember 2018 11:00 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Sjá meira
UFC 232 fór fram í nótt í Las Vegas þar sem tveir titilbardagar voru á dagskrá. Eftir umdeilda viku náði Jon Jones að endurheimta titilinn enn einu sinni. Jon Jones og Alexander Gustafsson mættust í aðalbardaga kvöldsins. Barist var upp á léttþungavigtartitilinn en síðasti meistari, Daniel Cormier, lét beltið af hendi á dögunum en hann er þó enn ríkjandi þungavigtarmeistari. Fyrri bardagi Jones og Gustafsson var magnaður en þessi var öllu rólegri. Jones reyndi að taka Gustafsson snemma niður en Svíinn sýndi frábæra felluvörn. Báðir virtust ætla að taka sér sinn tíma til að finna taktinn og var fyrsta lota fremur róleg. Önnur lota var aðeins fjörugri en Jones var betri að stjórna fjarlægðinni núna heldur en í fyrri bardaga þeirra með spörkum og leyfði Gustafsson ekki að koma nálægt sér. Í 3. lotu náði Jones svo góðri fellu og var Gustafsson í vandræðum með að standa upp. Jones komst í yfirburðarstöðu í gólfinu og kláraði bardagann í gólfinu með höggum. Stærsta augnablik kvöldsins átti hins vegar Amanda Nunes. Hún mætti fjaðurvigtarmeistaranum Cris ‘Cyborg’ Justino í sannkölluðum ofurbardaga þar sem bantamvigtarmeistarinn Nunes fór upp í fjaðurvigt til að skora á Cyborg. Nunes náði snemma einu lágsparki og byrjuðu þær strax að skiptast á höggum. Cyborg réðst fram árásargjörn en Nunes svaraði vel fyrir sig. Cyborg át nokkur góð högg frá Nunes og féll niður en komst aftur upp. Nunes hélt áfram að hitta og endaði á að rota Cyborg eftir aðeins 51 sekúndu í 1. lotu. Mögnuð frammistaða hjá Nunes og er hún nú fyrsta konan til að vinna belti í tveimur þyngdarflokkum í UFC. Nunes kemst á spjöld sögunnar og er aðeins þriðji keppandinn í sögu UFC sem er ríkjandi meistari í tveimur þyngdarflokkum á sama tíma. Aðeins Conor McGregor og Daniel Cormier hafa náð að vera meistarar í tveimur flokkum á sama tíma í UFC. Núna er Nunes með sigra gegn konum eins og Cyborg, Rondu Rousey, Mieshu Tate og Valentinu Shevchenko og hefur sennilega stimplað sig inn sem besta bardagakona allra tíma. Ótrúlegur sigur hjá Nunes. UFC 232 var ansi gott kvöld en öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Tveir magnaðir bardagar falla í skuggann á umdeildu lyfjaprófi Jon Jones UFC 232 fer fram í nótt í Los Angeles og hefur mikið gengið á í vikunni. Lyfjapróf Jon Jones sýndi óvenjulegar niðurstöður og hafa því annars frábærir bardagar kvöldsins dálítið gleymst. 29. desember 2018 18:00 Allt í óreiðu í UFC: Staðsetningu breytt vegna óvenjulegs lyfjaprófs UFC 232 fer fram á laugardaginn 29. desember en það átti upphaflega að fara fram í Las Vegas en hefur verið fært til Los Angeles vegna óvenjulegs lyfjaprófs Jon Jones. 24. desember 2018 11:00 Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Sjá meira
Tveir magnaðir bardagar falla í skuggann á umdeildu lyfjaprófi Jon Jones UFC 232 fer fram í nótt í Los Angeles og hefur mikið gengið á í vikunni. Lyfjapróf Jon Jones sýndi óvenjulegar niðurstöður og hafa því annars frábærir bardagar kvöldsins dálítið gleymst. 29. desember 2018 18:00
Allt í óreiðu í UFC: Staðsetningu breytt vegna óvenjulegs lyfjaprófs UFC 232 fer fram á laugardaginn 29. desember en það átti upphaflega að fara fram í Las Vegas en hefur verið fært til Los Angeles vegna óvenjulegs lyfjaprófs Jon Jones. 24. desember 2018 11:00