Fimmfaldur Ólympíumeistari hættir 23 ára: „Tilbúin að sleppa við sársauka á hverjum degi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2018 23:00 Missy Franklin með eitt af fimm Ólympíugullum sínum. Vísir/Getty Sundkonan Missy Franklin hefur synt sitt síðasta keppnissund þrátt fyrir að vera ekki búin að halda upp á 24 ára afmælisdaginn sinn. Hún tilkynnti um endalok ferilsins í bréfi sem hún skrifaði og ESPN birti á vef sínum."It's hard to know where to begin, but I feel confident and fulfilled in how it will end, and that's all I could ever ask for."@missyfranklin explains why now is the time for her to retire: https://t.co/ohSliKHxIU — espnW (@espnW) December 19, 2018Missy Franklin var ein af mestu gullkálfum Ólympíuleikanna í London 2012 þar sem hún vann fern gullverðlaun í sundi en hún hefur verið að glíma við axlarmeiðsli síðan í apríl 2016. Þegar Franklin fór fjórum sinnum upp á pall í London þá var hún aðeins sautján ára og áhugamaður. Hún vann sex gullverðlaun á HM árið eftir og var kosin íþróttakona ársins hjá Laureus árið 2014. Axlarmeiðslin eiga mikinn þátt í því að hún segir þetta komið gott. Hún hefur veruið að glíma við þau í næstum því þrjú ár og að auki hefur hún átt í baráttu við þunglyndi og aðra andlega kvilla. Missy Franklin skrifaði „kveðjubréf“ sem ESPN birti. „Ég fór að átta mig á því að minn stærsti draumur, stærri en að vinna Ólympíugull, var alltaf að verða mamma,“ skrifaði Missy Franklin.American women with 4 golds in one Olympics (any sport): Amy Van Dyken, '96 Missy Franklin, '12 Katie Ledecky, '16 pic.twitter.com/Ri9fWk9TBx — ESPN (@espn) August 13, 2016Missy Franklin sagði í bréfinu sínu að sundið hafi verið hennar fyrsta ást og að fyrstu átján árin hafi verið fullkomin. Pressan var hinsvegar mikil fyrir Ólympíuleikanna í Ríó 2016 og axlarmeiðslin bættust síðan ofan á það. „Ég hef opnað mig um það sem ég gekk í gegnum fyrir Ólympíuleikana 2016. Ég fann sársauka í öxlinni í hvert skipti sem ég æfði en var líka að glíma við þunglyndi, kvíða og svefnleysi. Ég æfði áfram þrátt fyrir allan þennan líkamlega og andlega sársauka og hélt höfðinu hátt,“ skrifaði Franklin.11-Time World Champ Missy Franklin Retires https://t.co/3RnvrsQFXB — SwimSwam (@swimswamnews) December 19, 2018„Þegar ég lít til baka þá var það mesta afrekið á mínum ferli að komast í gegnum þessa átta daga í Ríó,“ skrifaði Franklin. Franklin vann sitt fimmta og síðasta Ólympíugull í Ríó en það vann hún með boðsundssveit Bandaríkjanna í 4 x 200 metra skriðsundi. Franklin fór í aðgerð á báðum öxlum í janúar og febrúar 2017. Hún fór í gegnum allskonar sjúkrþjálfun og meðferðir í framhaldinu en ekkert hjálpaði. „Það tók mig langan tíma að geta sagt þessi orð en ég er hætt. Ég er tilbúin að hætta núna. Ég er núna tilbúin að sleppa við sársauka á hverjum degi. Ég er tilbúin að verða eiginkona og seinna móðir,“ skrifaði Franklin.Simply put, thank you, Missy! Your impact on our sport - in and out of the pool - is immeasurable. In her own words @missyfranklin explains her retirement from competitive swimming: https://t.co/Pt9XGXZmx1pic.twitter.com/4QO2Je2kHw — USA Swimming (@USASwimming) December 19, 2018 Ólympíuleikar Sund Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Martínez hetja Rauðu djöflanna Guðmundur hefur trú á Slóveníu Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Sjá meira
Sundkonan Missy Franklin hefur synt sitt síðasta keppnissund þrátt fyrir að vera ekki búin að halda upp á 24 ára afmælisdaginn sinn. Hún tilkynnti um endalok ferilsins í bréfi sem hún skrifaði og ESPN birti á vef sínum."It's hard to know where to begin, but I feel confident and fulfilled in how it will end, and that's all I could ever ask for."@missyfranklin explains why now is the time for her to retire: https://t.co/ohSliKHxIU — espnW (@espnW) December 19, 2018Missy Franklin var ein af mestu gullkálfum Ólympíuleikanna í London 2012 þar sem hún vann fern gullverðlaun í sundi en hún hefur verið að glíma við axlarmeiðsli síðan í apríl 2016. Þegar Franklin fór fjórum sinnum upp á pall í London þá var hún aðeins sautján ára og áhugamaður. Hún vann sex gullverðlaun á HM árið eftir og var kosin íþróttakona ársins hjá Laureus árið 2014. Axlarmeiðslin eiga mikinn þátt í því að hún segir þetta komið gott. Hún hefur veruið að glíma við þau í næstum því þrjú ár og að auki hefur hún átt í baráttu við þunglyndi og aðra andlega kvilla. Missy Franklin skrifaði „kveðjubréf“ sem ESPN birti. „Ég fór að átta mig á því að minn stærsti draumur, stærri en að vinna Ólympíugull, var alltaf að verða mamma,“ skrifaði Missy Franklin.American women with 4 golds in one Olympics (any sport): Amy Van Dyken, '96 Missy Franklin, '12 Katie Ledecky, '16 pic.twitter.com/Ri9fWk9TBx — ESPN (@espn) August 13, 2016Missy Franklin sagði í bréfinu sínu að sundið hafi verið hennar fyrsta ást og að fyrstu átján árin hafi verið fullkomin. Pressan var hinsvegar mikil fyrir Ólympíuleikanna í Ríó 2016 og axlarmeiðslin bættust síðan ofan á það. „Ég hef opnað mig um það sem ég gekk í gegnum fyrir Ólympíuleikana 2016. Ég fann sársauka í öxlinni í hvert skipti sem ég æfði en var líka að glíma við þunglyndi, kvíða og svefnleysi. Ég æfði áfram þrátt fyrir allan þennan líkamlega og andlega sársauka og hélt höfðinu hátt,“ skrifaði Franklin.11-Time World Champ Missy Franklin Retires https://t.co/3RnvrsQFXB — SwimSwam (@swimswamnews) December 19, 2018„Þegar ég lít til baka þá var það mesta afrekið á mínum ferli að komast í gegnum þessa átta daga í Ríó,“ skrifaði Franklin. Franklin vann sitt fimmta og síðasta Ólympíugull í Ríó en það vann hún með boðsundssveit Bandaríkjanna í 4 x 200 metra skriðsundi. Franklin fór í aðgerð á báðum öxlum í janúar og febrúar 2017. Hún fór í gegnum allskonar sjúkrþjálfun og meðferðir í framhaldinu en ekkert hjálpaði. „Það tók mig langan tíma að geta sagt þessi orð en ég er hætt. Ég er tilbúin að hætta núna. Ég er núna tilbúin að sleppa við sársauka á hverjum degi. Ég er tilbúin að verða eiginkona og seinna móðir,“ skrifaði Franklin.Simply put, thank you, Missy! Your impact on our sport - in and out of the pool - is immeasurable. In her own words @missyfranklin explains her retirement from competitive swimming: https://t.co/Pt9XGXZmx1pic.twitter.com/4QO2Je2kHw — USA Swimming (@USASwimming) December 19, 2018
Ólympíuleikar Sund Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Martínez hetja Rauðu djöflanna Guðmundur hefur trú á Slóveníu Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti