Um ellefu hundruð búa ólöglega í Hafnarfirði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 21. desember 2018 07:00 Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins. Fréttablaðið/Anton Brink Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins, segir að fjöldinn sem búi í ólöglegu húsnæði í Hafnarfirði geti verið um ellefu hundruð manns. Alls segir slökkviliðsstjórinn að á bilinu þrjú þúsund til fimm þúsund manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu öllu. Slökkviliðsstjórinn vitnar í bréfi sínu til úttektar sem stjórn slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins ákvað í ársbyrjun 2017 að ráðast í. Kortleggja átti óleyfisíbúðir í samvinnu við sveitarfélögin. Síðast hafi slíkt verið gert ítarlega árið 2008. „Í þessu samhengi er vert að árétta að kortlagning eins og þessi getur aldrei verið jafn áreiðanleg og eldvarnarskoðun á öllum þeim stöðum sem tilgreindir eru.“ Að sögn slökkviliðsstjórans var að þessu sinni farið yfir skráningu lögheimila og skráð heimilisföng á Já.is. „Meginvinnan fólst síðan í að ganga götur á atvinnusvæðum og kanna vísbendingar um búsetu, til dæmis ljós í gluggum að kvöldlagi og óreiðu á sorpi,“ lýsir Jón Viðar. Af sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins er aukningin langmest í Hafnarfirði frá 2008. Talið er að nú sé búið ólöglega á nærri þrefalt fleiri stöðum þar en fyrir tíu árum. Hraunahverfi og Helluhverfi eru í aðalhlutverki. Margir búa á Hvaleyrarbraut þar sem stórbruni varð í iðnaðarhúsnæði í nóvember. Bæjarráð Hafnarfjarðar ræddi málið á fundi sínum í gær. Þar var samþykkt að fela Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra að taka málið upp innan Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Rósa hefur að sögn slökkviliðsstjórans haft fyrrgreindar upplýsingar frá því í september. Lítið virðist eiga að gera áþreifanlegt að sinni í Hafnarfirði. „Bæjarráð leggur áherslu á að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vinni sameiginlega að samantekt á ólöglegri búsetu innan sveitarfélaganna. Mikilvægt er að greina þau gögn að lokinni samantekt og vinna heildstæðar tillögur að úrbótum. Mikilvægt er að brunavarnir og útgönguleiðir séu fullnægjandi til að tryggja öryggi íbúanna fyrir fram. Það er forgangsverkefni,“ segir bæjarráðið. Fulltrúar minnihlutans á fundi skipulagsráðs Hafnarfjarðar á þriðjudag vildu að bærinn hraðaði vinnu við samantekt á ólöglegri búsetu. „Með vísan til stórra bruna atvinnuhúsnæðis í bænum fyrir skömmu og umfjöllunar Kveiks um aðbúnað erlends verkafólks er ljóst að það er ekki forsvaranlegt að fólk búi við slíkar aðstæður,“ bókuðu fulltrúar Bæjarlistans, Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Miðflokks: „Mannslíf kunna að vera í húfi. Við leggjum því ríka áherslu á að nauðsynlegar úrbætur verði gerðar hið fyrsta í samvinnu við aðra aðila er að málinu koma. Annað er ábyrgðarleysi sem Hafnarfjarðarbær á ekki að láta viðgangast.“ Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Húsnæðismál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins, segir að fjöldinn sem búi í ólöglegu húsnæði í Hafnarfirði geti verið um ellefu hundruð manns. Alls segir slökkviliðsstjórinn að á bilinu þrjú þúsund til fimm þúsund manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu öllu. Slökkviliðsstjórinn vitnar í bréfi sínu til úttektar sem stjórn slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins ákvað í ársbyrjun 2017 að ráðast í. Kortleggja átti óleyfisíbúðir í samvinnu við sveitarfélögin. Síðast hafi slíkt verið gert ítarlega árið 2008. „Í þessu samhengi er vert að árétta að kortlagning eins og þessi getur aldrei verið jafn áreiðanleg og eldvarnarskoðun á öllum þeim stöðum sem tilgreindir eru.“ Að sögn slökkviliðsstjórans var að þessu sinni farið yfir skráningu lögheimila og skráð heimilisföng á Já.is. „Meginvinnan fólst síðan í að ganga götur á atvinnusvæðum og kanna vísbendingar um búsetu, til dæmis ljós í gluggum að kvöldlagi og óreiðu á sorpi,“ lýsir Jón Viðar. Af sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins er aukningin langmest í Hafnarfirði frá 2008. Talið er að nú sé búið ólöglega á nærri þrefalt fleiri stöðum þar en fyrir tíu árum. Hraunahverfi og Helluhverfi eru í aðalhlutverki. Margir búa á Hvaleyrarbraut þar sem stórbruni varð í iðnaðarhúsnæði í nóvember. Bæjarráð Hafnarfjarðar ræddi málið á fundi sínum í gær. Þar var samþykkt að fela Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra að taka málið upp innan Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Rósa hefur að sögn slökkviliðsstjórans haft fyrrgreindar upplýsingar frá því í september. Lítið virðist eiga að gera áþreifanlegt að sinni í Hafnarfirði. „Bæjarráð leggur áherslu á að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vinni sameiginlega að samantekt á ólöglegri búsetu innan sveitarfélaganna. Mikilvægt er að greina þau gögn að lokinni samantekt og vinna heildstæðar tillögur að úrbótum. Mikilvægt er að brunavarnir og útgönguleiðir séu fullnægjandi til að tryggja öryggi íbúanna fyrir fram. Það er forgangsverkefni,“ segir bæjarráðið. Fulltrúar minnihlutans á fundi skipulagsráðs Hafnarfjarðar á þriðjudag vildu að bærinn hraðaði vinnu við samantekt á ólöglegri búsetu. „Með vísan til stórra bruna atvinnuhúsnæðis í bænum fyrir skömmu og umfjöllunar Kveiks um aðbúnað erlends verkafólks er ljóst að það er ekki forsvaranlegt að fólk búi við slíkar aðstæður,“ bókuðu fulltrúar Bæjarlistans, Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Miðflokks: „Mannslíf kunna að vera í húfi. Við leggjum því ríka áherslu á að nauðsynlegar úrbætur verði gerðar hið fyrsta í samvinnu við aðra aðila er að málinu koma. Annað er ábyrgðarleysi sem Hafnarfjarðarbær á ekki að láta viðgangast.“
Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Húsnæðismál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira