Óþarfi að troða öllum heimsóknum milli jóla og nýárs Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. desember 2018 22:30 Sjúkraþjálfarinn Linda Gunnarsdóttir hefur sérhæft sig í meðhöndlun á stressi og kulnun. Fyrir jól fara Íslendingar á þan, því þeir þurfa að gera svo ótal margt. Það þarf að setja mat upp á stærðar fat og auðvitað finna flibbahnappinn. Þetta ys og þys kemur niður á sálarlífi landsmanna, en samkvæmt nýrri könnun finnur um fimmtungur landsmanna fyrir stressi í aðdraganda jólanna. Sjúkraþjálfarinn Linda Gunnarsdóttir hefur sérhæft sig í meðhöndlun á stressi og kulnun. Hún segir að fólkið sem hún meðhöndlar er oftar en ekki á bilinu 35 til 45 ára og að það sé oft svo örmagna vegna kulnunar að það geti varla stigið út úr bílnum. Því sé mikilvægt að huga að eigin mörkum, ekki síst í öllu jólastressinu. „Ég er búin að komast að því að fólk er að setja alltof miklar kröfur á sig - óraunhæfar kröfur. Við viljum öll gera okkar besta en það er bara ákveðið mikið sem við getum gert,“ segir Linda. „Það er gott að staldra aðeins við, klappa sér á bakið og þakka fyrir það sem við erum búin að ná að gera,“ bætir hún við - en ekki einblína á það sem á eftir að gera. Fólk megi ekki vera hrætt við að viðurkenna að það geti ekki gert allt, verið alls staðar og hitt alla yfir hátíðarnar. Því sé gott að hugsa til þess að það eru fleiri dagar á árinu en þeir sjö sem eru í vikunni milli jóla og nýárs. „Það er um að gera að segja við vinahópana að það þurfi að skipuleggja sig aðeins. Það er til dæmis fínt að dreifa heimsóknum yfir í janúar, hittast yfir árið. Ekki vera að skipuleggja öll kvöld yfir hátíðarnar og auka þannig á stressið,“ segir Linda. „Eins og níu ára sonur minn sagði: Jólin snúast um það að vera með fjölskyldunni og hafa það kósí. Ég held að það sé alveg ágætis ráð.“ Hér að neðan eru svo nokkur ráð frá Lindu til að minnka jólastressið:Ekki drekka kaffi eftir kvöldmat því það hefur áhrif á svefninn. Auk þess dregur úr orku að borða seint á kvöldin.Dagleg hreyfing dregur líka úr streitu og er nauðsynleg fyrir bæði andlega og líkamlega heilsu, hreyfingin stuðlar að bættum svefni og hvíld almennt.Hlæja með ástvinum. Það er fátt meira heilandi en að hlægja með þeim sem manni þykir vænt um.Vera til staðar í núinu, leggja símana til hliðar og virkilega njóta þess að vera með þeim sem maður þykir vænt um.Innslagið má sjá að neðan og má sjá þegar 1:17 er liðin. Heilbrigðismál Jól Tengdar fréttir Einn af hverjum fimm finnur fyrir jólakvíða Rúmlega 19 prósent af þeim sem afstöðu tóku í könnun Zenter rannsókna fyrir Fréttablaðið segjast finna fyrir kvíða í tengslum við jólahátíðina. 21. desember 2018 08:15 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Fyrir jól fara Íslendingar á þan, því þeir þurfa að gera svo ótal margt. Það þarf að setja mat upp á stærðar fat og auðvitað finna flibbahnappinn. Þetta ys og þys kemur niður á sálarlífi landsmanna, en samkvæmt nýrri könnun finnur um fimmtungur landsmanna fyrir stressi í aðdraganda jólanna. Sjúkraþjálfarinn Linda Gunnarsdóttir hefur sérhæft sig í meðhöndlun á stressi og kulnun. Hún segir að fólkið sem hún meðhöndlar er oftar en ekki á bilinu 35 til 45 ára og að það sé oft svo örmagna vegna kulnunar að það geti varla stigið út úr bílnum. Því sé mikilvægt að huga að eigin mörkum, ekki síst í öllu jólastressinu. „Ég er búin að komast að því að fólk er að setja alltof miklar kröfur á sig - óraunhæfar kröfur. Við viljum öll gera okkar besta en það er bara ákveðið mikið sem við getum gert,“ segir Linda. „Það er gott að staldra aðeins við, klappa sér á bakið og þakka fyrir það sem við erum búin að ná að gera,“ bætir hún við - en ekki einblína á það sem á eftir að gera. Fólk megi ekki vera hrætt við að viðurkenna að það geti ekki gert allt, verið alls staðar og hitt alla yfir hátíðarnar. Því sé gott að hugsa til þess að það eru fleiri dagar á árinu en þeir sjö sem eru í vikunni milli jóla og nýárs. „Það er um að gera að segja við vinahópana að það þurfi að skipuleggja sig aðeins. Það er til dæmis fínt að dreifa heimsóknum yfir í janúar, hittast yfir árið. Ekki vera að skipuleggja öll kvöld yfir hátíðarnar og auka þannig á stressið,“ segir Linda. „Eins og níu ára sonur minn sagði: Jólin snúast um það að vera með fjölskyldunni og hafa það kósí. Ég held að það sé alveg ágætis ráð.“ Hér að neðan eru svo nokkur ráð frá Lindu til að minnka jólastressið:Ekki drekka kaffi eftir kvöldmat því það hefur áhrif á svefninn. Auk þess dregur úr orku að borða seint á kvöldin.Dagleg hreyfing dregur líka úr streitu og er nauðsynleg fyrir bæði andlega og líkamlega heilsu, hreyfingin stuðlar að bættum svefni og hvíld almennt.Hlæja með ástvinum. Það er fátt meira heilandi en að hlægja með þeim sem manni þykir vænt um.Vera til staðar í núinu, leggja símana til hliðar og virkilega njóta þess að vera með þeim sem maður þykir vænt um.Innslagið má sjá að neðan og má sjá þegar 1:17 er liðin.
Heilbrigðismál Jól Tengdar fréttir Einn af hverjum fimm finnur fyrir jólakvíða Rúmlega 19 prósent af þeim sem afstöðu tóku í könnun Zenter rannsókna fyrir Fréttablaðið segjast finna fyrir kvíða í tengslum við jólahátíðina. 21. desember 2018 08:15 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Einn af hverjum fimm finnur fyrir jólakvíða Rúmlega 19 prósent af þeim sem afstöðu tóku í könnun Zenter rannsókna fyrir Fréttablaðið segjast finna fyrir kvíða í tengslum við jólahátíðina. 21. desember 2018 08:15