Bretar koma sér upp drónavörnum Kjartan Kjartansson skrifar 25. desember 2018 10:09 Loka þurfti Gatwick-flugvelli vegna dróna sem sáust á sveimi á svæðinu. Vísir/EPA Eftirlitskerfi hafa verið sett upp á Bretlandi til þess að verjast drónum í kjölfar þess að óþekktir drónar ollu gríðarlegum röskunum á flugferðum á Gatwick-flugvelli rétt fyrir jól. Öryggismálaráðherra Bretlands segir að þeir sem beita drónum á hættulegan hátt eða í glæpsamlegum tilgangi megi eiga von á strangri refsingu. Um það bil þúsund flugferðir urðu fyrir truflunum þegar drónar stöðvuðu umferð um Gatwick-flugvöll í 36 klukkustundir í síðustu viku. Lögreglunni hefur enn ekki tekist að hafa hendur í hári þeirra sem stýrðu drónunum. Ben Wallace, öryggismálaráðherra Bretlands, segir að vöktunarkerfi hafi nú verið komið upp sem geti komið auga á dróna. Breska ríkisútvarpið BBC segir að ráðherrann hafi þó ekki skýrt frekar hvernig kerfið virkaði eða hversu hratt væri hægt að taka það í notkun. Áströlsk yfirvöld tilkynntu að þau ætluðu að setja upp skynjara sem gætu greint dróna á flugi í gær. Yfirvöld á Gatwick-flugvelli eru sögð hafa eytt fimm milljónum punda í nýjan tækjabúnað og tækni til að koma í veg fyrir frekari drónatruflanir. Par á miðjum aldri var handtekið í tengslum við rannsóknina á uppákomunni á Gatwick en þeim var síðar sleppt. Sum ensku götublaðanna birtu nöfn og myndir af fólkinu á forsíðum sínum. Fólkið segist miður sín yfir umfjölluninni. „Við biðjum fjölmiðla um að virða einkalíf okkar og leyfa okkur að reyna að komast í gegnum jólin eftir því sem við best getum,“ sagði fólkið í yfirlýsingu. Bretland Tækni Tengdar fréttir Tvennt í haldi vegna drónaflugs við Gatwick Flugmálayfirvöld á Gatwick hafa gefið út að til standi að flytja 124 þúsund farþega til og frá vellinum í dag. 22. desember 2018 08:10 Miklar raskanir á flugi frá Gatwick vegna dróna Miklar raskanir hafa orðið á flugi frá Gatwick flugvelli eftir að drónar sáust á flugi í grennd við völlinn. 20. desember 2018 07:22 Grunaðir drónaflugmenn leystir úr haldi Parið sem handtekið var grunuð um að bera ábyrgð á drónaflugi yfir Gatwick var sleppt úr haldi í dag. Lögregla telur þau ekki bera sök. 23. desember 2018 11:42 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Eftirlitskerfi hafa verið sett upp á Bretlandi til þess að verjast drónum í kjölfar þess að óþekktir drónar ollu gríðarlegum röskunum á flugferðum á Gatwick-flugvelli rétt fyrir jól. Öryggismálaráðherra Bretlands segir að þeir sem beita drónum á hættulegan hátt eða í glæpsamlegum tilgangi megi eiga von á strangri refsingu. Um það bil þúsund flugferðir urðu fyrir truflunum þegar drónar stöðvuðu umferð um Gatwick-flugvöll í 36 klukkustundir í síðustu viku. Lögreglunni hefur enn ekki tekist að hafa hendur í hári þeirra sem stýrðu drónunum. Ben Wallace, öryggismálaráðherra Bretlands, segir að vöktunarkerfi hafi nú verið komið upp sem geti komið auga á dróna. Breska ríkisútvarpið BBC segir að ráðherrann hafi þó ekki skýrt frekar hvernig kerfið virkaði eða hversu hratt væri hægt að taka það í notkun. Áströlsk yfirvöld tilkynntu að þau ætluðu að setja upp skynjara sem gætu greint dróna á flugi í gær. Yfirvöld á Gatwick-flugvelli eru sögð hafa eytt fimm milljónum punda í nýjan tækjabúnað og tækni til að koma í veg fyrir frekari drónatruflanir. Par á miðjum aldri var handtekið í tengslum við rannsóknina á uppákomunni á Gatwick en þeim var síðar sleppt. Sum ensku götublaðanna birtu nöfn og myndir af fólkinu á forsíðum sínum. Fólkið segist miður sín yfir umfjölluninni. „Við biðjum fjölmiðla um að virða einkalíf okkar og leyfa okkur að reyna að komast í gegnum jólin eftir því sem við best getum,“ sagði fólkið í yfirlýsingu.
Bretland Tækni Tengdar fréttir Tvennt í haldi vegna drónaflugs við Gatwick Flugmálayfirvöld á Gatwick hafa gefið út að til standi að flytja 124 þúsund farþega til og frá vellinum í dag. 22. desember 2018 08:10 Miklar raskanir á flugi frá Gatwick vegna dróna Miklar raskanir hafa orðið á flugi frá Gatwick flugvelli eftir að drónar sáust á flugi í grennd við völlinn. 20. desember 2018 07:22 Grunaðir drónaflugmenn leystir úr haldi Parið sem handtekið var grunuð um að bera ábyrgð á drónaflugi yfir Gatwick var sleppt úr haldi í dag. Lögregla telur þau ekki bera sök. 23. desember 2018 11:42 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Tvennt í haldi vegna drónaflugs við Gatwick Flugmálayfirvöld á Gatwick hafa gefið út að til standi að flytja 124 þúsund farþega til og frá vellinum í dag. 22. desember 2018 08:10
Miklar raskanir á flugi frá Gatwick vegna dróna Miklar raskanir hafa orðið á flugi frá Gatwick flugvelli eftir að drónar sáust á flugi í grennd við völlinn. 20. desember 2018 07:22
Grunaðir drónaflugmenn leystir úr haldi Parið sem handtekið var grunuð um að bera ábyrgð á drónaflugi yfir Gatwick var sleppt úr haldi í dag. Lögregla telur þau ekki bera sök. 23. desember 2018 11:42