Svekktastur að hafa misst af þyrluferðinni á spítalann Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. desember 2018 23:45 Sigurður Sólmundarson, af mörgum þekktur sem Costco-gaurinn, lætur fara vel um sig á sjúkrahúsinu á Selfossi um jólin en hann er brotinn á báðum fótum, auk þess að vera olbogabrotinn, úlnliðsbrotinn og með skaddaða lifur. Ástæða þessa er að Sigurður lenti nýlega í alvarlegu umferðarslysi. Sigurður sem er húmoristi segist sakna mest þyrluflugsins á Borgarspítalann en þá var hann meðvitundarlaus. Áreksturinn sem var mjög harður varð síðdegis miðvikudaginn 12. desember á Stokkseyrarafleggjaranum en Sigurður sem er iðnaðarmaður var að skutla vinnufélaga sínum heim og á leið aftur á Selfoss þar sem hann býr. Sigurður fékk aðsvif og lenti á bíl sem var að koma úr gagnstæðri átt. Ökumaður þess bíls sem var einn í bílnum slasaðist lítið en Sigurður slasaðist mikið enda var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út til að flytja hann á Borgarspítalann. Sigurður var fluttur á sjúkrahúsið á Selfossi rétt fyrir jól þar sem hann lætur fara vel um sig. „Ég hélt meðvitund alveg þangað til þeir voru farnir að klippa í kringum lappirnar á mér, þá man ég ekki meira, sem er mjög mikill skellur því ég missti alveg af þyrluferðinni. Mér finnst það mjög, mjög leiðinlegt. Ég hef lent í svona slysi áður og fékk ekki að fara í þyrlu þá en nú fékk ég að fara í þyrlu en man ekkert eftir því,“ segir Sigurður sposkur á svip.Sigurður missti af þyrlufluginu til Reykjavíkur enda meðvitundarlaus á meðan flugið fór fram.Brunavarnir Árnessýslu.Sigurður slasaðist mikið „Lærleggurinn á vinstri fæti kurlast að hluta og svo er ökklinn á hægri fæti mölbrotinn og er allur skrúfaður saman. Olboginn brotnaði og úlnliðurinn á sömu hendi og svo fékk ég einhverja kúlu á lifrina.“ Sigurður segist vera heppinn að vera á lífi og skilur í rauninni ekkert í því miðað við hvað slysið var alvarlegt. Hann getur notað hjólastól en fær ekki að fara heim strax af sjúkrahúsinu. Hann er mjög jákvæður þrátt fyrir alvarleika slyssins. „Það er náttúrulega ekkert annað í boði en að taka þessu með bros á vör, sérstaklega þegar maður skynjar viðbrögð fólksins manns. Þessi stuðningur sem maður fær frá vinum og samfélaginu er svo svakalega sterkur að manni finnst maður ekki geta annað en sýnt þessu fólki virðingu og berjast, það er bara þannig,“ segir Sigurður.Sigurður lætur fara vel um sig á sjúkrahúsinu á Selfossi yfir jólahátíðina enda ekki annað að gera í stöðunni.Magnús Hlynur Árborg Jól Samgönguslys Tengdar fréttir Costco-gaurinn brotinn á báðum, úlnliðsbrotinn og krambúleraður Jólaundirbúningurinn í klessu hjá Sigurði Sólmundarsyni eftir árekstur. 13. desember 2018 16:53 Costco-gaurnum þykir jólagjöf Costco heldur nánasarleg Er að spá í að breyta og kalla sig Bláa lóns-gaurinn. 20. desember 2018 13:43 Hjúkrunarfræðingahnappur vekur athygli Costco-gaursins Mynd við hnappinn svipar til umdeildrar myndar í barnabók Birgittu. 19. desember 2018 10:18 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Sigurður Sólmundarson, af mörgum þekktur sem Costco-gaurinn, lætur fara vel um sig á sjúkrahúsinu á Selfossi um jólin en hann er brotinn á báðum fótum, auk þess að vera olbogabrotinn, úlnliðsbrotinn og með skaddaða lifur. Ástæða þessa er að Sigurður lenti nýlega í alvarlegu umferðarslysi. Sigurður sem er húmoristi segist sakna mest þyrluflugsins á Borgarspítalann en þá var hann meðvitundarlaus. Áreksturinn sem var mjög harður varð síðdegis miðvikudaginn 12. desember á Stokkseyrarafleggjaranum en Sigurður sem er iðnaðarmaður var að skutla vinnufélaga sínum heim og á leið aftur á Selfoss þar sem hann býr. Sigurður fékk aðsvif og lenti á bíl sem var að koma úr gagnstæðri átt. Ökumaður þess bíls sem var einn í bílnum slasaðist lítið en Sigurður slasaðist mikið enda var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út til að flytja hann á Borgarspítalann. Sigurður var fluttur á sjúkrahúsið á Selfossi rétt fyrir jól þar sem hann lætur fara vel um sig. „Ég hélt meðvitund alveg þangað til þeir voru farnir að klippa í kringum lappirnar á mér, þá man ég ekki meira, sem er mjög mikill skellur því ég missti alveg af þyrluferðinni. Mér finnst það mjög, mjög leiðinlegt. Ég hef lent í svona slysi áður og fékk ekki að fara í þyrlu þá en nú fékk ég að fara í þyrlu en man ekkert eftir því,“ segir Sigurður sposkur á svip.Sigurður missti af þyrlufluginu til Reykjavíkur enda meðvitundarlaus á meðan flugið fór fram.Brunavarnir Árnessýslu.Sigurður slasaðist mikið „Lærleggurinn á vinstri fæti kurlast að hluta og svo er ökklinn á hægri fæti mölbrotinn og er allur skrúfaður saman. Olboginn brotnaði og úlnliðurinn á sömu hendi og svo fékk ég einhverja kúlu á lifrina.“ Sigurður segist vera heppinn að vera á lífi og skilur í rauninni ekkert í því miðað við hvað slysið var alvarlegt. Hann getur notað hjólastól en fær ekki að fara heim strax af sjúkrahúsinu. Hann er mjög jákvæður þrátt fyrir alvarleika slyssins. „Það er náttúrulega ekkert annað í boði en að taka þessu með bros á vör, sérstaklega þegar maður skynjar viðbrögð fólksins manns. Þessi stuðningur sem maður fær frá vinum og samfélaginu er svo svakalega sterkur að manni finnst maður ekki geta annað en sýnt þessu fólki virðingu og berjast, það er bara þannig,“ segir Sigurður.Sigurður lætur fara vel um sig á sjúkrahúsinu á Selfossi yfir jólahátíðina enda ekki annað að gera í stöðunni.Magnús Hlynur
Árborg Jól Samgönguslys Tengdar fréttir Costco-gaurinn brotinn á báðum, úlnliðsbrotinn og krambúleraður Jólaundirbúningurinn í klessu hjá Sigurði Sólmundarsyni eftir árekstur. 13. desember 2018 16:53 Costco-gaurnum þykir jólagjöf Costco heldur nánasarleg Er að spá í að breyta og kalla sig Bláa lóns-gaurinn. 20. desember 2018 13:43 Hjúkrunarfræðingahnappur vekur athygli Costco-gaursins Mynd við hnappinn svipar til umdeildrar myndar í barnabók Birgittu. 19. desember 2018 10:18 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Costco-gaurinn brotinn á báðum, úlnliðsbrotinn og krambúleraður Jólaundirbúningurinn í klessu hjá Sigurði Sólmundarsyni eftir árekstur. 13. desember 2018 16:53
Costco-gaurnum þykir jólagjöf Costco heldur nánasarleg Er að spá í að breyta og kalla sig Bláa lóns-gaurinn. 20. desember 2018 13:43
Hjúkrunarfræðingahnappur vekur athygli Costco-gaursins Mynd við hnappinn svipar til umdeildrar myndar í barnabók Birgittu. 19. desember 2018 10:18
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent