Jón segir að yfir hátíðardagana reyni veikt fólk eins og það geti að vera annars staðar en á sjúkrahúsi. Á þessum dögum treysti ættingjar sér frekar til að hafa aldraða og veika einstaklinga heima en á öðrum tímum ársins.
Færri leita þó aðstoðar en áður vegna ofneyslu á reyktu kjöti. „Við sjáum færri koma hingað með hjartabilun vegna söfnunar vökva í líkamann. Við tengjum þetta við að það er minna af salti og minna reyktur matur núna en áður var,“ segir Jón Magnús.