Landsbjörg býður tré í stað flugelda Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. desember 2018 20:00 Björgunarsveitir hófu í dag að undirbúa sölustaðina fyrir stærstu fjáröflun ársins, eða sjálfa flugeldasöluna. Þeim sem ekki vilja sprengja verður boðið að kaupa tré sem verður gróðursett í Áramótaskógi. Björgunarsveitarfólk hafði í nægu að snúast við uppsetningu flugeldasölu Landsbjargar þegar fréttastofu bar að garði í dag. Undirbúningurinn hefur þó staðið yfir frá síðustu áramótum. „Þá eru sendar út pantanir til okkar birgja og svo streyma vörurnar inn frá miðju ári," segir Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri hjá Landsbjörg. „Svo í dag og á morgun verður byrjað að setja vörur í hillur. Nú er vertíðin bara hafin." Flugeldasalan er langstærsta fjáröflun björgunarsveitanna sem selja flugeldana á um níutíu sölustöðum. Þegar mest lætur á gamlársdag verða um eitt þúsund sjálfboðaliðar að störfum. Salan hefur haldist nokkuð svipuð á síðustu árum og pantað var inn í samræmi við það. Krónan hefur þó veikst nokkuð á árinu og verða flugeldarnir því aðeins dýrari en í fyrra. „Auðvitað eru flugeldar með sömu verðteygni og annað. Það hækkar ef gengið hækkar," segir Jónas.Mikil svifryksmengun hefur mælst á höfuðborgarsvæðinu tvenn síðustu áramót.Vísir/VilhelmErfitt þykir að spá fyrir um áramótaveðrið með fullri vissu að svo stöddu, þar sem spálíkön eru enn mismunandi. Núna er þó útlit fyrir nokkuð hæga norðanátt en lítið þarf til að breyta því í froststillu. „Eins og er virðist ætla að verða norðan fimm til tíu metrar á sekúndu víða um landið. Þá ætti megnið af reyknum að blása í burtu," sagði Daníel Þorláksson, veðurfræðingur, í samtali við fréttastofu í dag. Jónas segir björgunarsveitirnar ekki hafa farið varhluta af umræðunni um skaðsemi flugeldamengunar og til þess að koma til móts við hana verður nú í fyrsta sinn boðið upp á nýja vöru sem kostar þrjú þúsund krónur og nefnist „skjótum rótum". „Þá kemur viðskiptavinurinnn hingað og kaupir lítið pappírstré og í staðinn fyrir það tré verður tré plantað í Áramótaskógi í Þorlákshöfn. Þetta er samstarfsverkefni Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og skógræktarfélagsins. Þetta er valkostur fyrir þá sem vilja styðja við störf björgunarsveitanna en ekki kaupa flugelda," segir Jónas. Björgunarsveitir Loftslagsmál Tengdar fréttir „Aðalatriðið að við séum ekki að kalla yfir okkur svifryksský á hverjum áramótum“ Hrund Ólöf Andradóttir, prófessor í umhverfisverkfræði, segir að mikil svifryksmengun í Reykjavík vegna flugelda í kringum áramót sé endurtekið vandamál. 4. janúar 2018 22:00 Hæsta sólarhringsmeðaltal svifryks frá upphafi mælinga Óvanalegt er að styrkur svifryks haldist hár allan sólarhringinn 2. janúar 2018 16:45 Svifryk í höfuðborginni: Skyggni mældist um 700 metrar "Þetta er með því mesta sem maður hefur séð held ég,“ segir veðurfræðingur um magn svifryks í höfuðborginni á miðnætti. 1. janúar 2018 08:36 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Sjá meira
Björgunarsveitir hófu í dag að undirbúa sölustaðina fyrir stærstu fjáröflun ársins, eða sjálfa flugeldasöluna. Þeim sem ekki vilja sprengja verður boðið að kaupa tré sem verður gróðursett í Áramótaskógi. Björgunarsveitarfólk hafði í nægu að snúast við uppsetningu flugeldasölu Landsbjargar þegar fréttastofu bar að garði í dag. Undirbúningurinn hefur þó staðið yfir frá síðustu áramótum. „Þá eru sendar út pantanir til okkar birgja og svo streyma vörurnar inn frá miðju ári," segir Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri hjá Landsbjörg. „Svo í dag og á morgun verður byrjað að setja vörur í hillur. Nú er vertíðin bara hafin." Flugeldasalan er langstærsta fjáröflun björgunarsveitanna sem selja flugeldana á um níutíu sölustöðum. Þegar mest lætur á gamlársdag verða um eitt þúsund sjálfboðaliðar að störfum. Salan hefur haldist nokkuð svipuð á síðustu árum og pantað var inn í samræmi við það. Krónan hefur þó veikst nokkuð á árinu og verða flugeldarnir því aðeins dýrari en í fyrra. „Auðvitað eru flugeldar með sömu verðteygni og annað. Það hækkar ef gengið hækkar," segir Jónas.Mikil svifryksmengun hefur mælst á höfuðborgarsvæðinu tvenn síðustu áramót.Vísir/VilhelmErfitt þykir að spá fyrir um áramótaveðrið með fullri vissu að svo stöddu, þar sem spálíkön eru enn mismunandi. Núna er þó útlit fyrir nokkuð hæga norðanátt en lítið þarf til að breyta því í froststillu. „Eins og er virðist ætla að verða norðan fimm til tíu metrar á sekúndu víða um landið. Þá ætti megnið af reyknum að blása í burtu," sagði Daníel Þorláksson, veðurfræðingur, í samtali við fréttastofu í dag. Jónas segir björgunarsveitirnar ekki hafa farið varhluta af umræðunni um skaðsemi flugeldamengunar og til þess að koma til móts við hana verður nú í fyrsta sinn boðið upp á nýja vöru sem kostar þrjú þúsund krónur og nefnist „skjótum rótum". „Þá kemur viðskiptavinurinnn hingað og kaupir lítið pappírstré og í staðinn fyrir það tré verður tré plantað í Áramótaskógi í Þorlákshöfn. Þetta er samstarfsverkefni Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og skógræktarfélagsins. Þetta er valkostur fyrir þá sem vilja styðja við störf björgunarsveitanna en ekki kaupa flugelda," segir Jónas.
Björgunarsveitir Loftslagsmál Tengdar fréttir „Aðalatriðið að við séum ekki að kalla yfir okkur svifryksský á hverjum áramótum“ Hrund Ólöf Andradóttir, prófessor í umhverfisverkfræði, segir að mikil svifryksmengun í Reykjavík vegna flugelda í kringum áramót sé endurtekið vandamál. 4. janúar 2018 22:00 Hæsta sólarhringsmeðaltal svifryks frá upphafi mælinga Óvanalegt er að styrkur svifryks haldist hár allan sólarhringinn 2. janúar 2018 16:45 Svifryk í höfuðborginni: Skyggni mældist um 700 metrar "Þetta er með því mesta sem maður hefur séð held ég,“ segir veðurfræðingur um magn svifryks í höfuðborginni á miðnætti. 1. janúar 2018 08:36 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Sjá meira
„Aðalatriðið að við séum ekki að kalla yfir okkur svifryksský á hverjum áramótum“ Hrund Ólöf Andradóttir, prófessor í umhverfisverkfræði, segir að mikil svifryksmengun í Reykjavík vegna flugelda í kringum áramót sé endurtekið vandamál. 4. janúar 2018 22:00
Hæsta sólarhringsmeðaltal svifryks frá upphafi mælinga Óvanalegt er að styrkur svifryks haldist hár allan sólarhringinn 2. janúar 2018 16:45
Svifryk í höfuðborginni: Skyggni mældist um 700 metrar "Þetta er með því mesta sem maður hefur séð held ég,“ segir veðurfræðingur um magn svifryks í höfuðborginni á miðnætti. 1. janúar 2018 08:36