Myndbandinu var fyrst deilt á Facebook-síðu lögreglunnar í Slóvakíu en bandarískir fjölmiðlar hafa síðan fjallað um það. Í færslu lögreglunnar segir að bíllinn hafi verið á ferð snemma morguns þann 20. desember síðastliðinn. Við munna Börik-ganganna í austurhluta landsins fór bíllinn skyndilega á flug, snerist í loftinu og lenti harkalega inni í göngunum.
Ökumaðurinn, 44 ára karlmaður, var einn í bílnum þegar slysið varð en hann sakaði ekki, að því er fram kemur í færslunni. Einnig er tekið fram að hann hafi ekki verið undir áhrifum áfengis.
Myndbandið og færslu lögreglu má sjá hér að neðan.