Óttast að hakk hafi afhjúpað þúsund föðurlandsflóttamenn Sigurður Mikael Jónsson skrifar 29. desember 2018 07:30 Eftirsótt er af mörgum íbúum Norður-Kóreu að komast suður yfir landamærin. Fréttablaðið/EPA Óttast er að gagnaleki með persónuupplýsingum nærri eitt þúsund flóttamanna frá Norður-Kóreu kunni að stofna fjölskyldum þeirra í heimalandinu í hættu. Sameiningarráðuneyti Suður-Kóreu hefur staðfest að svo virðist sem tölva í endurbúsetumiðstöð hafi verið hökkuð og persónuupplýsingum 997 norðurkóreskra flóttamanna lekið. BBC greinir frá því að enginn hafi enn sem komið er lýst ábyrgð tölvuárásarinnar á hendur sér en um er að ræða fyrstu árás sinnar tegundar og af þessari stærðargráðu. Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa ekki persónuupplýsingar allra þeirra sem flúið hafa einræðisríkið í gegnum tíðina, oft við illan leik. Nú liggur hins vegar fyrir að upplýsingum um nafn, fæðingardag og heimilisföng 997 flóttamanna hefur verið lekið og alls óljóst hvaða áhrif það kunni að hafa. Stjórnmálaskýrendur sem BBC vísar til segja ástæðu til að hafa áhyggjur af því að lekinn kunni að stofna fjölskyldum flóttafólksins, sem enn búa í Norður-Kóreu, í hættu. Eitt sé þó ljóst að lekinn grafi undan öryggistilfinningu norðurkóreskra flóttamanna í Suður-Kóreu og kalli hugsanlega á að þeir breyti um nöfn, símanúmer og heimilisfang. Það var þann 19. desember síðastliðinn sem sameiningarráðuneyti Suður-Kóreu uppgötvaði lekann og fann grunsamlegt forrit á tölvu í endurbúsetumiðstöð, eða Hana-miðstöð, í Norður-Gyeongsanghéraði. Um er að ræða ríkisstofnun sem hjálpar þúsundum flóttamanna úr norðri að aðlagast lífinu sunnan landamæranna. Tölvuöryggissérfræðingurinn Simon Choi segir í samtali við BBC að líklega sé þetta ekki í fyrsta skipti sem tölvuárás sé gerð á Hana-miðstöð. „Það er til norðurkóreskur hakkarahópur sem beinir sjónum sínum aðallega að föðurlandsflóttamönnum og við vitum að hópurinn reyndi að hakka eina slíka miðstöð í fyrra.“ Þótt böndin berist að nágrönnunum í norðri er enn of snemmt að skella skuldinni á þá. Sameiningarráðuneytið mun, ásamt lögreglu, rannsaka öryggisbrestinn og árásina og er rannsóknin á frumstigi. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Sjá meira
Óttast er að gagnaleki með persónuupplýsingum nærri eitt þúsund flóttamanna frá Norður-Kóreu kunni að stofna fjölskyldum þeirra í heimalandinu í hættu. Sameiningarráðuneyti Suður-Kóreu hefur staðfest að svo virðist sem tölva í endurbúsetumiðstöð hafi verið hökkuð og persónuupplýsingum 997 norðurkóreskra flóttamanna lekið. BBC greinir frá því að enginn hafi enn sem komið er lýst ábyrgð tölvuárásarinnar á hendur sér en um er að ræða fyrstu árás sinnar tegundar og af þessari stærðargráðu. Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa ekki persónuupplýsingar allra þeirra sem flúið hafa einræðisríkið í gegnum tíðina, oft við illan leik. Nú liggur hins vegar fyrir að upplýsingum um nafn, fæðingardag og heimilisföng 997 flóttamanna hefur verið lekið og alls óljóst hvaða áhrif það kunni að hafa. Stjórnmálaskýrendur sem BBC vísar til segja ástæðu til að hafa áhyggjur af því að lekinn kunni að stofna fjölskyldum flóttafólksins, sem enn búa í Norður-Kóreu, í hættu. Eitt sé þó ljóst að lekinn grafi undan öryggistilfinningu norðurkóreskra flóttamanna í Suður-Kóreu og kalli hugsanlega á að þeir breyti um nöfn, símanúmer og heimilisfang. Það var þann 19. desember síðastliðinn sem sameiningarráðuneyti Suður-Kóreu uppgötvaði lekann og fann grunsamlegt forrit á tölvu í endurbúsetumiðstöð, eða Hana-miðstöð, í Norður-Gyeongsanghéraði. Um er að ræða ríkisstofnun sem hjálpar þúsundum flóttamanna úr norðri að aðlagast lífinu sunnan landamæranna. Tölvuöryggissérfræðingurinn Simon Choi segir í samtali við BBC að líklega sé þetta ekki í fyrsta skipti sem tölvuárás sé gerð á Hana-miðstöð. „Það er til norðurkóreskur hakkarahópur sem beinir sjónum sínum aðallega að föðurlandsflóttamönnum og við vitum að hópurinn reyndi að hakka eina slíka miðstöð í fyrra.“ Þótt böndin berist að nágrönnunum í norðri er enn of snemmt að skella skuldinni á þá. Sameiningarráðuneytið mun, ásamt lögreglu, rannsaka öryggisbrestinn og árásina og er rannsóknin á frumstigi.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Sjá meira