Macron forseti ávarpar þjóðina og boðar tafarlausar aðgerðir Sighvatur Arnmundsson skrifar 10. desember 2018 09:00 Griðarlegt eignatjón hefur orðið í mótmælunum sem staðið hafa yfir síðustu fjórar helgar. Bílar hafa verið brenndir og verslanir eyðilagðar. NORDICPHOTOS/GETTY Emmanuel Macron Frakklandsforseti mun ávarpa þjóð sína í kvöld en fjórðu helgina í röð mótmæltu Gulu vestin forsetanum og ríkisstjórn hans. Um 136 þúsund manns tóku þátt í mótmælaaðgerðum á laugardaginn og voru um 1.700 handteknir. Macron mun í dag eiga fundi með framámönnum í viðskiptalífinu og verkalýðsleiðtogum. Þá mun forsetinn einnig hitta aðra stjórnmálaleiðtoga. Í yfirlýsingu frá skrifstofu forsetans sagði að Macron vildi hlusta á raddir þeirra og tillögur. Búist er við að ávarp forsetans til frönsku þjóðarinnar í kvöld muni snúast um þjóðareiningu og að hann muni reyna að koma á einhvers konar viðræðum við mótmælendur. Muriel Penicaud vinnumálaráðherra sagði í sjónvarpsviðtali í gær að Macron myndi tilkynna um áþreifanlegar og tafarlausar aðgerðir en að lágmarkslaun yrðu ekki hækkuð þar sem það myndi leiða til fækkunar starfa. Eins og fyrr leystust mótmæli helgarinnar upp í óeirðir og voru mikil skemmdarverk unnin, bílar brenndir, rúður brotnar og skemmdir unnar á verslunum og veitingastöðum. Verst var ástandið í París en einnig var mótmælt í Marseille, Bordeaux, Lyon, Nantes, Dijon og Toulouse. Lögregla var með mikinn viðbúnað í miðborg Parísar og kom meðal annars í veg fyrir að mótmælendur kæmust nálægt Champs Élysées. Það leiddi hins vegar til þess að mótmælin dreifðust meira um borgina með tilheyrandi tjóni. Bruno Le Maire fjármálaráðherra segir að það ríki samfélagslegt og lýðræðislegt neyðarástand í landinu. Hann heimsótti verslanir í París sem höfðu orðið fyrir barðinu á skemmdarvörgum og sagði að þetta væru hörmungar fyrir viðskipti og efnahagslíf. Það er ljóst að efnahagslegt tjón mótmælanna er gríðarlegt. Reuters fréttastofan hafði eftir talsmanni Frönsku verslunarsamtakanna á föstudag að tjón verslana vegna minni sölu næmi um einum milljarði evra frá því að mótmælin hófust. Þá var haft eftir fulltrúa samtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja að heildartjón aðildarfélaga gæti numið allt að tíu milljörðum evra. Donald Trump Bandaríkjaforseti blandaði sér í málin þegar hann sagði á Twitter að Parísarsamkomulagið væri ekki að virka vel fyrir París. Þar væru mótmæli og óeirðir. Var Trump að vísa til loftslagssamningsins sem samþykktur var í París 2015 en Bandaríkin hyggjast draga sig út úr samkomulaginu. Jean-Yves Drian utanríkisráðherra Frakklands brást illa við og sagði að Frakkar skiptu sér ekki af bandarískum innanlandsmálum og það ætti að vera gagnkvæmt. Skilaboð sín og Macrons til Trumps væru einföld: „Láttu þjóðina okkar í friði.“ Birtist í Fréttablaðinu Evrópa Frakkland Tengdar fréttir Íslendingur í París lokaðist inni vegna mótmæla „gulvestunga“ Íslendingur í jólaverslunarleiðangri í París, endaði á að vera lokuð inni á bar, upplifa sársaukann sem fylgir táragasi og verða vitni að einum stærsta mótmæladegi í borginni í gær. 9. desember 2018 17:03 Rússneskar samfélagsmiðlasíður kynda undir mótmælum gulu vestanna Twitter-síður sem enduróma skoðanir stjórnvalda í Kreml deila nú vafasömum fréttum um mótmæli gulu vestanna svokölluðu í Frakklandi. 9. desember 2018 11:00 Tæplega 1.700 handtekin í mótmælunum: „Macron, segðu af þér“ Tæplega 17.00 mótmælendur voru handteknir í mótmælum gulvestunga í Frakklandi í gær og 1.220 manns eru enn í haldi lögreglu. Þetta var fjórði laugardagurinn í röð sem mótmælin eru haldin en gærdagurinn einkenndist af hörðum átökum óeirðarlögreglu og mótmælenda. 9. desember 2018 10:02 Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Emmanuel Macron Frakklandsforseti mun ávarpa þjóð sína í kvöld en fjórðu helgina í röð mótmæltu Gulu vestin forsetanum og ríkisstjórn hans. Um 136 þúsund manns tóku þátt í mótmælaaðgerðum á laugardaginn og voru um 1.700 handteknir. Macron mun í dag eiga fundi með framámönnum í viðskiptalífinu og verkalýðsleiðtogum. Þá mun forsetinn einnig hitta aðra stjórnmálaleiðtoga. Í yfirlýsingu frá skrifstofu forsetans sagði að Macron vildi hlusta á raddir þeirra og tillögur. Búist er við að ávarp forsetans til frönsku þjóðarinnar í kvöld muni snúast um þjóðareiningu og að hann muni reyna að koma á einhvers konar viðræðum við mótmælendur. Muriel Penicaud vinnumálaráðherra sagði í sjónvarpsviðtali í gær að Macron myndi tilkynna um áþreifanlegar og tafarlausar aðgerðir en að lágmarkslaun yrðu ekki hækkuð þar sem það myndi leiða til fækkunar starfa. Eins og fyrr leystust mótmæli helgarinnar upp í óeirðir og voru mikil skemmdarverk unnin, bílar brenndir, rúður brotnar og skemmdir unnar á verslunum og veitingastöðum. Verst var ástandið í París en einnig var mótmælt í Marseille, Bordeaux, Lyon, Nantes, Dijon og Toulouse. Lögregla var með mikinn viðbúnað í miðborg Parísar og kom meðal annars í veg fyrir að mótmælendur kæmust nálægt Champs Élysées. Það leiddi hins vegar til þess að mótmælin dreifðust meira um borgina með tilheyrandi tjóni. Bruno Le Maire fjármálaráðherra segir að það ríki samfélagslegt og lýðræðislegt neyðarástand í landinu. Hann heimsótti verslanir í París sem höfðu orðið fyrir barðinu á skemmdarvörgum og sagði að þetta væru hörmungar fyrir viðskipti og efnahagslíf. Það er ljóst að efnahagslegt tjón mótmælanna er gríðarlegt. Reuters fréttastofan hafði eftir talsmanni Frönsku verslunarsamtakanna á föstudag að tjón verslana vegna minni sölu næmi um einum milljarði evra frá því að mótmælin hófust. Þá var haft eftir fulltrúa samtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja að heildartjón aðildarfélaga gæti numið allt að tíu milljörðum evra. Donald Trump Bandaríkjaforseti blandaði sér í málin þegar hann sagði á Twitter að Parísarsamkomulagið væri ekki að virka vel fyrir París. Þar væru mótmæli og óeirðir. Var Trump að vísa til loftslagssamningsins sem samþykktur var í París 2015 en Bandaríkin hyggjast draga sig út úr samkomulaginu. Jean-Yves Drian utanríkisráðherra Frakklands brást illa við og sagði að Frakkar skiptu sér ekki af bandarískum innanlandsmálum og það ætti að vera gagnkvæmt. Skilaboð sín og Macrons til Trumps væru einföld: „Láttu þjóðina okkar í friði.“
Birtist í Fréttablaðinu Evrópa Frakkland Tengdar fréttir Íslendingur í París lokaðist inni vegna mótmæla „gulvestunga“ Íslendingur í jólaverslunarleiðangri í París, endaði á að vera lokuð inni á bar, upplifa sársaukann sem fylgir táragasi og verða vitni að einum stærsta mótmæladegi í borginni í gær. 9. desember 2018 17:03 Rússneskar samfélagsmiðlasíður kynda undir mótmælum gulu vestanna Twitter-síður sem enduróma skoðanir stjórnvalda í Kreml deila nú vafasömum fréttum um mótmæli gulu vestanna svokölluðu í Frakklandi. 9. desember 2018 11:00 Tæplega 1.700 handtekin í mótmælunum: „Macron, segðu af þér“ Tæplega 17.00 mótmælendur voru handteknir í mótmælum gulvestunga í Frakklandi í gær og 1.220 manns eru enn í haldi lögreglu. Þetta var fjórði laugardagurinn í röð sem mótmælin eru haldin en gærdagurinn einkenndist af hörðum átökum óeirðarlögreglu og mótmælenda. 9. desember 2018 10:02 Mest lesið „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Íslendingur í París lokaðist inni vegna mótmæla „gulvestunga“ Íslendingur í jólaverslunarleiðangri í París, endaði á að vera lokuð inni á bar, upplifa sársaukann sem fylgir táragasi og verða vitni að einum stærsta mótmæladegi í borginni í gær. 9. desember 2018 17:03
Rússneskar samfélagsmiðlasíður kynda undir mótmælum gulu vestanna Twitter-síður sem enduróma skoðanir stjórnvalda í Kreml deila nú vafasömum fréttum um mótmæli gulu vestanna svokölluðu í Frakklandi. 9. desember 2018 11:00
Tæplega 1.700 handtekin í mótmælunum: „Macron, segðu af þér“ Tæplega 17.00 mótmælendur voru handteknir í mótmælum gulvestunga í Frakklandi í gær og 1.220 manns eru enn í haldi lögreglu. Þetta var fjórði laugardagurinn í röð sem mótmælin eru haldin en gærdagurinn einkenndist af hörðum átökum óeirðarlögreglu og mótmælenda. 9. desember 2018 10:02