Pashinyan vann yfirburðasigur í armensku þingkosningunum Atli Ísleifsson skrifar 10. desember 2018 08:25 Nikol Pashinyan tók við embætti forsætisráðherra Armeníu í vor í kjölfar þess að hafa farið fyrir fjölmennum mótmælum í landinu sem beindust gegn Serzh Sargsyan, sem hafði þá stýrt landinu um tíu ára skeið. Getty/Anadolu Flokkur Nikol Pashinyan, starfandi forsætisráðherra Armeníu, og stuðningsflokkar hans unnu yfirburðasigur í þingkosningum sem fram fóru í Armeníu í gær. Flokkarnir hlutu samtals rúmlega 70 prósent atkvæða, að sögn landskjörstjórnar. Pashinyan tók við embætti forsætisráðherra Armeníu í vor í kjölfar þess að hafa farið fyrir fjölmennum mótmælum í landinu sem beindust gegn Serzh Sargsyan sem hafði þá stýrt landinu um tíu ára skeið - fyrst sem forseti og síðar forsætisráðherra. Pashinyan, sem nýtur mikilla vinsælda í landinu, sagði af sér í haust og boðaði til nýrra kosninga til að nýta sér meðbyr almennings og auka þingstyrk síns flokks og stuðningsflokka. Pashinyan kveðst ætla að hrinda í framkvæmd áætlun til að taka á landlægri spillingu og gera breytingar á efnahagslífi landsins. Þá segist hann áfram vilja hlúa að sambandi Armeníu og Rússlands. Þátttaka í kosningunum var ekki mikil, um 49 prósent.Sjá einnig:Segir andrúmsloftið í Armeníu nú minna á það í kringum fall SovétríkjannaBBC segir frá því að kosningar í Armeníu hafi lengi einkennst af kosningasvindli og atkvæðakaupum, en vonast væri til að breyting hafi nú orðið þar á. Flokkur hins 43 ára Pashinyan og stuðningsflokkar hlutu samtals 70,4 prósent atkvæða, en helsti andstæðingur þeirra, Velmegandi Armenía, hlaut rétt rúmlega átta prósent fylgi. Gríðarlegar breytingar hafa orðið í armenskum stjórnmálum síðustu misserin, en í kosningunum 2017 hlaut Repúblikanaflokkurinn, flokkur Sargsyan, hreinan meirihluta á þingi. Stjórnarskrá Armeníu kveður á um að stjórnarandstaða verði að vera með að minnsta kosti 30 prósent þingsæta.Mótmæltu svikum Sargsyan Ástæða þess að um 200 þúsund Armenar mótmæltu valdhöfum á götum síðasta vor má rekja til svikinna loforða forsetans Sargsyan sem hafði verið við völd frá 2008. Fyrri stjórnarskrá landsins kom í veg fyrir að forseti sæti lengur en tvö kjörtímabil, eða alls tíu ár. Árið 2015 var svo haldin þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem um 66 prósent armenskra kjósenda samþykktu breytingar á stjórnarskránni – breytingar sem fólu í sér að Armenía yrði gert að þingræðisríki. Sargsyan hafði ítrekað sagt að með þessum breytingum væri hann ekki að búa þannig um hnútana að hann gæti áfram stýrt landinu – þá sem forsætisráðherra eftir að forsetatíð hans lyki 2018. Þegar til kastanna kom síðasta vor og þingið átti að kjósa nýjan og valdamikinn forsætisráðherra, tilkynnti Repúblikanaflokkurinn að Sargsyan yrði tilnefndur. Meirihluti þingsins samþykkti Sargsyan og sór hann nýjan embættiseið sem leiddi til mótmæla. Armenía Asía Rússland Tengdar fréttir Segir andrúmsloftið í Armeníu nú minna á það í kringum fall Sovétríkjanna Aðstoðarprófessor við stjórnmálafræðideild Ameríska háskólans í Armeníu segir mikla bjartsýni ríkja meðal almennings í Armeníu en að blikur séu á lofti. 18. nóvember 2018 11:00 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Flokkur Nikol Pashinyan, starfandi forsætisráðherra Armeníu, og stuðningsflokkar hans unnu yfirburðasigur í þingkosningum sem fram fóru í Armeníu í gær. Flokkarnir hlutu samtals rúmlega 70 prósent atkvæða, að sögn landskjörstjórnar. Pashinyan tók við embætti forsætisráðherra Armeníu í vor í kjölfar þess að hafa farið fyrir fjölmennum mótmælum í landinu sem beindust gegn Serzh Sargsyan sem hafði þá stýrt landinu um tíu ára skeið - fyrst sem forseti og síðar forsætisráðherra. Pashinyan, sem nýtur mikilla vinsælda í landinu, sagði af sér í haust og boðaði til nýrra kosninga til að nýta sér meðbyr almennings og auka þingstyrk síns flokks og stuðningsflokka. Pashinyan kveðst ætla að hrinda í framkvæmd áætlun til að taka á landlægri spillingu og gera breytingar á efnahagslífi landsins. Þá segist hann áfram vilja hlúa að sambandi Armeníu og Rússlands. Þátttaka í kosningunum var ekki mikil, um 49 prósent.Sjá einnig:Segir andrúmsloftið í Armeníu nú minna á það í kringum fall SovétríkjannaBBC segir frá því að kosningar í Armeníu hafi lengi einkennst af kosningasvindli og atkvæðakaupum, en vonast væri til að breyting hafi nú orðið þar á. Flokkur hins 43 ára Pashinyan og stuðningsflokkar hlutu samtals 70,4 prósent atkvæða, en helsti andstæðingur þeirra, Velmegandi Armenía, hlaut rétt rúmlega átta prósent fylgi. Gríðarlegar breytingar hafa orðið í armenskum stjórnmálum síðustu misserin, en í kosningunum 2017 hlaut Repúblikanaflokkurinn, flokkur Sargsyan, hreinan meirihluta á þingi. Stjórnarskrá Armeníu kveður á um að stjórnarandstaða verði að vera með að minnsta kosti 30 prósent þingsæta.Mótmæltu svikum Sargsyan Ástæða þess að um 200 þúsund Armenar mótmæltu valdhöfum á götum síðasta vor má rekja til svikinna loforða forsetans Sargsyan sem hafði verið við völd frá 2008. Fyrri stjórnarskrá landsins kom í veg fyrir að forseti sæti lengur en tvö kjörtímabil, eða alls tíu ár. Árið 2015 var svo haldin þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem um 66 prósent armenskra kjósenda samþykktu breytingar á stjórnarskránni – breytingar sem fólu í sér að Armenía yrði gert að þingræðisríki. Sargsyan hafði ítrekað sagt að með þessum breytingum væri hann ekki að búa þannig um hnútana að hann gæti áfram stýrt landinu – þá sem forsætisráðherra eftir að forsetatíð hans lyki 2018. Þegar til kastanna kom síðasta vor og þingið átti að kjósa nýjan og valdamikinn forsætisráðherra, tilkynnti Repúblikanaflokkurinn að Sargsyan yrði tilnefndur. Meirihluti þingsins samþykkti Sargsyan og sór hann nýjan embættiseið sem leiddi til mótmæla.
Armenía Asía Rússland Tengdar fréttir Segir andrúmsloftið í Armeníu nú minna á það í kringum fall Sovétríkjanna Aðstoðarprófessor við stjórnmálafræðideild Ameríska háskólans í Armeníu segir mikla bjartsýni ríkja meðal almennings í Armeníu en að blikur séu á lofti. 18. nóvember 2018 11:00 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Segir andrúmsloftið í Armeníu nú minna á það í kringum fall Sovétríkjanna Aðstoðarprófessor við stjórnmálafræðideild Ameríska háskólans í Armeníu segir mikla bjartsýni ríkja meðal almennings í Armeníu en að blikur séu á lofti. 18. nóvember 2018 11:00
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent