Lööf hyggst greiða atkvæði gegn Löfven Atli Ísleifsson skrifar 10. desember 2018 10:38 Annie Lööf er formaður sænska Miðflokksins. Getty/MICHAEL CAMPANELLA Annie Lööf, formaður sænska Miðflokksins, segir að þingmenn flokksins muni greiða atkvæði gegn Stefan Löfven, starfandi forsætisráðherra og formanni Jafnaðarmannaflokksins, sem nýr forsætisráðherra í atkvæðagreiðslu á þinginu. Lööf segir að Jafnaðarmannaflokkurinn hafi ekki sýnt nægan vilja til málamiðlunar í viðræðum um mögulegt stjórnarsamstarf. Þá hafi Jafnaðarmenn reynst tregir til að láta af samstarfi við Vinstriflokkinn til að hægt sé að finna grundvöll til samstarfs. Alger pattstaða er á sænska þinginu þar sem ekkert hefur gengið að ná saman um nýja stjórn sem njóti stuðnings meirihluta þingsins.Óformleg samtöl Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, segir að hann muni veita flokkunum nokkra daga til að melta þá stöðu sem nú er uppi. Hann muni á þeim tíma eiga óformleg samtöl við flokksleiðtoga. Hann hafði áður tilnefnt Löfven sem nýjan forsætisráðherra, en eftir viðræður síðustu daga hefur Miðflokkurinn, sem er einn borgaralegu flokkanna, sagst munu greiða atkvæði gegn Löfven eftir að hafa áður opnað á samstarf. Lööf hefur lagt mikla áherslu á að ná saman um nýja stjórn flokka úr báðum blokkum, til að koma í veg fyrir að Svíþjóðardemókratar komist til áhrifa. Kosningar fóru fram í Svíþjóð þann 9. september síðastliðinn og hefur ekkert gengið að mynda nýja stjórn. Bæði þeim Ulf Kristersson, formanni hægriflokksins Moderaterna, og Stefan Löfven hefur mistekist að mynda starfhæfa stjórn. Hið sama á við um Lööf sem skilaði sínu stjórnarmyndunarumboði 22. nóvember.Snúin staða Afar snúin staða er á sænska þinginu eftir kosningarnar sem fram fóru 9. september síðastliðinn. Rauðgrænu flokkarnir náðu 144 þingsætum, borgaralegu flokkarnir 143 og Svíþjóðardemókratar 62. Takist sænska þinginu ekki að samþykkja tillögu þingforseta um nýjan forsætisráðherra í fjórum tilraunum þarf að boða til nýrra kosninga. Í byrjun nóvember hafnaði þingið tillögu þingforseta um Kristersson sem nýr forsætisráðherra. Hann sagðist vilja mynda minnihlutastjórn Moderaterna og Kristilegra demókrata. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Hringekjan byrjar aftur eftir að þingið hafnaði Kristersson Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, mun aftur þurfa að setjast niður með leiðtogum sænsku stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á þingi til að ræða um möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar. 14. nóvember 2018 10:00 Munu greiða atkvæði um Löfven sem forsætisráðherra Sænski þingforsetinn hefur tilnefnt Stefan Löfven, formann Jafnaðarmannaflokksins og starfandi forsætisráðherra, sem næsta forsætisráðherra landsins. 23. nóvember 2018 09:54 Annie Lööf gefst upp Formaður sænska Miðflokksins segist hafa gefist upp í tilraunum sínum að mynda nýja ríkisstjórn sem nýtur stuðnings meirihluta sænska þingsins. 22. nóvember 2018 10:06 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Annie Lööf, formaður sænska Miðflokksins, segir að þingmenn flokksins muni greiða atkvæði gegn Stefan Löfven, starfandi forsætisráðherra og formanni Jafnaðarmannaflokksins, sem nýr forsætisráðherra í atkvæðagreiðslu á þinginu. Lööf segir að Jafnaðarmannaflokkurinn hafi ekki sýnt nægan vilja til málamiðlunar í viðræðum um mögulegt stjórnarsamstarf. Þá hafi Jafnaðarmenn reynst tregir til að láta af samstarfi við Vinstriflokkinn til að hægt sé að finna grundvöll til samstarfs. Alger pattstaða er á sænska þinginu þar sem ekkert hefur gengið að ná saman um nýja stjórn sem njóti stuðnings meirihluta þingsins.Óformleg samtöl Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, segir að hann muni veita flokkunum nokkra daga til að melta þá stöðu sem nú er uppi. Hann muni á þeim tíma eiga óformleg samtöl við flokksleiðtoga. Hann hafði áður tilnefnt Löfven sem nýjan forsætisráðherra, en eftir viðræður síðustu daga hefur Miðflokkurinn, sem er einn borgaralegu flokkanna, sagst munu greiða atkvæði gegn Löfven eftir að hafa áður opnað á samstarf. Lööf hefur lagt mikla áherslu á að ná saman um nýja stjórn flokka úr báðum blokkum, til að koma í veg fyrir að Svíþjóðardemókratar komist til áhrifa. Kosningar fóru fram í Svíþjóð þann 9. september síðastliðinn og hefur ekkert gengið að mynda nýja stjórn. Bæði þeim Ulf Kristersson, formanni hægriflokksins Moderaterna, og Stefan Löfven hefur mistekist að mynda starfhæfa stjórn. Hið sama á við um Lööf sem skilaði sínu stjórnarmyndunarumboði 22. nóvember.Snúin staða Afar snúin staða er á sænska þinginu eftir kosningarnar sem fram fóru 9. september síðastliðinn. Rauðgrænu flokkarnir náðu 144 þingsætum, borgaralegu flokkarnir 143 og Svíþjóðardemókratar 62. Takist sænska þinginu ekki að samþykkja tillögu þingforseta um nýjan forsætisráðherra í fjórum tilraunum þarf að boða til nýrra kosninga. Í byrjun nóvember hafnaði þingið tillögu þingforseta um Kristersson sem nýr forsætisráðherra. Hann sagðist vilja mynda minnihlutastjórn Moderaterna og Kristilegra demókrata.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Hringekjan byrjar aftur eftir að þingið hafnaði Kristersson Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, mun aftur þurfa að setjast niður með leiðtogum sænsku stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á þingi til að ræða um möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar. 14. nóvember 2018 10:00 Munu greiða atkvæði um Löfven sem forsætisráðherra Sænski þingforsetinn hefur tilnefnt Stefan Löfven, formann Jafnaðarmannaflokksins og starfandi forsætisráðherra, sem næsta forsætisráðherra landsins. 23. nóvember 2018 09:54 Annie Lööf gefst upp Formaður sænska Miðflokksins segist hafa gefist upp í tilraunum sínum að mynda nýja ríkisstjórn sem nýtur stuðnings meirihluta sænska þingsins. 22. nóvember 2018 10:06 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Hringekjan byrjar aftur eftir að þingið hafnaði Kristersson Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, mun aftur þurfa að setjast niður með leiðtogum sænsku stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á þingi til að ræða um möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar. 14. nóvember 2018 10:00
Munu greiða atkvæði um Löfven sem forsætisráðherra Sænski þingforsetinn hefur tilnefnt Stefan Löfven, formann Jafnaðarmannaflokksins og starfandi forsætisráðherra, sem næsta forsætisráðherra landsins. 23. nóvember 2018 09:54
Annie Lööf gefst upp Formaður sænska Miðflokksins segist hafa gefist upp í tilraunum sínum að mynda nýja ríkisstjórn sem nýtur stuðnings meirihluta sænska þingsins. 22. nóvember 2018 10:06