Flutt með þyrlu úr grunnbúðum Everest: „Ég er lúxuspía“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. desember 2018 15:30 „Fyrstu mánuðina eftir að ég greindist í seinna skiptið fór ég á fullt að ganga frá svona hlutum eins og að krakkarnir mínir hefðu tannlækni þangað til þau yrðu fullorðin og einhverjir svona hlutir sem ég veit ekki hverjum dettur í hug að gera. Ég held að maður fari bara í eitthvað svona sorgarferli og ef maður kemst út úr því þá held ég að maður rísi rosalega hratt upp,“ segir Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, eða Sirrý eins og hún er jafnan kölluð. Sirrý greindist með leghálskrabbamein 2010, gekk í gegnum erfiða meðferð og losnaði við meinið.Sjá einnig: Reglubundin leghálskrabbameinsleit bjargar mannslífumHenni var tjáð að ef það tæki sig ekki upp aftur á næstu fimm árum ætti hún að vera í nokkuð góðum málum, sloppin – ef svo má segja. Rétt fyrir fimm ára markið fékk hún hins vegar þær fréttir að krabbameinið hefði tekið sig upp á ný, í þetta sinn væri það ólæknandi og líklega ætti hún aðeins eitt til þrjú ár eftir. Hún ákvað fljótt að lífið væri núna og fór meðal annars út í rekstur með góðum vinkonum, en þær reka í dag veitingastaðinn Lax í Granda Mathöll, Bubblubílinn og verslunina Búrið. Stjórnar aðstæðum sjálf í fjallgöngunum Þá hóf hún að ganga á fjöll af miklum móð, gekk í grunnbúðir Annapurna í Nepal í fyrra og kom nýlega heim úr grunnbúðum Everest.Er nýkomin heim úr grunnbúðum Everest.„Það var alls ekki of erfitt, svo maður var svolítið bara að njóta. Svo fékk ég svona rúsínuna í pylsuendanum af því að það bólgnaði upp á mér fóturinn, sem er svona afleiðing eftir veikindin min. Þannig að ég fékk að taka þyrluna niður eftir að vera búin að fara upp í grunnbúðir. Það var alveg geggjað, að fara upp fyrir þessi háu fjöll og sjá þau úr þyrlu,“ segir Sirrý. „Já, það er lúxusleiðin. Ég segi það líka oft, ég er lúxuspía.“ Hún segir göngurnar gefa sér mikið, þar sem hún setur sér markmið og vinnur marga litla sigra – auk þess sem hún hefur fullkomna stjórn á aðstæðum. Þó henni hafi verið gefin eitt til þrjú ár í upphafi segir Sirrý þau þó vel geta orðið miklu fleiri. Hún er a.m.k. staðráðin í að nýta hvern dag og njóta lífsins með vinum og fjölskyldu.Sirrý verður heimsótt í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir. Þar ræðir hún meðal annars um veikindin, vonina, göngurnar og reksturinn – og hvernig hún ákvað að fara alla leið í að njóta lífsins eftir að hafa fengið hinar erfiðu fréttir. Everest Ísland í dag Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Sjá meira
„Fyrstu mánuðina eftir að ég greindist í seinna skiptið fór ég á fullt að ganga frá svona hlutum eins og að krakkarnir mínir hefðu tannlækni þangað til þau yrðu fullorðin og einhverjir svona hlutir sem ég veit ekki hverjum dettur í hug að gera. Ég held að maður fari bara í eitthvað svona sorgarferli og ef maður kemst út úr því þá held ég að maður rísi rosalega hratt upp,“ segir Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, eða Sirrý eins og hún er jafnan kölluð. Sirrý greindist með leghálskrabbamein 2010, gekk í gegnum erfiða meðferð og losnaði við meinið.Sjá einnig: Reglubundin leghálskrabbameinsleit bjargar mannslífumHenni var tjáð að ef það tæki sig ekki upp aftur á næstu fimm árum ætti hún að vera í nokkuð góðum málum, sloppin – ef svo má segja. Rétt fyrir fimm ára markið fékk hún hins vegar þær fréttir að krabbameinið hefði tekið sig upp á ný, í þetta sinn væri það ólæknandi og líklega ætti hún aðeins eitt til þrjú ár eftir. Hún ákvað fljótt að lífið væri núna og fór meðal annars út í rekstur með góðum vinkonum, en þær reka í dag veitingastaðinn Lax í Granda Mathöll, Bubblubílinn og verslunina Búrið. Stjórnar aðstæðum sjálf í fjallgöngunum Þá hóf hún að ganga á fjöll af miklum móð, gekk í grunnbúðir Annapurna í Nepal í fyrra og kom nýlega heim úr grunnbúðum Everest.Er nýkomin heim úr grunnbúðum Everest.„Það var alls ekki of erfitt, svo maður var svolítið bara að njóta. Svo fékk ég svona rúsínuna í pylsuendanum af því að það bólgnaði upp á mér fóturinn, sem er svona afleiðing eftir veikindin min. Þannig að ég fékk að taka þyrluna niður eftir að vera búin að fara upp í grunnbúðir. Það var alveg geggjað, að fara upp fyrir þessi háu fjöll og sjá þau úr þyrlu,“ segir Sirrý. „Já, það er lúxusleiðin. Ég segi það líka oft, ég er lúxuspía.“ Hún segir göngurnar gefa sér mikið, þar sem hún setur sér markmið og vinnur marga litla sigra – auk þess sem hún hefur fullkomna stjórn á aðstæðum. Þó henni hafi verið gefin eitt til þrjú ár í upphafi segir Sirrý þau þó vel geta orðið miklu fleiri. Hún er a.m.k. staðráðin í að nýta hvern dag og njóta lífsins með vinum og fjölskyldu.Sirrý verður heimsótt í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir. Þar ræðir hún meðal annars um veikindin, vonina, göngurnar og reksturinn – og hvernig hún ákvað að fara alla leið í að njóta lífsins eftir að hafa fengið hinar erfiðu fréttir.
Everest Ísland í dag Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Sjá meira