Erlent

Leit að fimm bandarískum landgönguliðum við Japan hætt

Kjartan Kjartansson skrifar
Leitin að landgönguliðunum bar engan árangur.
Leitin að landgönguliðunum bar engan árangur. Vísir/AP
Tilraunum Bandaríkjahers til að finna fimm landgönguliða sem saknað hefur verið eftir að tvær flugvélar flughersins rákust saman í síðustu viku hefur verið hætt. Fimm manna áhöfn eldsneytisflugvélar hafa verið lýstir látnir.

Flugvélarnar tvær rákust saman þegar verið var að æfa að dæla eldsneyti á milli þeirra á flugi um 320 kílómetrum undan ströndum Japans á þriðjudag í síðustu viku. Áhafnar Hercules-flutningaflugvélarinnar hefur verið saknað síðan.

Tveir flugmenn Hornet-orrustuþotunnar fundust á lífi en annar þeirra lést af sárum sínum, að því er segir í frétt Reuters.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×