Stelpurnar hans Þóris gætu misst af miklum pening Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2018 12:30 Stine Bredal Oftedal. Vísir/Getty Norska kvennalandsliðið í handbolta verður að vinna Holland í kvöld til að halda smá lífi í vonum sínum um að komast í undanúrslit á EM í handbolta kvenna í Frakklandi. Norska liðið fór stigalaust inn í milliriðlana eftir tapleiki á móti Þýskalandi og Rúmeníu í riðlinum en vann síðan stórsigur á Ungverjum í fyrsta leik milliriðilsins. Holland er með sex stig á toppi riðilsins en Rúmenía er eitt af þremur liðum með fjögur stig. Hin eru Ungverjaland og Þýskaland. Norska landsliðið þarf að treysta á bæði sig og önnur úrslit til að ná öðru af tveimur efstu sætunum. Þær verða í það minnsta að vinna Holland í kvöld. Það er mikið undir fyrir norsku landsliðskonurnar í þessum leik, ekki bara stoltið og gleðin að komast í undanúrslitin á stórmóti heldur skiptir þetta þær líka talsverðu máli fjárhagslega. Dagbladet segir frá því að norsku landsliðskonurnar fái 90 þúsund norskar krónur í bónus fyrir að verða Evrópumeisttarar. Það er gerir um 1,3 milljónir íslenskra króna. Þær fá aftur á móti ekki eina norska krónu fyrir að enda í sjötta sætinu. Norsku stelpurnar urðu Evrópumeistarar fyrir tveimur árum en þá var gullbónusinn „bara“ 75 þúsund norskar krónur eða rúmum tvö hundruð þúsund íslenskum krónum lægri. „Ég hef ekki hugsað um þessar bónusgreiðslur í eina sekúndu á þessu EM. Við höfum um margt annað að hugsa,“ sagði Stine Bredal Oftedal, fyrirliði norska liðsins, við Dagbladet. Stine og hinar stelpurnar gæti líka náð sér í 30 þúsund norskar krónur í aukabónus takist norska liðinu að tryggja sér sæti á næsta stórmóti. Þrjú efstu sætin á EM gefa sæti á HM í Japan 2019. Sá bónus er einnig í stórhættu.Hér fyrir neðan má sjá bónusgreiðslur norsku stelpnanna á EM 2019: Gullverðlaun: 90 þúsund norskar (1,30 milljónir íslenskar) Silfurverðlaun: 60 þúsund norskar (1,09 milljónir íslenskar) Bronsverðlaun: 40 þúsund norskar (580 þúsund íslenskar) Fjórða sæti: 17 þúsund norskar (246 þúsund íslenskar) Fimmta sæti: 10 þúsund norskar (144 þúsund íslenskar) EM 2018 í handbolta Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Fleiri fréttir Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Sjá meira
Norska kvennalandsliðið í handbolta verður að vinna Holland í kvöld til að halda smá lífi í vonum sínum um að komast í undanúrslit á EM í handbolta kvenna í Frakklandi. Norska liðið fór stigalaust inn í milliriðlana eftir tapleiki á móti Þýskalandi og Rúmeníu í riðlinum en vann síðan stórsigur á Ungverjum í fyrsta leik milliriðilsins. Holland er með sex stig á toppi riðilsins en Rúmenía er eitt af þremur liðum með fjögur stig. Hin eru Ungverjaland og Þýskaland. Norska landsliðið þarf að treysta á bæði sig og önnur úrslit til að ná öðru af tveimur efstu sætunum. Þær verða í það minnsta að vinna Holland í kvöld. Það er mikið undir fyrir norsku landsliðskonurnar í þessum leik, ekki bara stoltið og gleðin að komast í undanúrslitin á stórmóti heldur skiptir þetta þær líka talsverðu máli fjárhagslega. Dagbladet segir frá því að norsku landsliðskonurnar fái 90 þúsund norskar krónur í bónus fyrir að verða Evrópumeisttarar. Það er gerir um 1,3 milljónir íslenskra króna. Þær fá aftur á móti ekki eina norska krónu fyrir að enda í sjötta sætinu. Norsku stelpurnar urðu Evrópumeistarar fyrir tveimur árum en þá var gullbónusinn „bara“ 75 þúsund norskar krónur eða rúmum tvö hundruð þúsund íslenskum krónum lægri. „Ég hef ekki hugsað um þessar bónusgreiðslur í eina sekúndu á þessu EM. Við höfum um margt annað að hugsa,“ sagði Stine Bredal Oftedal, fyrirliði norska liðsins, við Dagbladet. Stine og hinar stelpurnar gæti líka náð sér í 30 þúsund norskar krónur í aukabónus takist norska liðinu að tryggja sér sæti á næsta stórmóti. Þrjú efstu sætin á EM gefa sæti á HM í Japan 2019. Sá bónus er einnig í stórhættu.Hér fyrir neðan má sjá bónusgreiðslur norsku stelpnanna á EM 2019: Gullverðlaun: 90 þúsund norskar (1,30 milljónir íslenskar) Silfurverðlaun: 60 þúsund norskar (1,09 milljónir íslenskar) Bronsverðlaun: 40 þúsund norskar (580 þúsund íslenskar) Fjórða sæti: 17 þúsund norskar (246 þúsund íslenskar) Fimmta sæti: 10 þúsund norskar (144 þúsund íslenskar)
EM 2018 í handbolta Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Fleiri fréttir Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Sjá meira