Ekkert heyrnartólatengi á nýjasta síma Samsung Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. desember 2018 10:04 Nýjasta útspil Samsung var kynnt til sögunnar í Kína í gær. Samsung Samsung kynnti í gær til sögunnar nýjasta snjallsíma fyrirtækisins, sem ber heitið Galaxy A8s. Hann skartar ýmsum eftirtektarverðum eiginleikum; eins og 6,4 tommu skjá, Snapdragon 710 örgjörva, yfirborð sem virðist skipta um lit eftir því hvaðan horft er á símann sem og þremur myndavélum á bakhliðinni. Hvorki þetta né 128GB af geymsluplássi, 6 til 8GB RAM og Android 8.1 Oreo-stýrikerfi hefur þó hins vegar stolið fyrirsögnum um hinn nýja síma. Þann heiður á heyrnartólatengið skuldlaust, eða réttara sagt, skorturinn á því. Galaxy A8s-snjallsíminn skartar nefnilega engu hefðbundnu 3,5mm heyrnartólatengi.Þessa mynd má sjá á kínversku sölusíðu Samsung. Þarna er engu heyrnartólatengi fyrir að fara.Sú staðreynd hefur kætt aðdáendur Apple-snjallsímanna gríðarlega síðastliðinn sólarhring. Þeir hafa mátt þola margvíslegar háðsglósur Samsung-kunningja sinna á undanförnum árum, eða allt frá því að Apple úthýsti heyrnartólatenginu á iPhone 7-símanum sem kynntur var til sögunnar á haustmánuðum ársins 2016. Allar götur síðan hafa neytendur þurft að kaupa sér heyrnartól sem eru sérstaklega útbúin fyrir nýjustu gerðir iPhone-símanna á meðan Samsung-kúnnar hafa getað haldið áfram að nota gömlu, góðu heyrnartólin. Það eru ekki aðeins notendur Samsung-snjallsímanna sem grínast hafa með heyrnartólatengiskortinn á snjallsímum Apple. Það hafa stjórnendur Samsung sömuleiðis gert á opinberum vettvangi. Þegar Galaxy Note7-síminn var kynntur til sögunnar árið 2016 tók framkvæmdastjórinn Justin Denison það til að mynda sérstaklega fram að síminn væri með heyrnartólatengi - við fögnuð áhorfenda í salnum. Samsung bætti svo um betur í júlí í ár, þegar það sendi frá sér eftirfarandi auglýsingu þar sem grínast var með tengjaskortinn hjá Apple. Ekki liggur fyrir hvenær hægt verður að festa kaup á hinum nýja Galaxy A8s hér í vesturheimi, eða hvað hann mun kosta. Samsung Tækni Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Sjá meira
Samsung kynnti í gær til sögunnar nýjasta snjallsíma fyrirtækisins, sem ber heitið Galaxy A8s. Hann skartar ýmsum eftirtektarverðum eiginleikum; eins og 6,4 tommu skjá, Snapdragon 710 örgjörva, yfirborð sem virðist skipta um lit eftir því hvaðan horft er á símann sem og þremur myndavélum á bakhliðinni. Hvorki þetta né 128GB af geymsluplássi, 6 til 8GB RAM og Android 8.1 Oreo-stýrikerfi hefur þó hins vegar stolið fyrirsögnum um hinn nýja síma. Þann heiður á heyrnartólatengið skuldlaust, eða réttara sagt, skorturinn á því. Galaxy A8s-snjallsíminn skartar nefnilega engu hefðbundnu 3,5mm heyrnartólatengi.Þessa mynd má sjá á kínversku sölusíðu Samsung. Þarna er engu heyrnartólatengi fyrir að fara.Sú staðreynd hefur kætt aðdáendur Apple-snjallsímanna gríðarlega síðastliðinn sólarhring. Þeir hafa mátt þola margvíslegar háðsglósur Samsung-kunningja sinna á undanförnum árum, eða allt frá því að Apple úthýsti heyrnartólatenginu á iPhone 7-símanum sem kynntur var til sögunnar á haustmánuðum ársins 2016. Allar götur síðan hafa neytendur þurft að kaupa sér heyrnartól sem eru sérstaklega útbúin fyrir nýjustu gerðir iPhone-símanna á meðan Samsung-kúnnar hafa getað haldið áfram að nota gömlu, góðu heyrnartólin. Það eru ekki aðeins notendur Samsung-snjallsímanna sem grínast hafa með heyrnartólatengiskortinn á snjallsímum Apple. Það hafa stjórnendur Samsung sömuleiðis gert á opinberum vettvangi. Þegar Galaxy Note7-síminn var kynntur til sögunnar árið 2016 tók framkvæmdastjórinn Justin Denison það til að mynda sérstaklega fram að síminn væri með heyrnartólatengi - við fögnuð áhorfenda í salnum. Samsung bætti svo um betur í júlí í ár, þegar það sendi frá sér eftirfarandi auglýsingu þar sem grínast var með tengjaskortinn hjá Apple. Ekki liggur fyrir hvenær hægt verður að festa kaup á hinum nýja Galaxy A8s hér í vesturheimi, eða hvað hann mun kosta.
Samsung Tækni Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Sjá meira