Patricio Manuel er 33 ára gamall Bandaríkjamaður en það sem gerir sigur hans sögulegan er að Patricio er transmaður.
Patricio hefur hrist vel upp í bardagaheiminum með frammistöðu sinni og hann mátti þola það að menn bauluðu á hann í lok bardagans. Það var hinsvegar engin spurning um sigurvegara þessa hnefaleikabardaga.
Congrats to trans boxer Patricio Manuel, and shame on everyone who booed his victory! https://t.co/94NbXcB7h6
— Zack Ford (@ZackFord) December 10, 2018
„Ég heyri það að sumir eru ekki ánægðir. Það er allt í lagi. Ég kem aftur. Ég ætla að gera þá ánægða þá,“ sagði Patricio Manuel.
Patricio Manuel keppti líka á árum sínum sem kona en hann varð fimmfaldur kvennameistari í áhugahnefaleiknum og tók meðal annars þátt í úrtökumóti fyrir Ólympíuleikana 2012.
Patricio Manuel hóf kynskiptaferli sitt árið 2013.
„Hvað er næst á dagskrá? Það eru neikvæðar gagnrýnisraddir þarna úti og ég þarf að sanna það að ég eigi heima hérna,“ sagði Patricio Manuel.
„Ég er ekki mættur hingað bara fyrir einn bardaga. Ég elska þessa íþrótt og er hvergi nærri hættur,“ sagði Manuel.
Starting off tonight’s fights on #GoldenBoyFN Super Featherweight Patricio Manuel makes his pro debut against Hugo Aguilar #AlvaradoMorales Tune in now for live coverage: https://t.co/6WC36eOM0Bpic.twitter.com/iJT1hOD6BJ
— Golden Boy Boxing (@GoldenBoyBoxing) December 9, 2018
When Patricio Manuel steps through the ropes and into the boxing ring at the Fantasy Springs Resort Casino in Indio tonight, he will make history as the first transgender male to fight professionally in the U.S. https://t.co/EDM5IbSEKh
— Los Angeles Times (@latimes) December 9, 2018