Samgönguáætlun sögð stríðshanski inn í þingið Kristján Már Unnarsson skrifar 11. desember 2018 22:00 Frá vegagerð við Reykjanesbraut. Veggjöldum er ekki síst ætlað að flýta tvöföldun brautarinnar milli Hafnarfjarðar og Leifsstöðvar. Vísir/Ernir Áform ríkisstjórnarflokkanna um að ná vegtollum og auknum framkvæmdum inn í samgönguáætlun fyrir jólahlé Alþingis eru í uppnámi eftir að stjórnarandstæðingar sögðu stríðshanska varpað inn í þingið og hótuðu málþófi. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Þau áform að ná umbyltri samgönguáætlun með veggjöldum í gegnum þingið fyrir jólahlé byggðu á því að þverpólitísk sátt næðist í þinginu um slíka afgreiðslu. Sú von varð að engu við upphaf þingfundar í dag. Hér er í raun verið að tala um nýja samgönguáætlun með umfangsmiklum breytingum, sagði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar. „Þetta er rassvasabókhald um tugmilljarða framkvæmdir. Þingið á að sýna sjálfu sér þá virðingu að taka sér örlítið betri tíma í að móta þessar hugmyndir til enda,” sagði Þorsteinn. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, sagði forseta Alþingis hafa dagskrárvaldið. „Ef hann setur það á dagskrá, svona illa unnið í svona mikilli ósátt við þjóðina sem er ekki hrifin af þessum vegagjöldum, er það bara stríðshanski inn á þingið á lokametrum. Hvað á minni hlutann að gera annað en að segja: Þetta getum við ekki leyft? Hvað höfum við þá? Við höfum ekkert annað en heimild okkar til að tala í málinu. Auðvitað þurfum við að tala í málinu,” sagði Jón Þór. Hótun um málþóf gerist vart skýrari. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Hafnarfjörður Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Veggjöld: Bákn í bákninu eða jákvætt og lofandi mál Stjórnarmaður í samtökum um bíllausan lífstíl segir að veggjöld hafi reynst vel annars staðar en framkvæmdastjóri FÍB segir að verið sé að búa til bákn í bákninu. 11. desember 2018 15:30 Vegtollar og aukin vegagerð á hraðferð í gegnum Alþingi Veggjöld verða tekin upp á stofnbrautum út frá Reykjavík og í jarðgöngum landsins, og framkvæmdir í samgöngumálum stórauknar, samkvæmt breytingartillögu við samgönguáætlun, sem gæti hlotið samþykki Alþingis fyrir lok vikunnar. 10. desember 2018 20:00 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Sjá meira
Áform ríkisstjórnarflokkanna um að ná vegtollum og auknum framkvæmdum inn í samgönguáætlun fyrir jólahlé Alþingis eru í uppnámi eftir að stjórnarandstæðingar sögðu stríðshanska varpað inn í þingið og hótuðu málþófi. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Þau áform að ná umbyltri samgönguáætlun með veggjöldum í gegnum þingið fyrir jólahlé byggðu á því að þverpólitísk sátt næðist í þinginu um slíka afgreiðslu. Sú von varð að engu við upphaf þingfundar í dag. Hér er í raun verið að tala um nýja samgönguáætlun með umfangsmiklum breytingum, sagði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar. „Þetta er rassvasabókhald um tugmilljarða framkvæmdir. Þingið á að sýna sjálfu sér þá virðingu að taka sér örlítið betri tíma í að móta þessar hugmyndir til enda,” sagði Þorsteinn. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, sagði forseta Alþingis hafa dagskrárvaldið. „Ef hann setur það á dagskrá, svona illa unnið í svona mikilli ósátt við þjóðina sem er ekki hrifin af þessum vegagjöldum, er það bara stríðshanski inn á þingið á lokametrum. Hvað á minni hlutann að gera annað en að segja: Þetta getum við ekki leyft? Hvað höfum við þá? Við höfum ekkert annað en heimild okkar til að tala í málinu. Auðvitað þurfum við að tala í málinu,” sagði Jón Þór. Hótun um málþóf gerist vart skýrari. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Hafnarfjörður Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Veggjöld: Bákn í bákninu eða jákvætt og lofandi mál Stjórnarmaður í samtökum um bíllausan lífstíl segir að veggjöld hafi reynst vel annars staðar en framkvæmdastjóri FÍB segir að verið sé að búa til bákn í bákninu. 11. desember 2018 15:30 Vegtollar og aukin vegagerð á hraðferð í gegnum Alþingi Veggjöld verða tekin upp á stofnbrautum út frá Reykjavík og í jarðgöngum landsins, og framkvæmdir í samgöngumálum stórauknar, samkvæmt breytingartillögu við samgönguáætlun, sem gæti hlotið samþykki Alþingis fyrir lok vikunnar. 10. desember 2018 20:00 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Sjá meira
Veggjöld: Bákn í bákninu eða jákvætt og lofandi mál Stjórnarmaður í samtökum um bíllausan lífstíl segir að veggjöld hafi reynst vel annars staðar en framkvæmdastjóri FÍB segir að verið sé að búa til bákn í bákninu. 11. desember 2018 15:30
Vegtollar og aukin vegagerð á hraðferð í gegnum Alþingi Veggjöld verða tekin upp á stofnbrautum út frá Reykjavík og í jarðgöngum landsins, og framkvæmdir í samgöngumálum stórauknar, samkvæmt breytingartillögu við samgönguáætlun, sem gæti hlotið samþykki Alþingis fyrir lok vikunnar. 10. desember 2018 20:00