McDonald's ætlar að draga duglega úr notkun sýklalyfja Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. desember 2018 12:06 Hamborgararisinn ætlar sér að setja strangari viðmið um sýklalyfjanotkun. Getty/Tolga Akmen Hamborgarastórveldið McDonald's tilkynnti í gær að það ætli sér að leggja ríkar kvaðir á birgja sína um að þeir dragi úr notkun sýklalyfja við framleiðslu nautakjötsins sem þeir selja hamborgarakeðjunni. Á næstu tveimur árum segist fyrirtækið ætla að meta hversu duglega megi draga úr notkuninni og að í upphafi árs 2021 muni hið nýja sýklalyfjaviðmið taka gildi. Næstu misseri verði þannig nýtt til rannsókna og samningaviðræðna við stærstu birgja fyrirtækisins á tíu stærstu markaðssvæðum þess, þar með talið í Bandaríkjunum. McDonald's kaupir um 85% kjötsins sem það notar í hamborgara sína á umræddum markaðssvæðum. Greinendur telja að þessi yfirlýsing risans setji fordæmi í skyndibitaiðnaðinum og útiloka ekki að hún verði til þess að fleiri alþjóðlegar keðjur feti í fótspor McDonald's. „Frægð McDonald's og sú staðreynd að fyrirtækið er stærsti kaupandi nautakjöts í heiminum undirstrikar hversu mikil tíðindi þetta eru,“ hefur Reuters til að mynda eftir talsmanni samtaka sem berjast fyrir aukinni dýravelferð.Nautgripir flóknari en kjúklingar Þetta er ekki í fyrsta sinn sem McDonald's tekur ákvörðun sem þessa, því nokkur ár eru síðan að keðjan setti fram viðmið um notkun sýklalyfja í því kjúklingakjöti sem fyrirtækið reiðir sig á. Fjöldi annarra veitingastaða ákvað að gera slíkt hið sama skömmu síðar, sem að einhverju leyti má rekja beint til áhrifa hamborgararisans. Viðmælendur Reuters meta það þó hins vegar sem svo að McDonald's muni reynast erfiðara að keyra ný og strangari viðmið sín um sýklalyf í nautakjöti í gegn. Það skýrist að einhverju leyti af því að nautgripir lifa lengur en kjúklingar og eiga því á meiri hættu á að veikjast einhvern tímann á lífsleiðinni. Þar að auki séu ekki enn komnar fram viðunandi staðkvæmdarlausnir sem bændur geti reitt sig á í staðinn fyrir sýklalyf, veikist nautgripir þeirra. Þó örlar á því að bændur í Bandaríkjunum séu farnir að draga úr sýklalyfjanotkun. Bandaríska lyfjaeftirlitið greindi frá því í fyrra að sala og dreifing á sýklalyfjum sem notuð eru við matvælaframleiðslu vestanhafs hafi minnkað um 14 prósent á milli áranna 2015 og 2016. Kjúklingaiðnaðurinn er sagður nota um 6 prósent þessara sýklalyfja og nautgripaframleiðsla um 43 prósent. Landbúnaður Tengdar fréttir Ísland stóðst ekki mat McDonald's Ekkert er til í fréttum þess efnis að hamborgarkeðjan McDonald's hafi í hyggju að opna útibú hér á Íslandi. 12. nóvember 2018 10:44 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Hamborgarastórveldið McDonald's tilkynnti í gær að það ætli sér að leggja ríkar kvaðir á birgja sína um að þeir dragi úr notkun sýklalyfja við framleiðslu nautakjötsins sem þeir selja hamborgarakeðjunni. Á næstu tveimur árum segist fyrirtækið ætla að meta hversu duglega megi draga úr notkuninni og að í upphafi árs 2021 muni hið nýja sýklalyfjaviðmið taka gildi. Næstu misseri verði þannig nýtt til rannsókna og samningaviðræðna við stærstu birgja fyrirtækisins á tíu stærstu markaðssvæðum þess, þar með talið í Bandaríkjunum. McDonald's kaupir um 85% kjötsins sem það notar í hamborgara sína á umræddum markaðssvæðum. Greinendur telja að þessi yfirlýsing risans setji fordæmi í skyndibitaiðnaðinum og útiloka ekki að hún verði til þess að fleiri alþjóðlegar keðjur feti í fótspor McDonald's. „Frægð McDonald's og sú staðreynd að fyrirtækið er stærsti kaupandi nautakjöts í heiminum undirstrikar hversu mikil tíðindi þetta eru,“ hefur Reuters til að mynda eftir talsmanni samtaka sem berjast fyrir aukinni dýravelferð.Nautgripir flóknari en kjúklingar Þetta er ekki í fyrsta sinn sem McDonald's tekur ákvörðun sem þessa, því nokkur ár eru síðan að keðjan setti fram viðmið um notkun sýklalyfja í því kjúklingakjöti sem fyrirtækið reiðir sig á. Fjöldi annarra veitingastaða ákvað að gera slíkt hið sama skömmu síðar, sem að einhverju leyti má rekja beint til áhrifa hamborgararisans. Viðmælendur Reuters meta það þó hins vegar sem svo að McDonald's muni reynast erfiðara að keyra ný og strangari viðmið sín um sýklalyf í nautakjöti í gegn. Það skýrist að einhverju leyti af því að nautgripir lifa lengur en kjúklingar og eiga því á meiri hættu á að veikjast einhvern tímann á lífsleiðinni. Þar að auki séu ekki enn komnar fram viðunandi staðkvæmdarlausnir sem bændur geti reitt sig á í staðinn fyrir sýklalyf, veikist nautgripir þeirra. Þó örlar á því að bændur í Bandaríkjunum séu farnir að draga úr sýklalyfjanotkun. Bandaríska lyfjaeftirlitið greindi frá því í fyrra að sala og dreifing á sýklalyfjum sem notuð eru við matvælaframleiðslu vestanhafs hafi minnkað um 14 prósent á milli áranna 2015 og 2016. Kjúklingaiðnaðurinn er sagður nota um 6 prósent þessara sýklalyfja og nautgripaframleiðsla um 43 prósent.
Landbúnaður Tengdar fréttir Ísland stóðst ekki mat McDonald's Ekkert er til í fréttum þess efnis að hamborgarkeðjan McDonald's hafi í hyggju að opna útibú hér á Íslandi. 12. nóvember 2018 10:44 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Ísland stóðst ekki mat McDonald's Ekkert er til í fréttum þess efnis að hamborgarkeðjan McDonald's hafi í hyggju að opna útibú hér á Íslandi. 12. nóvember 2018 10:44