HM í pílukasti hefst á morgun: Veisla frá byrjun til enda Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. desember 2018 19:30 Heimsmeistaramótið í pílukasti hefst á morgun og verður í fyrsta sinn sýnt frá keppninni í íslensku sjónvarpi en sýnt verður frá öllu mótinu á Stöð 2 Sport 2. Fyrsta beina útsendingin verður annað kvöld klukkan 19.30 en mótið verður nánast daglega þar til að úrslitaviðureignin fer fram á nýársdag. Mótið fer fram í Alexandra Palace í Lundúnum, gamalli höll sem er stundum kölluð Ally Pally. Mikil eftirspurn er eftir aðgöngumiðum og stemningin mikil í salnum, þar sem á annað tug þúsunda fylgjast með. Pétur Rúðrik Guðmundsson er íslenskur landsliðsmaður í pílukasti. Hann var lengi vel leikmaður Grindavíkur í körfubolta en hefur síðustu ár einbeitt sér að pílunni. Hann segir mikla tilhlökkun ríkja fyrir mótinu. „Þetta verður bara veisla frá byrjun til enda. Það er ótrúleg skemmtun að horfa á HM í pílu,“ sagði Pétur. „Þarna eru 10-15 þúsund manns, öskrandi eins og á fótboltaleik. Þetta verður bara gaman.“ Pétur hefur orðið var við mikinn áhuga á pílukasti hér á landi og þá ekki síst á heimsmeistaramótinu sjálfu, sem hefur verið afar vinsælt sjónvarpsefni í Bretlandi og víðar í Evrópu. Pétur segir að það þurfi ekki mikla þekkingu á íþróttinni til að kveikja áhugann. „Í upphafi mun fólk þekkja fyrst og fremst stóru nöfnin, eins og Michael van Gerwen og Gary Anderson. Og svo kannski einn sem gæti talist skúrkur - Gerwyn Price sem er svolítið að láta reyna á hvernig menn mega haga sér á línunni. Mörgum finnst það mjög skemmtilegt,“ segir Pétur. Pílukast var fyrst vinsælt á krám í Bretlandi en Pétur segir að nú sé ný kynslóð pílukastara að ryðja sér rúms sem hefur fengið allt annað uppeldi í íþróttinni. „Fólk verður mjög fljótt að finna sér einhvern til að halda með og ég hvet alla til að horfa á þetta frá byrjun.“ Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Stöð 2 Sport sýnir heimsmeistaramótið í pílukasti Risastór sjónvarpsviðburður sem verður í beinni útsendingu daglega frá 13. desember til 1. janúar. 30. nóvember 2018 14:00 Heimsmeistari í pílu sakaður um prump | "Mér var illt í maganum“ Tvöfaldur heimsmeistari í pílu hefur verið ásakaður um að villa fyrir andstæðingi sínum með prumpi á boðsmóti bestu píluspilara heims. 18. nóvember 2018 11:00 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Í beinni: Valur - Haukar | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Handbolti Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Í beinni: Valur - Haukar | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Í beinni: Real Sociedad - Real Madrid | Madrídingar í Baskalandi Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Sjá meira
Heimsmeistaramótið í pílukasti hefst á morgun og verður í fyrsta sinn sýnt frá keppninni í íslensku sjónvarpi en sýnt verður frá öllu mótinu á Stöð 2 Sport 2. Fyrsta beina útsendingin verður annað kvöld klukkan 19.30 en mótið verður nánast daglega þar til að úrslitaviðureignin fer fram á nýársdag. Mótið fer fram í Alexandra Palace í Lundúnum, gamalli höll sem er stundum kölluð Ally Pally. Mikil eftirspurn er eftir aðgöngumiðum og stemningin mikil í salnum, þar sem á annað tug þúsunda fylgjast með. Pétur Rúðrik Guðmundsson er íslenskur landsliðsmaður í pílukasti. Hann var lengi vel leikmaður Grindavíkur í körfubolta en hefur síðustu ár einbeitt sér að pílunni. Hann segir mikla tilhlökkun ríkja fyrir mótinu. „Þetta verður bara veisla frá byrjun til enda. Það er ótrúleg skemmtun að horfa á HM í pílu,“ sagði Pétur. „Þarna eru 10-15 þúsund manns, öskrandi eins og á fótboltaleik. Þetta verður bara gaman.“ Pétur hefur orðið var við mikinn áhuga á pílukasti hér á landi og þá ekki síst á heimsmeistaramótinu sjálfu, sem hefur verið afar vinsælt sjónvarpsefni í Bretlandi og víðar í Evrópu. Pétur segir að það þurfi ekki mikla þekkingu á íþróttinni til að kveikja áhugann. „Í upphafi mun fólk þekkja fyrst og fremst stóru nöfnin, eins og Michael van Gerwen og Gary Anderson. Og svo kannski einn sem gæti talist skúrkur - Gerwyn Price sem er svolítið að láta reyna á hvernig menn mega haga sér á línunni. Mörgum finnst það mjög skemmtilegt,“ segir Pétur. Pílukast var fyrst vinsælt á krám í Bretlandi en Pétur segir að nú sé ný kynslóð pílukastara að ryðja sér rúms sem hefur fengið allt annað uppeldi í íþróttinni. „Fólk verður mjög fljótt að finna sér einhvern til að halda með og ég hvet alla til að horfa á þetta frá byrjun.“
Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Stöð 2 Sport sýnir heimsmeistaramótið í pílukasti Risastór sjónvarpsviðburður sem verður í beinni útsendingu daglega frá 13. desember til 1. janúar. 30. nóvember 2018 14:00 Heimsmeistari í pílu sakaður um prump | "Mér var illt í maganum“ Tvöfaldur heimsmeistari í pílu hefur verið ásakaður um að villa fyrir andstæðingi sínum með prumpi á boðsmóti bestu píluspilara heims. 18. nóvember 2018 11:00 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Í beinni: Valur - Haukar | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Handbolti Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Í beinni: Valur - Haukar | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Í beinni: Real Sociedad - Real Madrid | Madrídingar í Baskalandi Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Sjá meira
Stöð 2 Sport sýnir heimsmeistaramótið í pílukasti Risastór sjónvarpsviðburður sem verður í beinni útsendingu daglega frá 13. desember til 1. janúar. 30. nóvember 2018 14:00
Heimsmeistari í pílu sakaður um prump | "Mér var illt í maganum“ Tvöfaldur heimsmeistari í pílu hefur verið ásakaður um að villa fyrir andstæðingi sínum með prumpi á boðsmóti bestu píluspilara heims. 18. nóvember 2018 11:00