Telur sparnað Sjúkratrygginga lífshættulegan sjúklingum Sveinn Arnarsson skrifar 13. desember 2018 06:00 Grensás er endurhæfingardeild þar sem markmiðið er að gera einstaklinga eins sjálfbjarga líkamlega, andlega og félagslega og hægt er. Fréttablaðið/Ernir Sérfræðilæknir við Grensásdeild Landspítala telur að nýr rammasamningur Sjúkratrygginga Íslands um þvagleggi, sem tók gildi 1. nóvember, ógni heilsu þeirra sem þurfa að nýta sér slík lækningatól. Hann telur sparnað í útboði Sjúkratrygginga valda því að sjúklingar njóti ekki góðs af tveggja áratuga vísindastarfi í greininni. Sjúkratryggingar Íslands telja þá þvagleggi sem nú eru á boðstólum samkvæmt nýjum rammasamningi uppfylla þarfir notenda. „Nýir samningar um þvagleggi og þvagvörur tóku gildi 1. nóvember síðastliðinn í kjölfar útboðs sem byggðist á kröfulýsingu fagfólks,“ segir Björk Pálsdóttir, sviðsstjóri hjálpartækjasviðs Sjúkratrygginga. „Sjúkratryggingar Íslands sömdu við fjögur fyrirtæki um vörur sem uppfylltu kröfur útboðsins. Það er mat Sjúkratrygginga að þessar vörur fullnægi að öllu leyti þörfum notenda.“ Þvagleggir sem margir skjólstæðingar Sjúkratrygginga hafa reitt sig á hafa nú verið teknir út úr rammasamningi og ekki er lengur greitt fyrir þá þar sem þeir eru taldir of dýrir.Páll Ingvarsson læknir.Fréttablaðið/ValliPáll E. Ingvarsson, sérfræðilæknir við Grensásdeild, er ósammála þessum fullyrðingum Sjúkratrygginga um að hér séu á ferðinni nægjanlega góðir þvagleggir. „Bylting varð í þessum efnum upp úr 1985 þegar fundin var upp aðferð með að hafa plastþræði á yfirborði leggsins með lágt viðnám við þvagrásina sjálfa. Með aukinni þróun varð mun minni sýkingarhætta. Síðan hefur verið áframhaldandi þróun sem hefur verið til bóta fyrir sjúklinga með liprari leggi sem hægt er að flytja með sér, og leggi sem hægt er að opna og loka aftur.“ Með þessum breytingum með liprari og notendavænni leggjum eru lífsgæði einstaklinga bætt að sögn Páls, þar sem einstaklingar eru hreyfanlegri og þessir lipru leggir skipti sköpum um hvort einstaklingar geta unnið utan heimilis. Mun auðveldara er að losa þvagblöðru með leggjum sem hægt er að loka og opna að vild þar sem hægt er að gera það nánast hvar sem er. „Þetta snýst sem sagt um lífsgæði sjúklinga og frelsi þeirra,“ segir Páll. „Þar að auki fyrir þá sem eru með skerta handafærni, þá skiptir öllu máli að hafa þessa þægilegu leggi. Það skiptir því sköpum hvort sjúklingar séu lausir við sýkingar. Þetta getur valdið endurteknum sýkingum, blóðeitrunum og nýrnabilun. Hafa ber í huga að endurteknar þvagfærasýkingar og nýrnabilanir voru helstu ástæður þess að sjúklingar dóu af fötlun sinni fyrir aldur fram.“ Hann telur að þessi þróun sé því að einhverju leyti lífshættuleg sjúklingum sem þurfi á þessu að halda í daglegu lífi. „Nú erum við að bakka um hálfa leið því einhver snillingur hefur ætlað sér að spara þessi ósköp sem eru um 50 til 60 krónur á hvern þvaglegg,“ segir Páll. „Með þessum meinta sparnaði erum við að útsetja sjúklinga fyrir sýkingarhættu og aukinni óheilsu þar sem aukin hætta er á endurteknum þvagfærasýkingum sem halda fólki frá vinnu, ásamt aukinni hættu á blóðeitrunum sem getur verið lífshættulegt. Allt þetta til að spara um 50 krónur á hvern legg.“ Sjálfsbjörg hefur óskað eftir því við velferðarnefnd Alþingis að hún kalli eftir útskýringum frá ráðuneyti velferðarmála og Sjúkratryggingar Íslands á því hvers vegna mörgum vörum var hafnað í rammasamningsútboðinu. Í bréfi Sjálfsbjargar til formanns velferðarnefndar segir að þetta séu með „eindæmum forkastanleg vinnubrögð sem Sjálfsbjörg taldi að hún myndi aldrei sjá“. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Sérfræðilæknir við Grensásdeild Landspítala telur að nýr rammasamningur Sjúkratrygginga Íslands um þvagleggi, sem tók gildi 1. nóvember, ógni heilsu þeirra sem þurfa að nýta sér slík lækningatól. Hann telur sparnað í útboði Sjúkratrygginga valda því að sjúklingar njóti ekki góðs af tveggja áratuga vísindastarfi í greininni. Sjúkratryggingar Íslands telja þá þvagleggi sem nú eru á boðstólum samkvæmt nýjum rammasamningi uppfylla þarfir notenda. „Nýir samningar um þvagleggi og þvagvörur tóku gildi 1. nóvember síðastliðinn í kjölfar útboðs sem byggðist á kröfulýsingu fagfólks,“ segir Björk Pálsdóttir, sviðsstjóri hjálpartækjasviðs Sjúkratrygginga. „Sjúkratryggingar Íslands sömdu við fjögur fyrirtæki um vörur sem uppfylltu kröfur útboðsins. Það er mat Sjúkratrygginga að þessar vörur fullnægi að öllu leyti þörfum notenda.“ Þvagleggir sem margir skjólstæðingar Sjúkratrygginga hafa reitt sig á hafa nú verið teknir út úr rammasamningi og ekki er lengur greitt fyrir þá þar sem þeir eru taldir of dýrir.Páll Ingvarsson læknir.Fréttablaðið/ValliPáll E. Ingvarsson, sérfræðilæknir við Grensásdeild, er ósammála þessum fullyrðingum Sjúkratrygginga um að hér séu á ferðinni nægjanlega góðir þvagleggir. „Bylting varð í þessum efnum upp úr 1985 þegar fundin var upp aðferð með að hafa plastþræði á yfirborði leggsins með lágt viðnám við þvagrásina sjálfa. Með aukinni þróun varð mun minni sýkingarhætta. Síðan hefur verið áframhaldandi þróun sem hefur verið til bóta fyrir sjúklinga með liprari leggi sem hægt er að flytja með sér, og leggi sem hægt er að opna og loka aftur.“ Með þessum breytingum með liprari og notendavænni leggjum eru lífsgæði einstaklinga bætt að sögn Páls, þar sem einstaklingar eru hreyfanlegri og þessir lipru leggir skipti sköpum um hvort einstaklingar geta unnið utan heimilis. Mun auðveldara er að losa þvagblöðru með leggjum sem hægt er að loka og opna að vild þar sem hægt er að gera það nánast hvar sem er. „Þetta snýst sem sagt um lífsgæði sjúklinga og frelsi þeirra,“ segir Páll. „Þar að auki fyrir þá sem eru með skerta handafærni, þá skiptir öllu máli að hafa þessa þægilegu leggi. Það skiptir því sköpum hvort sjúklingar séu lausir við sýkingar. Þetta getur valdið endurteknum sýkingum, blóðeitrunum og nýrnabilun. Hafa ber í huga að endurteknar þvagfærasýkingar og nýrnabilanir voru helstu ástæður þess að sjúklingar dóu af fötlun sinni fyrir aldur fram.“ Hann telur að þessi þróun sé því að einhverju leyti lífshættuleg sjúklingum sem þurfi á þessu að halda í daglegu lífi. „Nú erum við að bakka um hálfa leið því einhver snillingur hefur ætlað sér að spara þessi ósköp sem eru um 50 til 60 krónur á hvern þvaglegg,“ segir Páll. „Með þessum meinta sparnaði erum við að útsetja sjúklinga fyrir sýkingarhættu og aukinni óheilsu þar sem aukin hætta er á endurteknum þvagfærasýkingum sem halda fólki frá vinnu, ásamt aukinni hættu á blóðeitrunum sem getur verið lífshættulegt. Allt þetta til að spara um 50 krónur á hvern legg.“ Sjálfsbjörg hefur óskað eftir því við velferðarnefnd Alþingis að hún kalli eftir útskýringum frá ráðuneyti velferðarmála og Sjúkratryggingar Íslands á því hvers vegna mörgum vörum var hafnað í rammasamningsútboðinu. Í bréfi Sjálfsbjargar til formanns velferðarnefndar segir að þetta séu með „eindæmum forkastanleg vinnubrögð sem Sjálfsbjörg taldi að hún myndi aldrei sjá“.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira