Sport

Gunnar Nelson upp um tvö sæti á styrkleikalistanum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gunnar Nelson vann glæsilegan sigur um helgina.
Gunnar Nelson vann glæsilegan sigur um helgina. vísir/getty
Gunnar Nelson færist upp um tvö sæti á nýjum styrkleikalista veltivigtarinnar í UFC eftir sigurinn glæsilega á Brasilíumanninum Alex Oliveira um síðastliðna helgi. Hann er nú í tólfta sæti.

Sjá einnig:Gunnar Nelson þakkar fyrir sig á Fésbókinni

Gunnar var í fjórtánda sæti fyrir bardagann en Oliveira í þrettánda sæti en þessi sannfærandi sigur skýtur íslenska bardagakappanum upp í tólfta sætið.

Oliveira fellur um tvö sæti niður í fimmtánda sæti sem er það síðasta á styrkleikalistanum. Hann rétt hangir inni eftir að Gunnar blóðgaði hann með glæsilegu olnbogaskoti og hengdi hann svo með uppgjafartaki.

Ekkert breytist á toppnum í veltivigtinni en þar er Colby Covington áfram í fyrsta sæti sem helsti áskorandi meistarans Tyrons Woodley en Kamaru Usman er áfram í öðru sæti og Liverpool-maðurinn Darren Till í þriðja sæti.

Eins og greint var frá í gær var Gunnar sendur í að minnsta kosti 30 daga læknisleyfi eftir bardagann og má því ekki berjast aftur fyrr en á nýju ári.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×